Leita í fréttum mbl.is

Reykjavík verði borg friðarins

big-FriarljsiVieyjpgTil hamingju öll með friðarsúluna hennar Yoko Ono. Þetta er flott jafnvel héðan frá Berlín! Björn Bjarna (herforingi) hefur vonandi séð sóma sinn í að mæta ekki enda svo  forhertum hernaðarsinna því miður sennilega ekki við bjargandi. Það var einnig einkennilegt að sjá slatta af fólki sem talaði fyrir innrás í Írak sitja þarna. En batnandi fólki er best að lifa. Það þarf hinsvegar að gera margt áður en Reykjavík verður friðarborg. 437264ATil dæmis að tilkynna herveldum heimsins að þau sé velkomin til borgarinnar en herskip og herþotur geti þau skilið eftir heima hjá sér. Hér er svo flott ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey:

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömuleiðis fagna SHA vilja borgaryfirvalda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar.

Til að slík stefnumörkun sé trúverðug verður þó fleira að koma til. Eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem friðarborg er fráleitt að bjóða þangað hernaðarbandalögum til fundarhalda, þar sem lagt er á ráðin um
 vígvæðingu og stríðsrekstur. Fundir á borð við þingmannaráðstefnu NATO geta ekki samrýmst stöðu Reykjavíkur sem friðarmiðstöðvar.

Á sama hátt er fráleitt að finna friðarsúlu af þessu tagi stað nokkur hundruð metra frá þeim stað í Sundahöfn þar sem stærstu og voldugustu herskip NATO liggja við bryggju á hverju sumri. Er ef til vill ætlunin að friðarsúlan í Viðey gegni hlutverki innsiglingarljóss fyrir herskip sem hingað koma?

SHA hvetja borgaryfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raunverulegt skref í átt til friðar og afvopnunar.


mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur þú á móti herskipum Hlynur Hallsson? Á næst að reyna að banna varðskipum Landhelgisgæslunnar að leggja að bryggju í Reykjavík?

Svona allsvakaleg hræðsla við þá sem halda uppi lögum og reglu og tryggja fullveldi og sjálfstæði Íslands hlýtur að benda til einhverra drungalegra fyrirætlana.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 06:56

2 identicon

...fólki sem talaði fyrir innrás í Íran...

Ekki er mér kunnugt um að það hafi verið ráðist inn í Íran síðan 1980.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 07:16

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér finnst súlan flott á tvenna vegu, bæði sem sjálfstætt listaverk, og svo ekki síður vegna þess sem hún stendur fyrir. 

En ég er sammála þér einu sinni sem oftar.  Reykjavík þarf að standa undir því að vera friðarborg, ekki bara í orði heldur verki.

Helv... magnaðir pistlar hjá þér alltaf

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.10.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég myndi segja að Landhelgisgæslan sé meira í ætt við lögreglu en her, Pétur. Hún fylgist með landhelginni en ræðst ekki á aðra að fyrra bragði.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 10.10.2007 kl. 10:11

5 identicon

Er her sumsé stofnun sem gerir árásir að fyrra bragði? Er sænski herinn þá lögregla?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 03:05

6 identicon

Þuríður, mér finnst þú afa afar furðulega skoðun á því hver munurinn á her og lögreglu er. Sérstaklega þar sem þú virðist stunda ofbeldisíþróttina Ju jitsu. (Já, ég leit aðeins á síðuna þína)

Er þar mönnum kennt að þeir eigi að ráðast á fólk af fyrra bragði? Eða er Ju jitsu bara til eftirlits?

Síðast þegar ég vissi, þá eru menn að kenna ofbeldisíþróttir til þess að menn geti varið sig, en ekki til að beita aðra ofbeldi af fyrra bragði. Landvarnir hafa sama hlutverk í öllum lýðræðisríkjum sem bera virðingu fyrir grundvallarmannréttindum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 04:47

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pistill Hlyns er, að öðru fráskildu, ljót árás á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann er hér kallaður "herforingi" og "forhertur hernaðarsinni" og sú mannorðsárás meira að segja endurbirt á bls. 10 í Mbl. í dag, sem er í raun ótrúlegt. Björn er trúlega "hernaðarsinni" í augum Hlyns vegna stuðnings síns við Atlantshafsbandalagið, sem hefur þó tryggt frið á sínu svæði í Evrópu í 58 ár (minnizt þess, að milli heimsstyrjaldanna var aðeins 21 ár). Atlantshafsbandalagið er friðarbandalag og Björn Bjarnason að mínu mati raunhæfari friðarsinni en allir samanlagðir hernaðarspekúlantar Vinstrigrænna.

Að Björn vilji tryggja varnir Íslands, m.a. með því að efla lögreglu og landhelgisgæzlu og auka samstarf við Evrópuþjóðir um varnareftirlit, er sprottið af þeirri sömu ábyrgðarkennd, sem ýtti við Jóni Sigurðssyni forseta að leggja til, að hér yrði komið upp varnarliði bænda til að verja landið gegn skyndiárásum. En Morgunblaðið ætti að biðjast afsökunar á því að endurbirta þessar grófu ásakanir Hlyns á fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Björn Bjarnason.

Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 11:03

8 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Er það, eridda flott? ég veeiiiitða ekki...

Gunnhildur Hauksdóttir, 11.10.2007 kl. 11:35

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Elliði, þetta var mannorðsárás ("forhertur hernaðarsinni") og ekki til að flagga henni. Ég hélt að Mogginn bæri meiri virðinu fyrir sjálfum sér en svo.

Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 11:46

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hva er hér mættir ritskoðari á síðuna mína og krefst þess að hinir og þessir biðjist afsökunar? Ég frabið mér svona ristkoðunarleppa. Jón Valur getur skrifað það sem hann vill mín vegna á sína síðu en þarf ekki endilega að hella úr skálum reiði sinnar einnig hér á minni. Bestu kveðjur frá München,

Hlynur Hallsson, 11.10.2007 kl. 13:24

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvers "leppur" á ég að vera, Hlynur? Þarftu að bæta gráu ofan á svart með dylgjum? Gaztu ekki frekar tekið efnislega afstöðu til þess, sem ég sagði? Eða hvar var rökstuðningur þinn fyrir því, að Björn væri "forhertur hernaðarsinni"? Með því byrjaðir þú stríðsglamm á þessari meintu friðarsíðu, væni minn.

Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 17:24

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kannast einhver við textann: "Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða..."? Ég veit ekki hvers leppur þú ert Jón Valur og í sannleika sagt er mér slétt sama. En talandi um spurningar og svör sýnist mér þú sjálfur ekki vera alveg nógu duglegur að svara spurningum sem til dæmis Elliði beinir til þín:) Orðið "Stríðsglamm" kannast ég reyndar ekki við (og oðabókin ekki heldur) en skal reyna að svara þér um hvað ég á við með því að segja Björn Bjarnason forhertann hernaðarsinna. Björn hefur mikinn áhuga á hermennsku og studdi manna dyggastur innrásina í Írak ásamt öllum hinum sjálfstæðismönnunum. Hann leyfir hér tilgangslausar heræfingar og vill að Ísland taki meiri þátt í hernaðarbandalaginu NATO og svo mætti lengi telja. Ég hélt reyndar að þetta þyrfti ekki að útskýra frekar svo augljóst er það. Annars hef ég margt annað betra að gera en að svara eða eiga í einhverju karpi við þig Jón Valur. Og lýkur þar með þessu bréfi. Bestu kveðjur

Hlynur Hallsson, 11.10.2007 kl. 19:17

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hann leyfir hér tilgangslausar heræfingar," segirðu, en hefur þar ekkert á að byggja nema þína eigin fordóma gegn æfingum í varnarviðbrögðum. Sýnist þér á heræfingum og herflugi Rússa hér við land, að ástæða sé til þess fyrir herlausa þjóð að vera hér gersamlega andvaralaus? Eru Norðmenn áhyggjulausir yfir því sama? Eru Finnar að hætta með sinn 330 eða 350 þúsund manna her? Hafa þeir ekki þvert á móti áhyggjur af sínum stóra nágranna og nýjustu uppátækjum hans? Hvers vegna líturðu ekki til hinna Norðurlandanna, heldurðu að ráðamenn þar séu svo miklir "hernaðarsinnar"? Er þetta ekki einfaldlega klisja í munni ykkar Vinstrigrænna, ofspiluð plata? Reynið frekar að sjá það og skilja, að varnarsinnum er engu síður annt um þessa þjóð en ykkur hinum -- þeir vilja ekki hervarnir af því að þeir vilji hernað (= séu "hernaðarsinnar", hvað þá "forhertir hernaðarsinnar"), heldur af því að þeir vilja tryggja þjóðinni frið um sína daga.

NATO hefur aldrei farið með "hernaði" gegn öðrum þjóðum nema til bjargar lítilmagnanum. Við eigum að axla ábyrgð þar eins og aðrar bræðraþjóðir. En þú ert sennilega hlynntari Talibönum en Atlantshafsbandalaginu (leiðréttu mig, fari ég með rangt mál).

Ég ætlast ekki til (og býst sízt við því), að þú biðjist afsökunar á neinu. Ógrundaðar leppsdylgjur þínar gera ekki lítið úr neinum nema sjálfum þér.

PS. Ég hef engan áhuga á þeirri spurningu Elliða sem var gersamlega út fyrir efnið kl. 14:36, en svaraði hins vegar annarri spurningu hans kl. 11:32.

PPS. Þú reyndir að kenna mér móðurmálið, en 'glamm' er orð sem tilheyrir íslenzkum orðaforða, er t.d. í Ísl.-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (Rv. 1920-24, s. 256) í þrenns konar meginmerkingu (m.a. = 'hávaði' eins og í mínu orði) og er t.d. til í samsetningunum 'vopnaglamm', 'hófaglamm', hundaglamm', 'áraglamm' og einnig sem eitt og sér 'glamm'.

Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 20:57

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, gersamlega. Þú reyndir að eyða umræðunni með því að benda á eitthvað allt annað og óskylt mál. Við erum að ræða hér stríðs-, friðar- og varnarmál.

Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 21:59

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það, sem mestu skiptir í umræðunni, er ekki mín eðlilega hneykslun á því, að Mogginn birti þetta, né heldur að ég svari frýjunarorðum Elliða, heldur aðkallandi umfjöllun um nauðsynlegar varnir okkar Íslendinga rétt eins og annarra þjóða. Þar um á Hlynur eftir að svara ýmsu í orðum mínum kl.11:03 (einkum þessu: "Að Björn vilji tryggja varnir Íslands, m.a. með því að efla lögreglu og landhelgisgæzlu og auka samstarf við Evrópuþjóðir um varnareftirlit, er sprottið af þeirri sömu ábyrgðarkennd, sem ýtti við Jóni Sigurðssyni forseta að leggja til, að hér yrði komið upp varnarliði bænda til að verja landið gegn skyndiárásum") og enn frekar 1. (stóru) klausunni í innleggi mínu kl. 20:57. En ef vefsíðuritarinn leggur ekki í að svara þessu, býð ég góða nótt.

Jón Valur Jensson, 11.10.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband