Leita í fréttum mbl.is

Þrýstingur á fjölmiðla um ritskoðun aukinn

vísirMbl.is og fleiri fjölmiðlar eiga heiður skilinn fyrir að upplýsa okkur um mótmælaaðgerðir. Oft mætti fara dýpra í hlutina og skoða allar hliðar betur en nú eykst þrýstingur á ritstjórnir um að hætta fréttaflutningi af mótmælum. Gestur nokkur Guðjónsson fer einna fremstur í flokki þeirra sem vilja draga úr fréttaflutningi og vitað er að stjórnvöld og leppar þeirra beita nú áhrifum sínum til að hætta fréttaflutningi af mótmælum gegn mengun, virkjunum og stóriðju. Þetta er alvarlegt mál. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að birta fréttatilkynningar frá Saving Iceland hér á blogginu og mun auðvitað halda því áfram enda óeðlilegt að reynt sé að þagga niður í fólki.

Fréttatilkynning
Saving Iceland
26. júní 2006

SAVING ICELAND LOKAR UMFERÐ AÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN

HELLISHEIÐI – Mótmælendur frá Saving Iceland hafa lokað umferð til og frá Hellisheiðarvirkjunar með því að hlekkja sig saman og við bíla. Saving Iceland mótmælir stækkun virkjunarinnar, óheiðarlegum viðskiptaháttum Orkuveitu Reykjavíkur og tengslum hennar við stríðsrekstur, en 30% af framleiddu áli er selt til hergagnaframleiðslu.(1)

Nú er unnið að stækkun jarðvarmavirkjunarinnar við Hengil, en tilgangurinn er fyrst og fremst að fullnægja kröfu stóriðjufyrirtækja um frekari raforkuframleiðslu, en þá er aðallega átt við um álfyrirtæki.(2, 3) Raforkan er aðallega ætluð stækkuðu álveri Century í Hvalfirði, en einnig verksmiðju þeirra í Helguvík og fleiri álverum. Samningar liggja þó ekki fyrir, en samt heldur stækkunin áfram, án þess að nokkur útskýring fylgi.

410499ASvona er náttúra Íslands eyðilögð, aftur og aftur, með framkvæmdum sem kosta hundruð milljónir dollara(3), án þess að nokkuð sé ljóst um nýtingu raforkunnar. Þegar verkinu lýkur verður að selja orkuna, til að borga upp framkvæmdirnar, og þá verður fleiri álverum þvingað upp á okkur.

“Þessi hegðun er óheiðarleg og ekki með nokkru móti fyrirgefanleg. Jörðin og íbúar hennar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir eiginhagsmuni nokkurra peninga- og valdagráðugra einstaklinga.” segir Haukur Hilmarsson, talsmaður Saving Iceland. “Náttúra og menn þurfa að losna undan því tangarhaldi sem stórfyrirtækin hafa á þeim.”

Saving Iceland sendi í síðustu viku beiðni til Orkuveitu Reykjavíkur um að fá að hengja fána utan á höfuðstöðvar þeirra á Bæjarhálsi og bauð fulltrúum fyrirtækisins að taka þátt í opinberum umræðum um sigðæði þess að selja orku sem fer m. a. í vopnaframleiðslu. Beiðnin var send í kjölfar ummæla Páls Erlands frá Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að hann fullyrti í viðtali við Vísi að mótmælendur frá Saving Iceland hafi verið velkomnir í húsnæði O.R. þann 20. júlí s.l. og ekkert hefði verið gert til þess að reyna að hindra það að fáni með áletruninni ‘Vopnaveita Reykjavíkur?’ væri hengdur þar upp.(4) Enn hefur Saving Iceland ekki borist svar frá O.R.. Því er augljóst að fyrirtækið vill ekki tjá sig opinberlega um þetta mál. Gunguhátturinn í þessu fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar er með ólíkindum.

Eins og Saving Iceland hefur áður bent á eru umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunar langt frá því að vera eins lítilvæg og Orkuveita Reykjavíkur vill láta í veðri vaka. Heitu og eitruðu afgangsvatni er oft dælt aftur í borholurnar (líkt og á Nesjavöllum), sem eykur líkur á jarðskjálftum á þessu virka svæði. Eða þá að afgangsvatninu er veitt í læki og vötn, en það kann að gjöreyða mikilvægum vistkerfum. Orkuveita Reykjavíkur leikur sér  í rússneskri rúllettu með jarðhitasvæði landsins. Hluti Þingvallavatns er þegar líffræðilega dauður vegna samskonar framkvæmda og kallar það á að vatnið verði verndað tafarlaust. Röskun á neðanjarðarflæði leiðir til breytinga á hreyfingu grunnvatns. Það hefur í för með sér uppþornun heitra hvera og mengun yfirborðsvatns. (12,13) Einnig munu fjórar fuglategundir af válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands verða fyrir neikvæðum áhrifum af völdum virkjunarinnar; fálki, grágæs, straumönd og hrafn (14). Þá dylst engum sem fer um Hengilssvæðið hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar valdið gríðarlegri sjónmengun með óvæginni röskun sinni á svæðinu. “Ósannindin um svokallaða ‘græna orku’ jarðvarmavirkjanna verða gegnsærri með hverjum degi sem líður. Þetta verður að stöðva, áður en verður um seinan.” segir Haukur.

--- ENDAR ---

Nánari upplýsingar:
www.savingiceland.org
Haukur Hilmarsson (s. 868 5891)

Heimildir:

(1) Bauxite and Aluminous Laterite. (2nd edition), London: Technical Press. R. Graham, 1982, p. 250.
(2) VGK, Environmental Impact Assesment for Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf, blaðsíða 2 og aðrar síður.
(3) European Investment Bank, http://www.eib.org/projects/pipeline/2007/20070057.htm
(4) Grein á Vísi http://visir.is/article/20070720/FRETTIR01/70720058&SearchID=7328834937994
(5). Kristmannsdóttir, H, and Armannsson. H, 2003. ‘Environmental aspects of geothermal energy utilization.’ in Geothermics vol.32, p.451-461.
(6). Rybach, L, 2003. ‘Geothermal energy: sustainability and the environment.’ Geothermics. vol.32, p.463-470.
(7). VGK, Environmental Impact Assesment for Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf, blaðsíða 24.
 


mbl.is Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Samtökin þverbrjóta íslensk lög viku eftir viku.  Er það réttlætanlegt að þínu mati.  Ert þú fylgjandi því að lög séu brotin?  Þú hefur oft verið spurður að þessari spurningu en aldrei svarað.  Verð glæpasamtök aftur og aftur.  Hvað næst? 

Örvar Þór Kristjánsson, 26.7.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nei Örvar ég er ekki fylgjandi lögbrotum. Margbúinn að svara því. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.7.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Æ, ágæti nafni minn. Eins hlynntur og ég er málstaðnum, þá hef ég fullkomna skömm á svona hegðun. Hvers vegna að kalla skemmdarverk og skrílslæti mótmæli? Og hvers vegna að styðja þá sem gera ekkert annað en eyðileggja fyrir góðum málstað?

Hlynur Þór Magnússon, 26.7.2007 kl. 13:53

4 identicon

Margir hafa gagnrýnt þessa miklu umfjöllun á þeim forsendum að "Saving Iceland" eru eftir allt saman aðeins fjörtíu manns með skrílslæti. Fréttaumfjöllunin er að þeirra mati ekki í samræmi við fréttagildið og hvetur þau áfram í þessari vitleysu.

Fyrir mitt leiti meiga blöðin skrifa um það sem þau vilja, hvort sem það er Paris Hilton eða "Saving Iceland".

Ég held að þú mislesir ástandið allhressilega ef þú heldur að virkjanasinnar skjálfi á beinunum og vilji fyrir alla muni þagga niður í þessu fólki. Eins og andrúmsloftið er orðið núna myndi það þjóna markmiðum okkar betur ef þau héldu áfram í allt sumar, helst í samfelldri beinni útsendingu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 18:31

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Alltaf svolítið svag fyrir frasa úr blaðamennskunni: Ég er ósammála skoðunum þínum, en ég er tilbúin(n) að láta lífið til að þú getir látið þær í ljós.

Svolítið ýkt en ofsalega vel meint. Reyndar er ég sammála skoðununum í þessu tilfelli, set spurningarmerki við sumar aðferðirnar og alls ekki tilbúin að láta lífið, ekki einu sinni fyrir rétt annarra til að láta góðar eða vitlausar skoðanir í ljós, en samt, þessi hugsun er svolítið falleg. Svo veit maður auðvitað aldrei hvernig maður brygðist við ef raunverulega reyndi á að berjast fyrir skoðanafrelsi, mér skilst að ólíklegasta fólk fyllist allt í einu hugrekki við öfgafullar aðstæður.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.7.2007 kl. 18:58

6 Smámynd: Þorgeir Arnórsson

Það sem það er blogurum og fleiri ljóst er að þú ert einlægur rassakyssari Saving Iceland, þá vill ég fá svar við einu.

Nú skulum við taka álver út úr myndinni.

Það hefur komið fram að gagnaveitur eins og Microsoft og Google vilja setja upp hér á landi nota hvort um sig álíka mikla orku og álverið sem er að verða tilbúið á Reyðarfirði. 

Ertu tilbúinn að "fórna" þessum svæðum ef ofangreind fyrirtæki ættla að koma með starfsemi að þeirri stærðargráðu hingað til lands ?

Ef þú segir "já" þá tel ég að þig vera málefnamellu.

Af hverju, jú, náttúran skiptir þig einngu máli heldur hvaða fyrirtæki er að versla orkuna. Að koma með svona lélega afsökun eins og að hugsalegur hluti af framleiðslu álvera á íslandi fari í hergagnaframleislu. Þá ættu þú og skoðana systkini þín að athuga hvort fiskur sem veidur er við ísland og er fluttur óunnin til bretlands sé notaður til að fóðra breska hermenn sem annað hvort eru í Írak eða eru á leiðini þanngað. Ef svo er þá eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru að hjálpa til við stríðsreksturinn.

 Eins ætti brandarinn sem þessi skrílsklúbbur er, að fara og mótmæla fyrir framan Bílabúð Benna þar sem Benni er með umboðið fyrir HUMMER jeppana (þeir eru mikið notaðir af herjum heimsins)

Þorgeir Arnórsson, 26.7.2007 kl. 21:26

7 Smámynd: arnar valgeirsson

ósköp er þetta eitthvað leim málflutningur hjá þér þorgeir. eins og að segja að íslendingar séu að hjálpa breskum hermönnum í írak, nú eða á leiðinni þangað. við ættum semsagt að passa upp á að hermenn yfirleitt fái ekki íslenskan fisk. þeir gætu jú trillað yfir til austurlanda að drepa mann og annan með plokkfiskinn í maganum.

svo er jú alveg bara kurteisi að leyfa fólki að svara ef þú kemur með spurningu. sem þú svaraðir reyndar bara alveg sjálfur með tilheyrandi dúlleríi.

gott hjá þér hlynur að birta fréttatilkynningarnar, maður sér þær nú ekki út um allt. svo verð ég að segja að ég er svolítið þreyttur á blaðinu, þ.e.a.s. blaðið... en þau þar reyna voða mikið að vera fyndin á kostnað saving iceland. bæði í greinum og litlum klausum frá strjórnendum þar á bæ. léleg blaðamennska og aldeilis ekki hlutlaus.

gott að það skuli vera til fólk sem er tilbúið að mótmæla yfirgangi stórfyrirtækja og íslenskra yfirvalda svona þegar almenningur vill frekar liggja í sófanum yfir aðþrengdum eiginkonum eða fara í smáralindina á útsölur. hefur hvort sem er ekki beinlínis verið að virka að labba um miðbæinn með skilti og syngja - ha.

arnar valgeirsson, 26.7.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband