Leita í fréttum mbl.is

Vinstri græn mæta vel undirbúin til þings

441778A Það er ánægjulegt að Vinstri græn mæta af krafti til þings og ætla að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu. Á heimasíðu VG er hægt að lesa langan lista af góðum málum sem verða lögð fram. Samfó ætti að geta greitt atkvæði með nokkrum þeirra eins og að koma í veg fyrir að Vatnalögin illræmdu verði að lögum þann 1. nóvember. Það er frábært að Vinstri græn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn koma fram með framfaramál eins og að hjúskaparlög muni gilda um öll pör, samkynhneigð sem gagnkynhneigð og að raforkulögum verði breytt þannig að orkuverð verði opinbert. Um friðlýsingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði og um gjaldfrjálsar tannlækningar. Þetta eru uppbyggileg mál sem vonandi verða samþykkt. Áfram svona!
mbl.is VG: Endurheimta þarf jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hlynur, svo langt sem ég man, sem eru nú nokkur ár, minnist ég ekki að hér hafi ríkt stöðugleiki nema í nokkra daga í senn og þá helst í veðrinu. Frost og stilla, en það var fyrir margt löngu. Nú er orðið tímabært að koma á stöðugleika í efnahags, umhverfis og ýmsum framfaramálum sem lúta þá að almenningi, ekki þotuliðinu.

Þórbergur Torfason, 1.10.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.