Leita í fréttum mbl.is

NATO fundur og krakkarnir sendi heim


Við erum að sóa helling af peningum í þetta hernaðarbandalag í stað þess að setja fjármagn í að hækka laun hjá umönnunarstéttum eins og Jón Bjarnason fulltrú VG í fjárlaganefnd benti réttilega á í þingræðu í morgun. Væri ekki nær að hækka laun leikskólakennara og starfsfólks sjúkrahúsa og dvalarheimila í stað þess að setja pening í hernað? Sem betur fer eru friðarsinnarnir í Samtökum hernaðarandsræðinga og ung vinstr græn að standa sig og mótmæla þessum NATO fundi. Svo eru skólabörn að missa af dans- og íþróttatímunum sínum af því að einhverjir borðalagðir herforingjar og þingmenn eru að plana eitthvað í Laugardalshöll. Geta þeir ekki bara skroppið tilí Afganistan? Á friðarfvefnum friður.is er hægt að lesa nánar um NATO fundinn.

Á mánudag munu SHA standa fyrir hádegisverðarfundi í tengslum við NATO-þingið. Nánari dagskrá og tilhögun verður kynnt síðar, en fundurinn verður haldinn í Litlu-Brekku í Bankastræti.

Ungliðahreyfing Vinstri grænna hefur sömuleiðis boðað táknrænar mótmælaaðgerðir við Laugardalshöll, fundarstað þingsins á laugardag. Ungliðarnir eru árrisulir og eru mótmælin boðuð kl. 8:00. Morgunhanar í hópi friðarsinna eru hvattir til að mæta, en dagskrá verður kynnt á heimasíðu UVG, www.vinstri.is

M__tm__li_3

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um komandi helgi. Íslendingar eru herlaus og friðelskandi þjóð, sem ekki á að taka að sér gestgjafahlutverk fyrir slíkar samkomur. Að þessu tilefni vilja SHA minna á eftirfarandi staðreyndir um hlutverk og eðli NATO:

* NATO er hernaðarbandalag sem hefur yfir að ráða gríðarlegum hernaðarmætti. NATO hefur ekki útilokað beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði.

* NATO hefur tekið þátt í árásarstríðum, s.s. á Balkanskaga. Um þessar mundir tekur bandalagið virkan þátt í hernámi Afganistan og hefur með aðgerðum sínum leitt til dauða fjölda saklausra borgara.

* Aðildarríki NATO eru ásamt Rússlandi langstærstu vopnaframleiðslulönd í heimi. Með vopnasölu sinni til stríðshrjáðra svæða bera þau ábyrgð á þjáningum fólks um víða veröld,

* NATO og einstök NATO-ríki hafa staðið gegn gerð og samþykkt fjölmargra afvopnunarsamninga á liðnum árum og áratugum, þar á meðal á sviði kjarnorkuafvopnunar.

* það er innbyggt í skipulag NATO að Bandaríkjamenn hafi með höndum hernaðarlega stjórn þess. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað notað NATO sem verkfæri eftir innrásir sínar, bæði í Afganistan og í Írak, undir yfirskini friðargæslu eða uppbyggingarstarfs.

* Ein af röksemdum Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, gegn tillögum um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum árið 2004 var að það samrýmdist ekki skuldbindingum Íslands gagnvart NATO.

* Hinar umdeildu áætlanir Bandaríkjanna um gagneldflaugakerfi eru gerðar með fullu samþykki NATO og eru í raun liður í áætlunum NATO. Þessar áætlanir eru taldar spilla mjög fyrir viðleitni til afvopnunar.

* Einstök aðildarríki NATO bera höfuðábyrgð á stríðinu í Írak sem kostað hefur hundruð þúsunda Íraka lífið og hrakið milljónir á flótta.

Um leið og Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fundarhöldum þessum, hvetja þau íslensk stjórnvöld til að taka upp sjálfstæða og friðsama utanríkisstefnu. Úrsögn úr NATO er rökrétt fyrsta skref í þá átt.


mbl.is Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla NATO fundi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

"NATO hefur tekið þátt í árásarstríðum, s.s. á Balkanskaga" tekur þú undir.

Á vef rúv segir: "... að hætta sé talin á að Serbar reyni enn og aftur að gera út um framtíð Kosovo með hervaldi en NATO hernum var beitt til að stöðva þjóðernishreinsanir þeirra í héraðinu árið 1999."

Þú segir að það hafi verið rangt af NATO að stöðva þjóðernishreinsanirnar og kallar það árásarstríð.

Þá skil ég þig þannig að þú styðjir þjóðernishreinsanir Serba.

Það þykir mér aumt af þér.

Júlíus Sigurþórsson, 4.10.2007 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það er einkennilegt að það sé mögulegt að ausa 1.500.000.000 - skrifa: einum og hálfum milljarði í að halda uppi hernaðarstússinu á Keflavíkurflugvelli og sjálfsagt víðar.

Við hefðum getað lagt þessa miklu fjármuni í heilbrigðiskerfið, bæta laun kennara og leikskólastarfsmanna, hjúkrunarfólks og fleiri stétta sem ekkert eru of vel launuð í samfélaginu.

Eftir því sem tímar líða þá má segja að hafi verið snilld hjá Glistrup hinum danska: að strika út allar fjárveitingar danska ríkisins til hernaðarmála fyrir utan 10 aura sem þá kostaði að borga eitt símtal: Vi giver op!

Vopnlausir Íslendingar hafa náð meiri árangri en þjóð sem hefur ofgnótt vopna!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2007 kl. 21:14

3 identicon

Vopnlausir Íslendingar hafa verið undir verndarvæng þjóða með gnótt vopna frá 1949.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

NATO hefur tekið þátt í fjölmörgum árásarstríðum og stuðlað að þjóðernishreinsunum. Ég fordæmi þjóðernishreinsanir Serba eins og allir friðarsinnar gera. Júlíus þú þarft ekki að gera mér skoðanir, það er út í hött en ef til vill í samræmi við málflutning NATO sinna. 

Takk fyrir góðar ábendingar Mosi. Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 4.10.2007 kl. 22:01

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Vopn"leysið" sem kom okkur þangað sem við erum, er í daglegu tali kallað Bandaríski her-, sjó- og flugherinn. Ku vera sá öflugasti í heimi. Við vorum, þar til fyrir skömmu, undir væng stærsta hers og dýrasta hers í heimi.

Það hefði verið sambærileg snilld og sú danska ef Bretar hefðu gert það 1939 að hringja og segja "vi giver op". Þá gengjum við öll í takt í dag og heilsuðumst með uppréttum hægri handlegg (þ.e.a.s. þau okkar sem hefðu lifað það af). 

Ef ekki hefði verið stofnað til NATO, þá væri okkar annað tungumál rússneska. NATO er mesta friðarstofnun sem stofnað hefur verið til á eftir Sameinuðu Þjóðunum, en ef hennar hefði ekki notið við frá 1949 til 1953 hefði Stalín ekki verið til friðs og hernumið restina af Evrópu.

Það er veruleikafirring á háu stigi að halda því fram að herleisi valdi frið og hafi gefið okkur eitthvað betra en öðrum. Við erum umkringd hervæddum þjóðum og vorum eins og ég sagði áður undir verndavæng Bandaríkjamanna og því er það rangt að segja að við höfum ekki notið herverndar. Þó að við höfum látið skattgreiðendur annarra ríkja borga verndina fyrir okkur af aumingjagóðmennskunni einni saman.

Júlíus Sigurþórsson, 4.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband