Leita í fréttum mbl.is

Tvinbíll frá Toyota og gasbílar frá Fiat minnst skaðlegir umhverfinu

toyota_1.531446Það er ef til vill einkennilegt að að tala um "græna bíla" eða "umhverfisvæna bíla" en gott hjá Svisslendingum og mbl.is að benda á lista yfir þá bíla sem hafa minnst umhverfisáhrif í akstri. 6000 bílar eru teknir fyrir og niðurstaðan er sú að tvinnbíllinn (gengur fyrir bensíni og rafmagni) Toyota Prius er sá minnst skaðlegi umhverfinu. Fast á hæla honum koma bílar sem knúnir eru gasi frá Fiat, Fiat Panda og Fiat Punto. Skásti díselbíllinn er VW Polo en hann lendir í 12. sæti. Á svarta listanum eru svo bílar sem íslendingar kannast vel við: Nissan Patrol, Ford Transit og fleiri díselhákar. Nú geta þeir sem neyðast til að aka um á bíl allavega valið skárri bíla en þassa jeppa sem ekkert gera annað en að taka of mikð pláss og menga allt of mikið. Góð auglýsing fyrir Toyota Prius og ætti að vera öðrum bílaframleiðendum hvatnig til að gera enn betur.

Greinin í Neue Züricher Zeitung 

Hér er svo tengill í töflu yfir skástu bílana og þá verstu.


mbl.is Prius grænasti bíllinn á lista Svisslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ford Transit er sendibíll. Eðlilega þurfa þeir nú að vera í stærri kantinum. Ég sé ekki iðnaðarmenn út um víða veröld ferðast um á Prius, Panda eða Punto með kústsköft og planka út um gluggann. Þannig að mér finnst nú alveg óþarfi að vera með skítkast út í hinn ágæta Transit.

Annars á ég eftir að sjá að þessir hybrid-bílar séu lausnin. Hvað verður t.d. um rafhlöðurnar þegar bílarnir eru ónýtir. Eins og allir vita hafa rafgeymar verið vandamál lengi. Maður spyr sig hvað verði um rafhlöðurnar úr þessum bílum sem eru margfalt stærri og þ.a.l. meira umhverfisspillandi. Svo er nú ekkert grín ef þeir bila. Það kostar víst aldrei undir 500.000 ef rafhlutinn úr þessum bílum klikkar. Það er spurning hvort að hinn almenni neytandi hafi efni á því. Að vísu eru það nánast einungis Hollywoodstjörnur sem hafa keypt Prius svo það er líklega ekki vandamál fyrir slíkt fólk. Hybrid-bílar eru nefnilega eins og er bílar ríka fólksins. Dýrir til kaups og herfilegar dýrir ef eitthvað bilar.

Ég er þeirrar skoðunar að vandamálið með bílana verði leyst með annarsskonar bruna. Þ.e. sem brennir ekki olíu eða bensíni heldur einhverju öðru sem mengar lítið eða ekkert. Við erum byrjuð að sjá vísinn af því hér á landi með vetnisvæðingunni.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Til viðbótar fyrir áhugasama bendi ég á síðu Orkuseturs www.orkusetur.is en þar er hægt að nálgast alls kyns reiknivélar fyrir útblástur bifreiða og mengunarstuðla.

LKS - hvunndagshetja, 28.7.2007 kl. 19:34

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvenar ætlar fólk að skilja það að til að aka bíl frá A til B þarf

vist magn af Kalorium (Jaul, Wöttum) þ.e.a. segja orku á hvert

kíló sem bíllin vegur og það er sama hvort hann er knúinn olíu,

besíni, metani eða etanóli (spíra) eru brenslu efnin sem koma

frá akstrinum þau sömu því allt eru þetta kolvetni sem brent er.

Svo kallaðir tvín bílar fá orkuna við að brenna kolvetnum svo það

er ekki stór munur þar á.

Leifur Þorsteinsson, 28.7.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sæll Hlynur, Ég hlakka til þegar innstunga verður við hvert heimili og bíllinn hleðst upp á nóttunni tilbúinn með fullan "tank" á leið í vinnuna.

Gangið á guðs vegum. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Heppilegra er að aka sem minnst og nota almenningssamgöngur en það er líka gott að bílarnir eyði sem minnstu. Prius lyktar ofurlítið af töfralausnahyggju en mér skilst líka að þetta sé afskaplega gott ökutæki. Við þurfum að koma upp lestarsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og svo smásaman um landið.

Skyldu þeir sem kalla þig umhverfisfasista líka telja það fasisma að hafa umferðarreglur, t.d. um hámarkshraða?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.7.2007 kl. 18:40

6 identicon

Sæll, Hlynur.

Ég er innilega sammála þessu - mér finnst mjög skrýtin umræðan um "umhverfisvæna" bíla sem síðan dæla mörgum tonnum af CO2 út í loftið árlega. Þessar kannanir virðast eingöngu taka til risanna í bílaframleiðslu en minnast hvergi á aðrar bíltegundir á markaðnum. Reyndar þekki ég ekki bílamarkaðinn í Sviss - kannski eru engir rafmagnsbílar (menga ekki neitt) á markaðnum þar.

Gunnar Páll - Það er í dag innstunga við langflest heimili og rafmagnsbílar þegar á markaðnum. Það eru bara engir rafmagnsbílar framleiddir af stóru framleiðendunum lengur. Fyrirtæki mitt selur rafmagnsbílinn Reva á Íslandi (sjá vefinn www.perlukafarinn.is/reva) og þar sem mér sýnist þú búa í Danmörku getur þú skroppið yfir til Noregs og keypt þér einn þar.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:57

7 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Góð ábending hjá þér Hlynur

Yfirleitt erum við Hlynur á öndverðum meiði t.d í stóriðjumálum en það bregður svo við að nokkuð góður samhljómur er milli okkar í nú.  

Það var s.s. viðbúið að ef einhver leyfir sér að tala um bíla landans og benda á hve mikið þeir eyða þá sé það eins og að kveikja í púðurtunnu.  Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að bílamenning okkar íslendinga sé komin út í tóma della af ýmsum ástæðum. Ég nefni þá áráttu að líta á bíla sem "status symbol" og það af fjöldanum. Fyrir mér er bíll eins og hvert annað heimilstæki sem maður kaupir til að hjálpa sér við að vinna ákveðin verk. Í dag eru slík tæki merkt A, B,C,... eftir því hver orkunýting þeirra er. Hlutfall heimilistækja í orkunýtingarflokki A hefur stóraukist á síðustu 3-5 árum og er það vel.  Hinsvegar virðist vera allt á teningnum varðandi bílaeign og stærð þeirra.  Keyrði sjálfur lengi um á Daihatsu Charade sem er eins og saumavél m.v. marga bíla.  Endurnýjaði þann bíl í vetur og fékk mér stærri og kraftmeiri bíl Nissan Almera og skil ekki sjálfur af hverju. Fer nú í vinnnuna á óþarflega stórum bíl, ætla að fá mér minni bíl næst. 

Gott framtak hjá Hlyn að benda á þennan lista. 

Kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 31.7.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband