Leita í fréttum mbl.is

Minning um Birgi Andrésson myndlistarmann

birgirandresson

Það voru sorgarfréttir sem bárust í gær að Birgir Andrésson myndlistarmaður hefði látist aðeins 52 ára. Ég kynntist Bigga þegar hann kenndi okkur í MHÍ fyrir mörgum árum og upp frá því höfðum við samband. Hann kom til okkar í Hannover og sýndi í stofunni frábær textaverk. Hann var einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum, skemmtilegur og indæll og skapandi maður sem gat endalaust sagt sögur. Biggi kom norður til að setja upp verkin sín í Listasafninu á Akureyri fyrir Sjónlistaverðlaunin og það lá vel á honum. Fjölbreytt verk hans hafa haft áhrif á marga og tenging verkanna við íslenskan veruleika er einstök. Sýn hans á hlutina var spennandi, nýstárleg og ávalt framsækin. Við höfum misst einn okkar besta myndlistarmann. Ég votta föður Birgis, syni, sonarsyni, unnustu og öðrum aðstandendum samúð mína.

Spessi tók þessa ljómandi mynd af Bigga.
Hér eru nokkrir tenglar:
Frétt af mbl.is
i8
cia.is
Listasafnið á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

tek undir samúðarkveðjur þínar til aðstandenda, Hlynur. gríðarlega flottur listamaður og karakter. mikill missir.

arnar valgeirsson, 26.10.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll félagi. mikill missir af þessum einstaka listamanni. Bendi á stutt skrif mín um Birgi.

Kveðja,

Sveinn Hjörtur , 26.10.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Tek undir hvert orð hér. Kynntist Birgi vel þegar hann vann við auglýsingahönnun fyrir aldarfjórðungi og hann er með eftirminnilegri og skemmtilegri karakterum sem ég hefi þekkt á lífsleiðinni. Blessuð sé minning hans.

Bjarni Harðarson, 27.10.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já mikið er þetta leiðinlegt hlynur, ég man líka eftir honum fyrst frá MHI.er með í að senda samúðarkveðjur og Ljós til aðstandenda

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband