Leita í fréttum mbl.is

Almannahagsmunir Snorrabrautar?

575&thumb=1

Þetta lögreglumál fer að verða dálítið vandræðalegt og yfirlýsing lögreglunnar er ekki beint til þess að auka álit manns á þessum aðgerðum lögreglunnar. "Arinbjörn Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa boðið mótmælendum frá aðgerðarsamtökunum Saving Iceland að ganga heldur niður Laugarveg, þar sem Snorrabraut er ein stofnbrauta neyðarliðs og lögreglu í borginni. Varðstjórinn segir mótmælendur hafa hafnað boði lögreglunnar, því þeim var ekki heimilt keyra bíl með kerru, sem mótmælendur stóðu upp á. Þá stóðu nokkrir uppi á bílnum sjálfum.

Þegar lögregla reyndi að ná tali af ökumanni bílsins læsti hann að sér. Það var þá sem lögregla greip til aðgerða sem leiddi til handtöku fjögurra mótmælenda.
"

Eins og bent hefur verið á þá var ekki neitt neyðarástand á Snorrabrautinni enda fjórföld gata og eflaust mikilvæg stofnbraut á laugardagseftirmiðdegi.

433089A ruv.is

Þetta lítur því miður þannig út fyrir mér að lögreglan hafi flippað út þegar maðurinn vildi ekki opna bílinn sinn og lögreglumaðurinn braut þá rúðuna og tók lyklana úr og handtók svo fjóra! Ég vil bera virðingu fyrir lögreglunni og veit að þar þarf oft að vinna erfið störf og upp til hópa eru lögreglumenn besta fólk sem vinnur oft erfiða vinnu en auðvitað eru alltaf svartir sauðir innan um eins og allstaðar. Þetta finnst mér samt best: "Þá segir lögreglumaðurinn að fólkið hafi greinilega verið viðbúið handtöku, þar sem það hafði skrifað símanúmer lögfræðings hópsins á handlegginn. Slíkt þekki lögreglan frá mótmælum á Austfjörðum fyrir ári síðan." Var það þar með réttlætanlegt að handtaka fólkið.  Hvað er verið að gefa í skyn hér? Wolfgang nokkur Schauble ráðherra hér í Þýskalandi vill gjarnan að hægt verði að handtaka grunsamlegt fólk "áður en" það fremur "hryðjuverk". Kristilegir demókratar skilja ekkert í því að fulltrúar allra annarra flokka hafa gert athugasemdir við þessar fyrirætlanir! Hér erum við að tala um eftirlitsríkið og lögregluríkið eins og við viljum ekki hafa það. Auðvitað á að fara að lögum en lögin eiga líka að vera réttlát en ekki út í hött.


mbl.is Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Samkeppniseftirlitsríkið eða fjármálaeftirlitsríkið?

Þarna var fólk að ögra lögreglunni viljandi og uppskar eins og það sáði, en þó varla það. "Björgun Íslands" varð að vitnisburði um varnarleysi íslenskrar lögreglu gagnvart hverjum sem er sem vill stífla hvaða götu sem er.

Geir Ágústsson, 16.7.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Ómar Ingi

Það hefði allvega verið gaman að sjá hvernig þið hefðuð tekið á þessu fólki , væntanlega ekkert gert.

En þar sem lögleg mótmæli voru ekki í gangi og þetata fólk villdi ekki blokka laugaveginn í staðinn sem því var boðið og vegna almennra hagsmuna í til dæmis sjúkraflutningum osfv.

Þá er nú fólkinu orðið soldið lítið um réttindi eða hvað finnst ykkur , ég skal lofa ykkur því að löggan lemur EKKI fyrst það eru afleiðingar af því og allir í dag með camerur. og voðalegt að taka haustak á fólki eða beygja hendur aftan fyrir bak , þetta þurfa mennirnir að gera til að fá fólk til að fara burtu þegar ítrekað mennirnir eru búnir að biðja fólkið að fara.

Það er bara leiðinleg staðreynd að á meðal svona mótmælanda er fólk sem vill læti og skapar það EKKI lögreglan.

Allvega oftast þó að kunni að vera undantekningar á slíku eins og alltaf alstaðar í öllu.

Ómar Ingi, 16.7.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég er eldri maður á sextugsaldri.  Hef aldrei borið virðingu fyrir lögreglunni.  En þeim mun meiri virðingu fyrir Sigga Pönk sem var þarna í essinu sínu.  Enda "blasta" ég fremur á fullu plötu með Forgarði helvítis en Lögreglukórnum.   

Jens Guð, 16.7.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hvað hefur mannaskítur að gera með þetta... það var enginn að fremja nein skemmdarverk þarna, en ef þú vilt labba niður laugaveginn og mótmæla þá máttu það Palli, en kannski er sandkassi betri staður vegna kúk kommenta...

Birgitta Jónsdóttir, 16.7.2007 kl. 06:36

5 Smámynd: Skúli

Það að fullorðið fólk sé að hvetja til þess að lög og reglur séu virtar að vettugi en hreint og beint ógeðslegt.  Hvers lags fyrirmyndir eru þið ungviðinu okkar.  Hugsið þið málið. 

Okkur er tryggður sá réttur að mótmæla og þann rétt á að umgangast af skynsemi.  Mótmælið löglega og þá þarf ekki að óttast slíkar aðgerðir. 

Einnig er það umhugsunarefni þegar menn staðsettir í öðru landi telja sig rétta aðilann til að tjá sig um alla skapaða hluti.

Skúli, 16.7.2007 kl. 09:45

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Man eitthver eftir Keflavikurgöngunum/þær voru mótmæli!!!!/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 16.7.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það væri gaman að sjá Hlyn listamann og Brgittu listakonu stjórna landinu.  Ráða einhverju.  Þetta eru hvílíkar fyrirmyndir og þá gætum við brotið lög og reglur "þegar það hentar málstaðnum" 

Er fylgjandi því að nýta auðlindirnar.   Álver í Helguvík og Þorlákshöfn já takk.  En ef það verður ekki að veruleika ætla ég ekki að þramma niður Laugaveginn með einhverjum erlendum skríl og haga mér eins og fífl.

Umhverfisverndarsinnar eru upp til hópa gott fólk.  Því miður eru mikið af svörtum sauðum, öfgafólki sem er hættulegt.

Örvar Þór Kristjánsson, 16.7.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Örvar er málefnalegur að vanda (ég hlakka samt til að sjá hann með "erlenda" skrílnum sínum "þramma" niður Laugarvegin eftir nokkur ár. Halli gamli saknar liðinna tíma (og sennilega líka hersins!) Skúli (kannski húsvörður) er samt bestur: "...Einnig er það umhugsunarefni þegar menn staðsettir í öðru landi telja sig rétta aðilann til að tjá sig um alla skapaða hluti." Múhahhhaaa :) Ég hlýt nú að hafa málfrelsi og bloggfrelsi og vonandi skoðanafrelsi þó að ég sé staddur í Berlín í nokkrar vikur? Eða hvað?

Jens guð er minn maður í þessum umræðum eins og reyndar oft áður. Yfirlýsingin frá Einari á síðunni hennar Birgittu er holl lesning og Örvar þarf ekki að örvænta þó að við Birgitta tökum að okkur að stjórna einhvertíma, við erum afar réttlát. Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 16.7.2007 kl. 12:27

9 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Skil ekki hvernig maður sem lagði sig fram um að komast á alþingi getur stutt lögbrot.

Hvernig lög ætlaðir þú að setja á alþingi?

"Lögin eiga við nema ef þú ert með frábæran málstað, þá þarftu ekki að fara eftir þeim"

Júlíus Sigurþórsson, 16.7.2007 kl. 17:38

10 identicon

Ég mæli með því að þú skoðir upptökuna sem "Saving Iceland"(þú fyrirgefur vonandi, en þetta heiti bara hrópar á gæsalappir) samtökin hafa sjálf klippt og dreift. Mér sýnist hún hreinsa lögregluna af öllum grun um að hafa farið offari.

Auðvitað hefur fólk rétt til að mótmæla en ekki með hvaða hætti sem er. Á maður bara að geta búið sér til skilti og labbað svo löturhægt niður miðja Miklubrautina hvenær sem manni dettur í hug?

Það býr fleira fólk í þessu landi en virkjanaandstæðingar. Þið eruð ekki hafin yfir landslög eða almenna tillitsemi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband