Leita í fréttum mbl.is

Rúmlega 17 þúsund Akureyringar

Akureyringur17000

Það er afar ánægjulegt að Akureyringar skuli loksins vera orðnir 17.000. Ég var síðast í gær að segja nokkrum þjóðverjum frá því að það byggju 16 þúsund manns á Akureyri en samt væri þar háskóli, listasafn og myndlistarskóli en færri veitingastaðir og við litla torgið hér í Austurhluta Berlínar sem við sátum á. Nú er semsagt hægt að uppfæra þessar upplýsingar. En hvað eru Íslendingar orðnir margir? Ég segi venjulega bara rúmlega 300.000. Þegar ég var að vinna í íslenska skálanum á EXPO 2000 í Hannover sagði maður alltaf 280.000 sem var ekki fjarri lagi en nú erum við sennilega orðin 215.000 eða hvað? Til hamingju Gabríel Óskar Dziubinski og til hamningu Ivona Dziubinska eð litla bróður og til hamingju Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska með drenginn fína.

ak.gabrielSvo er bara að vona að Akureyri verði barnvænni bær í framtíðinni og að Gabríel geti valið úr frábærum leikvöllum til að leika á en þar stenst Akureyri því miður engan samanburð. Og þegar hann og stóra systir fara að hjóla að þá verði komnir hjólastígar við allar götur og milli hverfa og að það verði ekki hættulegt að hjóla eins og nú er. Flott hjá Sigrúnu Björk bæjarstjóra að afhenda fjölskyldunni glæsilegan blómvönd og bókina „Barnið okkar“. Það er gott að koma aftur til bæjar þar sem fjölbreitt og gott fólk býr og gleðilegt að við séum orðin rúmlega 17 þúsund.

Hér eru umfjallanir staðarmiðlanna um 17.000 Akureyringinn:

Akureyri.net

Vikudagur.is 

N4.is 

Dagur.net

Akureyri.is 


mbl.is Akureyringar orðnir ríflega 17.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

man bara þegar hann Gummi.. æi man ekki hvers son, en allavega mikill skíðakappi og fæddur held ég ´66 eða ´67 varð akureyringur númer 10.000. fyrir semsagt 40 árum. hann fékk 10.000  kall frá bænum. þá var grísaból fyrir ofan rauða- og grænamýri. ekkert þar fyrir ofan nema Lón og kannski spennusöðin. skarðshlíð var útí sveit eiginlega. bærinn hefur stækkað um 200%. fólkinu fjölgað um 70%.

... gummi sigurjóns, ef ég man rétt.

arnar valgeirsson, 26.7.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já Arnar, og fékk hann svo ekki bílnúmerið A 10000? Bílunum hefur svo sennilega fjölgað um 1000% ! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.7.2007 kl. 06:50

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Frú Vigdís, fyrrverandi forseti, var eitt sinn í obinberri heimsókn í Kina og var spurð þeirrar spurningar af forseta Alþýðulýðveldisins, hvað íslendingar væru margir.  Hún svaraði stolt: 280 þúsund.  Þá spurði kínverski kollegi hennar á móti: Af hverju komuð þið ekki öll?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.7.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hlynur.

Þú ættir að benda þessum túristum á, að þið séuð líka hvað duglegastir allra Islendinga, að grenja út pening úr ríkissjóði.

Hvergi er eins dýrt að kenna hverjum nemenda en í HA, fyrir UTAN milljónatugina, sem fara í greiðslur úr sama sjóði vegna ferðalaga kennara frá Rvík að morgni og aftur til baka að kveldi.

ÞEtta eru um margt skynsamir menn og vilja því búa hér í Rvík og auðvitað helst, sem næst Vatnsmýrinni vestanverðri.

Svo er mér að öðru leiti ekkert í nöp við Akureyri annað en það, að bæjarstæðið er í raun vitlausu megin í firðinum.  Það er svo miklu miklu fallegri sýn á fjöllin vestanmegin í firðinum en á þennann háls sem er austanmegin.

Annars;  Til hamingju með áfangann og vona að aftur komi öðlingar eins og Baddi heitinn Jún og Gísli Jónsson kennari.  Hvorutveggja risar, hverjir á sínu sviði.  ÖÐlingar og góðmenni.

Miðbæjaríhaldið

Gat ekki bundist, að efla ríginn milli Rvíkur og Akureyrar

Bjarni Kjartansson, 27.7.2007 kl. 09:40

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er reyndar kolrangt hjá Bjarna að það sé dýrara að kenna nemendum við HA en annars staðar. Þetta var svo fyrstu árin en upp úr aldamótum breyttist það og HA fékk hlutfallslega lægst eða næstlægst framlög pr nema af háskólunum.

En hvað um það: Á árinu 2006 fækkaði á Akureyri um langt innan við 100 manns, reyndar um 400 það sem af er þessu ári, en enginn skilur þetta því að það er byggt þvílíkt af nýjum íbúðum. Og ekki fjölgar nemum við háskólann. Annaðhvort býr þar huldufólk eða önnur hver íbúð er að verða orlofsíbúð, annaðhvort ríkra einstaklinga eða félagasamtaka.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.7.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.