Leita í fréttum mbl.is

Endurbyggjum Hótel Akureyri

436647A Það er ekkert mál að endurbyggja Hótel Akureyri og rökin að það hafi staðið ónotað lengi duga ekki. Þeir sem best þekkja segja að vel megi endurbyggja húsið jafn glæsilega og París og Hamborg sem var ekki í góðu ásigkomulagi fyrir nokkrum árum en glansar nú sem perla.  "Bögglageymslan" hafði staðið ónýtt og í niðurníðslu í 30 ár en var gerð glæsilega upp og hýsir nú fallegan veitingastað Friðriks V. Það eru því engin rök að segja að húsið líti illa út í dag. Ég benti þessum niðurrifsmönnum á það fyrir tveimur árum að það væri mun betra að endurbyggja húsið og innrétta íbúðir á efri hæðunum og versalnir á jarðhæðinni eins og verið hefur. Svörin sem ég fékk voru að það væri ekki eins hagkvæmt og að rífa niður, byggja nýtt, miklu stærra steinhús sem fyllir út í byggingareitinn og bæta nokkrum hæðum ofan á! Auðvitað er það ekki eins hægkvæmt en einhver hámarksnýting er bara ekki alltaf það sem skiptir mestu máli. Hótel Akureyri er hluti af fallegri húsaröð eins og sést á mynd Skapta Hallgrímssonar, sem verður eyðilögð ef húsið verður rifið. Á öllum tillögunum sem fengu verðlaun í samkeppninni góðu "Akureyri í öndvegi" stendur húsið enda getur það orðið bæjarprýði á ný. Það er ekki of seint að forða stórslysi en þá verður að bregðast skjótt við. Hér er grein sem ég skrifaði í vor um endurbyggingu hússins. Nú fer ég og næ í Moggann og les um málið.
mbl.is Bíða eftir að Hótel Akureyri verði rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú munt væntanlega skaffa pening úr eigin vasa til að endurbyggja húsið er það ekki?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Bara að rífa þennan hel..... kofa og ætti að vera búið fyrir löngu.

Hilmar Guðmundsson, 4.9.2007 kl. 17:51

3 Smámynd: arnar valgeirsson

það er greinilegt að liðsmenn allra flokka lesa bloggið þitt hlynur... en auðvitað væri langflottast að endurgera húsið smekklega og leyfa miðbænum að halda í horfinu. nóg er nú nýtt í bænum, sem og í borginni.

sumir vilja alltaf planta nýju þar sem gamalt er fyrir, þó ekkert sé nema hagkvæmnissjónarmið, sem eru jú hagkvæm fyrir þá sem eiga hús eða reit. ekkert sérstaklega hagkvæmt fyrir hina...

horfum nú bara aðeins milli hótel borgar og reykjavíkurapóteks. ekki svo langt frá þinginu sko.

sennilega var það mjög hagkvæmt á sínum tíma, en fegurðin maður.. djísúss.

arnar valgeirsson, 4.9.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hærri bygging þýðir líkega meiri skuggi, meiri vindur færra fólk á ferli, er það hagkvæmt, ég bara spyr? Það gleymist oft að taka þarfir íbúanna með í hagkvæmisútreikninga. Áfram Hlynur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.9.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Þórdís tinna

Sæll vertu Hlynur .

   Langaði bara að þakka fyrir kveðjuna á síðunni minni -  það er mjög gaman að upplifa hversu sterkur þessi tölvuheimur getur verið. Nú verðum við að gefa þeim smá tíma til að vinna í þessum málum og halda þeim svo  við efnið .

  Ég held að þú og bróðir minn kannist við hvorn annann- hann er kallaður Steini Aðalsteins og er hafnfirðingur - getur ekki verið að þið hafið verið í Flensborg saman ? Varð að skjóta því að - alltaf svo gaman í þessu litla landi að finna tengingar í hverju horni.

  Bestu kveðjur frá Grænukinninni

Þórdís tinna, 5.9.2007 kl. 09:01

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þröstur, mönnum ber greinilega ekki saman um kostnaðinn við að endurbyggja. Þeir sem endurbyggðu gömlu húsin í göngugötunni segja það lítið mál og alls ekki kostnaðarsamt að endurbyggja húsið. Fagaðilar hafa skoðað efniviðinn í húsinu og segja hann í besta ástandi.

Gísli Freyr spyr Hlyn hvort hann muni borga brúsann við endurbyggingu hússin. Dæmigert fyrir Gísla. Ef ákveðið væri að endurbyggja húsið yrði það örugglega fjármagnað eftir þekktum leiðum á sama hátt og ef nýtt hús yrði bygg á staðnum. Ekki má gleyma því að húsið myndi hýsa fólk og fyrirtæki sem að sjálfsögðu þyrftu annaðhvort að kaupa sig inn í húsið eða leigja sér aðstöðu í því.

Skyndibitahugsunin er hér ríkjandi. Það er of mikið mál að endurbyggja gamalt hús, við græðum aðeins meira á steinkassa,verum því snögg að rífa og byggja nýtt, áður en einhver fattar að við höfum stútað einhverju merkilegu. 

Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 10:39

7 identicon

Pálmi: Dæmigert fyrir Gísla? Þetta er ekki óeðlileg spurning þegar menn eru að tala um að þeir vilji byggja eitthvað sem þeim finnst sjálfum fallegt. Það má vel vera að húsið sé fallegt og allt það. En er hægt að ætlast til þess að skattgreiðendur borgi alltaf brúsann?

Ef Hlynur vill að húsið sé lagað og ef hann telur það hagkvæmt, þá hlýtur hann að vilja fá fjárfesta í lið með sér sem trúa á sama verkefni. Ekki satt?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:57

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ekki ætlað sem móðgun Gísli -  þú ert ekkert að fela skoðanir þínar frekar en ég t.d. er óbeit mín á núverandi bandarískum stjórnarherrum öllum ljós og það er alveg dæmigert fyrir mig að vera á móti þeim sem vilja virkja hverja sprænu til þess eins að byggja málmbræðslur. Sem sagt ekki ætlað sem móðgun, þú hefur þínar skoðanir á málum sem ég virði sem slíkar.

Hver hefur sagt að skattgreiðendur eigi að borga brúsann  ..  og þó svo væri, er okkur ekki í mun að halda í menningarleg verðmæti þó ekki væri nema til þess að skila þeim til næstu kynslóða.  Er það sem sagt hugsunin þín Gísli að ef ekki finnist "fjárfestar" þá megi  menningarverðmæti fara veg allra veralda. 

Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 14:21

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir innleggin í umræðuna Pálmi, Þórdís Tinna, Krumma, Arnar og einnig Gísli (en varla Hilmar:) Ef ég ætti fúlgur fjár væri það eitt af mínum fyrstu verkum að fjárfesta í hafnarstræti 98 og gera húsið upp (og græða vel!) Ég er líka mjög bjartsýnn á að þeir seim eiga helling af peningum sjá sér hag í því að að gera húsið upp þó að enn meira megi græða á því að rífa það og byggja miklu stærra hús á þessari dýrmætu lóð. En sem betur fer er ekki lóðaskortur í miðbænum á Akureyri og það á að fara að byggja tugþúsundir fermetra af nýjum stórum steypukössum, sumum flottum en öðrum ekki alveg eins fallegum. Saga capítal, nýi bankinn er einmitt staðsettur í Gamla Barnaskólanum sem margir vildu setja jarðýturnar á og byggja hagkvæmara hús á þeim góða stað en sem betur fer sigraði skynsemin þar og í dag eru allir ánægðir með að húsið var ekki rifið. Annars vísa ég í nýja færslu um málið og fyrir þá sem ekki búa á stór-akureyrarsvæðinu á N4 á netinu þar sem vonandi kemur fljótlega inn fréttaþátturinn frá því í gær. Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 5.9.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.