Leita í fréttum mbl.is

Frábær umfjöllun um Ísland í GeoSaison

70050934_max

Flott hestamynd á forsíðunni á GeoSaison og skemmtilegt að athyglinni skuli beint að Vestfjörðunum sem hingað til hafa ekki verið hluti af aðal ferðamannaleiðinni. En vonandi er það að breytast og þjóðverjar munu flykkjast til Vestfjarða eftir þessa ítarlegu umfjöllun í GeoSaison. Ósnortin náttúra Vestfjarða á eftir að margfaldast í verðmæti í framtíðinni og vonandi verður ekki allt eyðilagt með risaolíuhreinsistöð. Hér er er fréttin af mbl.is:

Mikil umfjöllun er um Ísland í ágústhefti þýska ferðatímaritsins GeoSaison. Auk þess að prýða forsíðu blaðsins þekur umfjöllunin alls 30 blaðsíður í tímaritinu og er ljósmyndum af íslenskri náttúru gert hátt undir höfði.

Arthúr Björgvin Bollason, sem sér um kynningarmál fyrir Icelandair í Mið-Evrópu, segir að þótt greinar um Ísland séu algengar í ferðatímaritum sé mjög óvenjulegt að sjá svona stóra og ítarlega umfjöllun um landið eins og birt er í GeoSaison. "Við erum mjög ánægð með þetta. "Þetta er mjög öflugur miðill," segir hann.

GeoSaison er vel þekkt tímarit um ferðamál og selst í á annað hundrað þúsunda eintökum. Leikur enginn vafi á að umfjöllunin mun vekja mikla athygli, skv. upplýsingum Arthúrs Björgvins. "Það er óhætt að segja að Geosaison sé öflugasta tímaritið á þessu sviði. Það hafa stöku sinnum komið greinar um Ísland á undanförnum árum en aldrei neitt í líkingu við þetta."

Sérhæft miðlunarfyrirtæki sem leggur verðmat á auglýsingagildi greina af þessu tagi hefur metið umfjöllunina um Ísland í GeoSaison á um 450 þúsund evrur eða sem svarar til rúmlega 40 milljóna íslenskra króna."


mbl.is Þrjátíu blaðsíðna umfjöllun um Ísland birt í víðlesnu þýsku ferðatímariti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að fá svona umfjöllun

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.8.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "....og vonandi verður ekki allt eyðilagt með risaolíuhreinsistöð".

Er það svona sem þið sjáið málið? Að Vestfirðir verðir eyðilagðir með einni olíuhreinsistöð?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband