Leita í fréttum mbl.is

Lesefni fyrir helgina

436920A Verst að missa af göngum í dag en við erum að fara vestur á Stykkishólm að skoða Vatnasafn Roni Horn og Stórvalsmyndirnar hennar. Ég fletti Blaðinu áðan og þessar hugmyndir um miðborg við Geirsnef eru skemmtilegar og einhver Manahattanfílingur í þeim. Trausti Valsson er líka snillingur og Sturla Snorrason hefur greinilega skoðað þróun borgarinnar. Það eru heldur ekki allir sem vilja aka í klukkutíma úr einhverju úthverfi á hverjum degi í vinnuna. Þetta þurfum við að skoða vandlega.

Tillögurnar sem kynntar voru um daginn um uppbyggingu Austurstrætis eru einnig glæsilegar og kominn tími til að sumir átta sig á því að það dugar ekki alltaf að rífa niður það sem er gamalt til að byggja steypuklumpa í staðinn. Það er skemmtileg grein eftir KGA í Mogganum í gær með spurningu handa bæjarstjórn Akureyrar sem verða vonandi til þess að sumir sjái kostina við að bjarga Hafnarstræti 98. Viðtalið við Hólmstein Snædal á N4 er einmitt komið á netið og hægt að horfa á það hér. Svo er greinin hans Árna Þórs í Blaðinu í morgun holl lesning fyrir Sam-fólkið. Sem sagt nóg að lesa.


mbl.is Nýr miðbær gæti losað stíflurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hafðu það gott í Stykkishólmi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er bráðsnjöll hugmynd.  Vert fyrir yfirvöld að skoða þessa hugmynd.  Lítið mál að færa hundaútvistarsvæðið.  En það er óþarfi að byggja mjög hátt svo það hindri sólargeisla í Grafarvoginn seinni part dags.

Marinó Már Marinósson, 8.9.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að skoða roni horn, við áttum nú ansi áhugaverðan tíma með henni hlynur minn í den

Ljós og knús til þín og þinna 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Annars er furðulegt að engum sjálfstæðum stórnmálamanni eða þeim sem kenna sig við framsókn (hvert?) hafi ekki dottið í hug að byggja álver í Reykjavík. Óvíða virðist jafnmikið af byggingabröskurum og þar sem vilja jafnvel troða heilu hótelunum inn í þröng húsasund þar sem áður voru byggðar sölubúðakríli kaupmanna á 19du öld.

Kannski að við íbúar höfuðborgarsvæðisins losnum loksins við þennan voðalega Reykjavíkurflugvöll að einhver álfustinn fái þá kostulegu hugmynd að þar mætti byggja eins og 500.000 tonna álver! Alveg viss er Mosi um að margir sjálfstæðir og framsóknarsinnaðir stjórnmálamenn myndu gjarnan vilja ljá máls á því og taka þá ákvörðun - með bros á vör! Og til að auðvelda alla aðdrætti mætti rífa flest húsin í Kvosinni, grafa skurð fyrir skipaumferð og útbúa hafnaraðstöðu í Tjörninni! Gömlu Tjörnina með Hljómskálagarðinum mætti húrra upp í Árbæ þar sem allt þetta einkis verða drasl brasksins væri betur geymt! Mikið myndu hlutabréfin í bænum hækka upp úr öllu valdi og allir hugsandi braskarar landsins í sjöunda himni. Næg vinna væri fyrir viðskiptajöfra að telja milljónirnar sem þeir græddu á degi hverjum og lögfræðingarnir sem settu fram bótakröfur fyrir umbjóðendur sína. Verst að fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eigi ekki smáspildu þar um slóðir sem hann gæti látið vini sína taka eignarnámi og fengið ótaldar milljónir fyrir hvern lófastóran blett!!

Annars er af nægu að taka: víða eru heilu hverfin sem eru að grotna niður, byggð af efnum og ástæðum hvers og eins á sínum tíma, stundum lítið afgangs umfram það sem kosta varð til að afla matar en ekki hefur alltaf verið jafngóð tækifæri fyrir landsmenn að hafa fyrir saltinu í grautinn. Nú mætti ryðja öllu þessu um koll og byggja stærri og hærri hús en sést hafa norðan Alpafjalla! En hver á að búa í öllum þessum húsum? Verður svo mikil íbúafjölgun í Bolungarvík að fólk verði n.k. útflutningsvara þaðan og á mölina fyrir sunnan?

Mosa datt þetta svona í hug - ekki er öll vitleysan eins - og það var tilgangurinn með þessu marklitla hjali.

Einu sinni var sagt að Reykjavík byrji í Bráðræði - og endi í Ráðaleysu. Það er allt önnur saga frá 19du öld. En ætli það megi ekki til sanns vegar færa?

Hlakka til að heyra þig aftur mæla úr þingsal. 

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.