10.10.2007 | 06:35
Reykjavík verði borg friðarins
Til hamingju öll með friðarsúluna hennar Yoko Ono. Þetta er flott jafnvel héðan frá Berlín! Björn Bjarna (herforingi) hefur vonandi séð sóma sinn í að mæta ekki enda svo forhertum hernaðarsinna því miður sennilega ekki við bjargandi. Það var einnig einkennilegt að sjá slatta af fólki sem talaði fyrir innrás í Írak sitja þarna. En batnandi fólki er best að lifa. Það þarf hinsvegar að gera margt áður en Reykjavík verður friðarborg. Til dæmis að tilkynna herveldum heimsins að þau sé velkomin til borgarinnar en herskip og herþotur geti þau skilið eftir heima hjá sér. Hér er svo flott ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey:
Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömuleiðis fagna SHA vilja borgaryfirvalda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar.
Til að slík stefnumörkun sé trúverðug verður þó fleira að koma til. Eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem friðarborg er fráleitt að bjóða þangað hernaðarbandalögum til fundarhalda, þar sem lagt er á ráðin um
vígvæðingu og stríðsrekstur. Fundir á borð við þingmannaráðstefnu NATO geta ekki samrýmst stöðu Reykjavíkur sem friðarmiðstöðvar.
Á sama hátt er fráleitt að finna friðarsúlu af þessu tagi stað nokkur hundruð metra frá þeim stað í Sundahöfn þar sem stærstu og voldugustu herskip NATO liggja við bryggju á hverju sumri. Er ef til vill ætlunin að friðarsúlan í Viðey gegni hlutverki innsiglingarljóss fyrir herskip sem hingað koma?
SHA hvetja borgaryfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raunverulegt skref í átt til friðar og afvopnunar.
Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vefurinn | Breytt 11.10.2007 kl. 18:56 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 379730
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Segir viðræður við Evrópusambandið pólitíska lygi
- Guðlaugur gaf Jóhanni nokkur frumvörp
- Landskjörstjórn skilar af sér eftir áramót
- Afhenti hjálparsamtökum 500 gjafakort
- Konfekt, þrjú börn, kall og hundur
- Fyrsti fundurinn á Þorláksmessu
- Staða Helga ekki háð duttlungum Sigríðar
- Hagræðingarmál eru í fyrsta sæti
- Lífið og listin í klaustri systranna
- Nú get ég um frjálst höfuð strokið
Erlent
- Segjast hafa varað þýsk yfirvöld við
- Segir að verið sé að svindla á Bandaríkjunum
- Fjórir létust er þyrla flaug utan í sjúkrahús
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
Fólk
- Óvæntar vísbendingar kynda undir sambandsorðróma
- Við vorum grimmdin
- Geggjaðar og gallaðar í senn
- Amma tramma skítaramma
- Aldrei hefði ég ímyndað mér að þetta myndi enda svona
- Meira kynlíf hjá mér
- Aron Can ófeiminn og fór úr að ofan
- 2025 verður mitt ár!
- Eins og tyggjóklessa á sálinni
- Fyrrverandi eiginkonan enn sár
Viðskipti
- Hið ljúfa líf: Í stríði og friði skal það freyða best
- ESB mun hjálpa evrópsku bílarisunum
- Evrukrísan en með öfugum formerkjum
- Vill aukna umræðu um fjárfestingar
- Svipmynd: Vill lækka opinber útgjöld
- Stefnur Trumps togist á sitt í hvora áttina
- Fréttaskýring: Frelsishetjan sem beðið var eftir
- Helmingur sprota frá landsbyggðinni
- Breytingar hafa verulegan kostnað í för með sér
- Samruni Marel og JBT samþykktur af hluthöfum
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Hvað hefur þú á móti herskipum Hlynur Hallsson? Á næst að reyna að banna varðskipum Landhelgisgæslunnar að leggja að bryggju í Reykjavík?
Svona allsvakaleg hræðsla við þá sem halda uppi lögum og reglu og tryggja fullveldi og sjálfstæði Íslands hlýtur að benda til einhverra drungalegra fyrirætlana.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 06:56
...fólki sem talaði fyrir innrás í Íran...
Ekki er mér kunnugt um að það hafi verið ráðist inn í Íran síðan 1980.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 07:16
Mér finnst súlan flott á tvenna vegu, bæði sem sjálfstætt listaverk, og svo ekki síður vegna þess sem hún stendur fyrir.
En ég er sammála þér einu sinni sem oftar. Reykjavík þarf að standa undir því að vera friðarborg, ekki bara í orði heldur verki.
Helv... magnaðir pistlar hjá þér alltaf
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.10.2007 kl. 09:50
Ég myndi segja að Landhelgisgæslan sé meira í ætt við lögreglu en her, Pétur. Hún fylgist með landhelginni en ræðst ekki á aðra að fyrra bragði.
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.10.2007 kl. 10:11
Er her sumsé stofnun sem gerir árásir að fyrra bragði? Er sænski herinn þá lögregla?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 03:05
Þuríður, mér finnst þú afa afar furðulega skoðun á því hver munurinn á her og lögreglu er. Sérstaklega þar sem þú virðist stunda ofbeldisíþróttina Ju jitsu. (Já, ég leit aðeins á síðuna þína)
Er þar mönnum kennt að þeir eigi að ráðast á fólk af fyrra bragði? Eða er Ju jitsu bara til eftirlits?
Síðast þegar ég vissi, þá eru menn að kenna ofbeldisíþróttir til þess að menn geti varið sig, en ekki til að beita aðra ofbeldi af fyrra bragði. Landvarnir hafa sama hlutverk í öllum lýðræðisríkjum sem bera virðingu fyrir grundvallarmannréttindum.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 04:47
Pistill Hlyns er, að öðru fráskildu, ljót árás á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann er hér kallaður "herforingi" og "forhertur hernaðarsinni" og sú mannorðsárás meira að segja endurbirt á bls. 10 í Mbl. í dag, sem er í raun ótrúlegt. Björn er trúlega "hernaðarsinni" í augum Hlyns vegna stuðnings síns við Atlantshafsbandalagið, sem hefur þó tryggt frið á sínu svæði í Evrópu í 58 ár (minnizt þess, að milli heimsstyrjaldanna var aðeins 21 ár). Atlantshafsbandalagið er friðarbandalag og Björn Bjarnason að mínu mati raunhæfari friðarsinni en allir samanlagðir hernaðarspekúlantar Vinstrigrænna.
Að Björn vilji tryggja varnir Íslands, m.a. með því að efla lögreglu og landhelgisgæzlu og auka samstarf við Evrópuþjóðir um varnareftirlit, er sprottið af þeirri sömu ábyrgðarkennd, sem ýtti við Jóni Sigurðssyni forseta að leggja til, að hér yrði komið upp varnarliði bænda til að verja landið gegn skyndiárásum. En Morgunblaðið ætti að biðjast afsökunar á því að endurbirta þessar grófu ásakanir Hlyns á fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Björn Bjarnason.
Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 11:03
Er það, eridda flott? ég veeiiiitða ekki...
Gunnhildur Hauksdóttir, 11.10.2007 kl. 11:35
Elliði, þetta var mannorðsárás ("forhertur hernaðarsinni") og ekki til að flagga henni. Ég hélt að Mogginn bæri meiri virðinu fyrir sjálfum sér en svo.
Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 11:46
Hva er hér mættir ritskoðari á síðuna mína og krefst þess að hinir og þessir biðjist afsökunar? Ég frabið mér svona ristkoðunarleppa. Jón Valur getur skrifað það sem hann vill mín vegna á sína síðu en þarf ekki endilega að hella úr skálum reiði sinnar einnig hér á minni. Bestu kveðjur frá München,
Hlynur Hallsson, 11.10.2007 kl. 13:24
Hvers "leppur" á ég að vera, Hlynur? Þarftu að bæta gráu ofan á svart með dylgjum? Gaztu ekki frekar tekið efnislega afstöðu til þess, sem ég sagði? Eða hvar var rökstuðningur þinn fyrir því, að Björn væri "forhertur hernaðarsinni"? Með því byrjaðir þú stríðsglamm á þessari meintu friðarsíðu, væni minn.
Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 17:24
Kannast einhver við textann: "Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða..."? Ég veit ekki hvers leppur þú ert Jón Valur og í sannleika sagt er mér slétt sama. En talandi um spurningar og svör sýnist mér þú sjálfur ekki vera alveg nógu duglegur að svara spurningum sem til dæmis Elliði beinir til þín:) Orðið "Stríðsglamm" kannast ég reyndar ekki við (og oðabókin ekki heldur) en skal reyna að svara þér um hvað ég á við með því að segja Björn Bjarnason forhertann hernaðarsinna. Björn hefur mikinn áhuga á hermennsku og studdi manna dyggastur innrásina í Írak ásamt öllum hinum sjálfstæðismönnunum. Hann leyfir hér tilgangslausar heræfingar og vill að Ísland taki meiri þátt í hernaðarbandalaginu NATO og svo mætti lengi telja. Ég hélt reyndar að þetta þyrfti ekki að útskýra frekar svo augljóst er það. Annars hef ég margt annað betra að gera en að svara eða eiga í einhverju karpi við þig Jón Valur. Og lýkur þar með þessu bréfi. Bestu kveðjur
Hlynur Hallsson, 11.10.2007 kl. 19:17
"Hann leyfir hér tilgangslausar heræfingar," segirðu, en hefur þar ekkert á að byggja nema þína eigin fordóma gegn æfingum í varnarviðbrögðum. Sýnist þér á heræfingum og herflugi Rússa hér við land, að ástæða sé til þess fyrir herlausa þjóð að vera hér gersamlega andvaralaus? Eru Norðmenn áhyggjulausir yfir því sama? Eru Finnar að hætta með sinn 330 eða 350 þúsund manna her? Hafa þeir ekki þvert á móti áhyggjur af sínum stóra nágranna og nýjustu uppátækjum hans? Hvers vegna líturðu ekki til hinna Norðurlandanna, heldurðu að ráðamenn þar séu svo miklir "hernaðarsinnar"? Er þetta ekki einfaldlega klisja í munni ykkar Vinstrigrænna, ofspiluð plata? Reynið frekar að sjá það og skilja, að varnarsinnum er engu síður annt um þessa þjóð en ykkur hinum -- þeir vilja ekki hervarnir af því að þeir vilji hernað (= séu "hernaðarsinnar", hvað þá "forhertir hernaðarsinnar"), heldur af því að þeir vilja tryggja þjóðinni frið um sína daga.
NATO hefur aldrei farið með "hernaði" gegn öðrum þjóðum nema til bjargar lítilmagnanum. Við eigum að axla ábyrgð þar eins og aðrar bræðraþjóðir. En þú ert sennilega hlynntari Talibönum en Atlantshafsbandalaginu (leiðréttu mig, fari ég með rangt mál).
Ég ætlast ekki til (og býst sízt við því), að þú biðjist afsökunar á neinu. Ógrundaðar leppsdylgjur þínar gera ekki lítið úr neinum nema sjálfum þér.
PS. Ég hef engan áhuga á þeirri spurningu Elliða sem var gersamlega út fyrir efnið kl. 14:36, en svaraði hins vegar annarri spurningu hans kl. 11:32.
PPS. Þú reyndir að kenna mér móðurmálið, en 'glamm' er orð sem tilheyrir íslenzkum orðaforða, er t.d. í Ísl.-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (Rv. 1920-24, s. 256) í þrenns konar meginmerkingu (m.a. = 'hávaði' eins og í mínu orði) og er t.d. til í samsetningunum 'vopnaglamm', 'hófaglamm', hundaglamm', 'áraglamm' og einnig sem eitt og sér 'glamm'.
Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 20:57
Jú, gersamlega. Þú reyndir að eyða umræðunni með því að benda á eitthvað allt annað og óskylt mál. Við erum að ræða hér stríðs-, friðar- og varnarmál.
Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 21:59
Það, sem mestu skiptir í umræðunni, er ekki mín eðlilega hneykslun á því, að Mogginn birti þetta, né heldur að ég svari frýjunarorðum Elliða, heldur aðkallandi umfjöllun um nauðsynlegar varnir okkar Íslendinga rétt eins og annarra þjóða. Þar um á Hlynur eftir að svara ýmsu í orðum mínum kl.11:03 (einkum þessu: "Að Björn vilji tryggja varnir Íslands, m.a. með því að efla lögreglu og landhelgisgæzlu og auka samstarf við Evrópuþjóðir um varnareftirlit, er sprottið af þeirri sömu ábyrgðarkennd, sem ýtti við Jóni Sigurðssyni forseta að leggja til, að hér yrði komið upp varnarliði bænda til að verja landið gegn skyndiárásum") og enn frekar 1. (stóru) klausunni í innleggi mínu kl. 20:57. En ef vefsíðuritarinn leggur ekki í að svara þessu, býð ég góða nótt.
Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.