Leita í fréttum mbl.is

iPhone lækkar um 33% í BNA

ipod_hero_touch_20070905Apple heldur áfram að vera í fararbroddi með MP3 spilarana (núna tala allir bara um iPod en MP3 er eiginlega dautt). Í gær voru kynntar nýjustu útgáfurnar og þeirra á meðal er iPod touch sem er nauðalíkur iPhone. Við sama tækifæri kynnti Steve Jobs að iPhone lækkaði úr 600 dollurum í 400. Það má líka vænta nýrri og enn betri iPhone á næstu vikum. Minni og flottari iPod nano með stórum skjá var einnig sýndur og fleira og fleira. Þetta dugði samt ekki til að hressa við kauphallargaurana og hlutabréf í Apple féllu í verði. Aldrei hægt að gera þessum náungum til geðs eða þeir eru bara seinir að átta sig. Hugi sonur minn fylgist með þessu öllu í beinni útsendingu í Makkanum sínum og segir mér svo fréttirnar með morgunmatnum af mikilli innlifun.

mbl.is Apple kynnir endurhannaðan iPod
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta er spennandi...en er það ekki dálítið undarlegt þegar maður fer að tala um "gamla góða geislaspilarann?"

Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Karl Tómasson

Æ, óttalegt pod er þetta í þér Hlynur minn.

Karl Tómasson, 7.9.2007 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.