Leita í fréttum mbl.is

Góð yfirlýsing frá VG + hrós til löggunnar og mótmælenda

ny-vgstjorn

Yfirlýsing þingflokks Vinstri grænna er tímabær og kemur af gefnu tilefni. Það er ótrúlegt hvernig virðist eiga að vaða áfram á skítugum skónum með álver um allt og nú er farið að halda því fram að álver geti verið hluti af grænu samfélagi! Öfugmælavísur ætla engan endi að taka. Yfirlýsingin frá VG er birt á mbl.is:

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir miklum áhyggjum vegna þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að heimila að áfram sé haldið undirbúningi álverksmiðja í Helguvík, í Straumsvík, á Húsavík og víðar í skjóli útgefinna rannsóknaleyfa til orkuöflunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VG.

„Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar breytir að mati talsmanna orkufyrirtækjanna engu um þessi framkvæmdaáform, þótt annað hafi verið gefið í skyn af iðnaðarráðherra.

Þingflokkur VG krefst þess að hvorki verði gerðir samningar við stóriðjufyrirtæki né úthlutað rannsóknaleyfum til orkufyrirtækja á meðan unnið er að náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 2008–2012 og lokið við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Sá tími sem ætlaður er til þess verks fyrir árslok 2009 er augljóslega of knappur, ljóst er að Alþingi þarf meira ráðrúm til úrvinnslu og ákvarðana en ríkisstjórnin gerir ráð fyrir.

Fjölmörg atriði styðja þá skoðun að nú beri að staldra við með alla frekari stóriðjuuppbyggingu hérlendis:

- Kyótóbókunin um samdrátt í mengun andrúmsloftsins er til endurskoðunar og fullkomið óráð að heimila frekari losun frá stóriðju áður en stefnumótun fyrir tímabilið eftir 2012 liggur fyrir.
- Vaxandi óvissa er um þróun orkuverðs á heimsmarkaði, bæði vegna styrjaldarátaka og að olíuframleiðsla heldur ekki í við sívaxandi eftirspurn.
- Barátta álhringanna um markaðsyfirráð og gróða hvetur til mikillar varfærni í samskiptum við þá, hvað þá um frekari samninga um orkusölu til langs tíma.

Þingflokkur VG leggur áherslu á nauðsyn þess að horfið verði frá stóriðjustefnunni og telur mikilvægt að þeir sem taka undir þau sjónarmið tali skýrt og láti verkin tala í þeim efnum. Tryggja þarf með lögum heildstæð tök löggjafar- og framkvæmdavalds á orkumálum og að skipulagsákvarðanir um uppbyggingu meiriháttar iðnaðar og orkuframkvæmda séu teknar á landsvísu en ekki af handahófi og vegna skammtímasjónarmiða. Brýnt er jafnframt að Íslendingar móti sér vistvæna og sjálfbæra orkustefnu til langs tíma litið eins og VG hefur lengi talað fyrir og ítrekað lagt fram tillögur um, síðast í stefnuritinu Græn framtíð."

Hér er svo yfirlýsing frá Svandís Svavarsdóttur um málefni OR

433266ASvo verð ég hrósa löggunni á Akranesi fyrir að sína stillingu og rétt viðbrögð við mótmælum Saving Iceland við Grundartanga. Lögreglan hefur greinilega séð frá Snorrabrautinni hvernig ekki á að bregðast við friðsömum mótmælum og tekið sig á. Mótmælendurnir eiga einnig hrós skilið fyrir lipurð og að koma tímabærum boðskap til skila. Hér er yfirlýsing frá Saving Iceland:

Umhverfi / Mótmæli

Fréttatilkynning
18. júlí, 2007.

SAVING ICELAND LOKA VEGINUM AÐ VERKSMIÐJUM CENTURY / NORÐURÁLS OG ELKEM / ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGSINS

GRUNDARTANGA – Í dag hafa  samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.

Century Aluminum, sem er hluti af nýrri rússnesk-svissneskri samsteypu fyrirtækjanna á RUSAL / Glencore / SUAL, ætla að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.

Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkur bræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).

“Það er fáránlegt að verkfræðifyrirtæki sem hefur mikla hagsmuni af byggingu álversins sé ætlað að skila hlutlægu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í mati fyrirtækisins koma fram fáránlægar staðhæfingar eins og t.d. sú að mengun af verksmiðjunni verði ekkert vandmál vegna þess að Helguvík sé svo vindasamur staður að öll mengunin mun hverfa með vindinum” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.

“Þessi álbræðsla mun kalla á nýjar jarðhitaboranir í Seltúni, Sandfelli, Austurengjum og Trölladyngju, auk þess sem Hengilssvæðinu hefur þegar verið raskað stórlega hennar vegna af Orkuveitu Reykjavíkur. Í umhverfismatinu hefur alveg láðst að nefna þessi jarðhitasvæði eða hinar gífurlegu rafmagnslínur og rafmöstur sem fylgja munu framkvæmdinni. Þessar jarðvarmavirkjanir munu gersamlega eyðileggja ásýnd og vistfræðilegt gildi alls Reykjanesskagans. Orkuþörf verksmiðjunnar, um 400 mw, mun fara fram úr náttúrulegri orkugetu þessara jarðhitasvæða auk þess sem þau munu kólna á þremur til fjórum áratugum. (2) Century hafa viðurkennt að það er ætlun þeirra að stækka verksmiðjuna á næstu áratugum. Það er því augljóst að þessi álbræðsla mun ekki aðeins eyðileggja Reykjanesið heldur einnig útheimta frekari virkjanir jökuláa.”

Matsferlið virðist vera algjört aukaatriði, fyrirtækið hefur þegar reiknað með útgjöldum upp á 360 milljónir dollara sem að hluta til verður varið til byggingar álbræðslu í Helguvík. (3) Þetta gefur til kynna að Century hafa fengið fullvissun frá íslenskum yfirvöldum um að verkefnið mun sleppa í gegn hvað sem í skerst.

Þetta stangast algerlega á við stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkistjórnar Íslands, og þá sérstaklega nýlega yfirlýsingu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, að hún sé á móti frekari álverksmiðjum á landinu.

Íslenska járnblendifélagið vill auka getu sína til framleiðslu á ferrosilicon fyrir stáliðnaðinn. Þetta fyrirtæki ber ábyrgð á einu mesta magni gróðuhúsalofttegunda og annarrar mengunar á Íslandi. (4)

“Stækkun á verksmiðjum Íslenska járnblendifélagsins og Century mun auka stórlega útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.  Ef ekkert bætist við þá stóriðju sem þegar er á Grundartanga og hjá ALCOA Fjarðaáli mun Ísland samt auka við útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 38% miðað við ástandið árið 1990. Með áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á Íslandi mun útstreymið nema um 63% yfir viðmiðun mörkum ársins 1990. (5) Slíkt ber vitni um algjört ábyrgðarleysi og ótrúverðugleika íslenskra stjórnvalda.

Allt tal um “græna orku” frá jarðvarma og vatnsorku er í raun hreinar lygar. Íslendingar verða að rísa gegn þessum erlendu fyrirtækjum” sagði Snorri Páll.


mbl.is VG lýsir yfir áhyggjum vegna undirbúnings við álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ísland samt auka við útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 38% miðað við ástandið árið 1990. Með áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á Íslandi mun útstreymið nema um 63% yfir viðmiðun mörkum ársins 1990".

Ef þú átt 1000 kall og finnur fimmkall áttu 0,5% meira af peningum. Ef þú átt tíkall og finnur fimmkall áttu 50% meira af peningum. Fimmkallinn er samt bara fimmkall.

Hér á Íslandi hefur ekki verið mikill þungaiðnaður framan af og rafmagn (bæði til iðnaðar og einkanota) framleitt með vatnsaflsvirkjunum. Útblástur hefur því verið mjög lítill samanborið við flest önnur lönd. Það þarf því ekki mikla absolut aukningu í útblæstri til þess að útblásturinn aukist mikið hlutfallslega miðað við 1990.

Íslenskur koltvísýringur heldur sig ekki yfir Íslandi. Hann er hnattrænt vandamál. Ef Íslendingar geta unnið ál með minni útblæstri en aðrar þjóðir þá á áliðnaðurinn hérna rökstyðjanlegt tilkall til að teljast "grænn" iðnaður.

Ég mæli með að þú lesir þennan pistil. Náttúruvernd og umhverfisvernd eru ekki endilega sami hluturinn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 07:41

3 Smámynd: Karl Tómasson

Þarna er um alvöru umhverfismál að ræða og höldum okkur við þau svo við séum tekin trúanleg. Stöndum saman.

Vonandi getum við reitt okkur á umhverfisverndarsinnana í Samfylkingunni sem höfðu og hafa svo margt til málanna að leggja.

Karl Tómasson.

Karl Tómasson, 20.7.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll

"Mótmælendurnir eiga einnig hrós skilið fyrir lipurð og að koma tímabærum boðskap til skila"

Þú ert sem sagt ennþá að hrósa samtökum sem brjóta lög?  Skil ég þig ekki rétt?

En að öðru...

Þessar virkjanir okkar eru umhverfisvænar vatnsaflsvirkjanir, og lónin við þær fara yfir land sem að mestu leiti er urð og grjót (náttúruperlur kalla sumir). Þær hafa skilað umtalsverðum peningum í ríkissjóð og við þegnar landsins njótum góðs af því. Hvað varðar álverin þá skapa þau atvinnu og tekjur fyrir sveitarfélögin.  Menga vissulega eitthvað en ekki jafn mikið og umhverfissinnar segja, langt því frá.  Þarna er minni hagsmunum fórnað fyrir meiri. 

Við hér fyrir sunnan bíðum spennt eftir að Álversframkvæmdir hefjist í Helguvík.  Mikið gæfuspor fyrir þetta svæði.

VG eru sem betur fer ekki í Ríkisstjórn og því verða þessar framkvæmdir vonandi og líklega að veruleika.

Örvar Þór Kristjánsson, 20.7.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flott og upplýsandi færsla hjá þér, Hlynur.

María Kristjánsdóttir, 23.7.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband