31.10.2007 | 10:29
Lífrænt: Hollara og betra á bragðið
Það er fullkomlega rökrétt að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti. Það eru ekki notuð eiturefni við framleiðsluna, tilbúinn áburður og þessháttar. Þessar niðurstöður eru samkvæmt umfangsmikilli rannsókn sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Mbl.is hefur þetta eftir BBC. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum. "Niðurstöðurnar stangast á við núverandi stefnu breska Matvælaeftirlitsins (Food Standards Agency), sem kveður á um að engar vísbendingar séu um að lífrænt ræktað grænmeti sé hollara en annað." Vonandi verður þetta til þess að enn meiri áhersla verði lögð á lífræna ræktun í framtíðinni.
Það skiptir einnig miklu máli að ávextir og grænmeti sem er ræktað á lífrænan hátt er miklu betra á bragðið en hefðbundið dót. Gulræturnar frá Akurseli er til dæmis lostæti og ekkert svo mikið dýrari en aðrar gulrætur og þegar maður hefur smakkað þessar lífrænt ræktuðu gulrætur vill maður helst ekki aðrar. Það sama gildir um jógúrt frá Biobú. Dollan kostar bara 62 krónur í Bónus og þetta jógúrt er bara miklu betra en jógúrtið frá MS.
Lífrænt ræktað grænmeti er hollara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:31 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Magnús Már er Mosfellingur ársins
- Efast um eitt frægasta morðmál Íslands
- Unglingar í Varmahlíð endurvekja 20 ára fatatísku
- Aldrei verið svona hrædd
- Unnsteinn Manuel hlýtur Bjartsýnisverðlaunin
- Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina
- Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal
- Borgarráð samþykkti ráðningu Steins
- 25 stiga frost á Þingvöllum
- Pyntuðu mann í tvo tíma í Vatnagörðum
Erlent
- Kom úr felum og var handtekin
- Líklega dýrustu gróðureldar í sögu Bandaríkjanna
- Hvetur Evrópu til að halda kúlinu gagnvart Trump
- Þremur milljónum skráninga lekið
- Ríkisstjórn Trumps virðist ekki átta sig á málinu
- Vongóð um að loks taki að lægja í LA
- Eldarnir í LA: Fólk er dofið
- Fimm forsetar samankomnir í útför Carters
- Danskir ráðamenn funda vegna ummæla Trumps
- Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
en dásamlegt að heyra að þetta sé á mannsæmandi verði. Mér finnst alltaf svo hræðilega sorglegt að allt sem er hollt og gott og umhverfisvænt sé rándýrt einsog munaðarvara á meðan kók td og alskyns eitur er á allra færi á landi ísa.
Gunnhildur Hauksdóttir, 31.10.2007 kl. 12:40
Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart, er búin að vita þetta lengi þó ég hafi ekki séð neinar kannanir fyrr til að styðja það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:24
Ég er alveg innilega sammála þér, en finn svo sem á pyngjunni að ég vel lífrænan mat fram yfir annan. Annars hefur úrval í íslenskum verslunum farið mjög batnandi undanfarið og í gær fann ég meira að segja lífræna þistil-olíu í krónunni. Þá varð mín glöð!
Anna Karlsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:27
Mér hefur alltaf þótt dálæti vinstrisinna á lífrænum matvörum skoplegt. Ástæðan er sú að þú gætir ekki fætt helming mannkyns á lífrænum matvörum þar sem uppskera per hektara er mun minn. Ef allir íbúar þróuðu landana færu að borða lífrænt þá er ég hræddur um að það yrði lítið eftir handa hinum.
Borðið þetta sjálf ef þið viljið en í guðanna bænum ekki beita ykkur fyrir neyslustýringu í þágu lífrænt ræktaðra matvæla.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:58
Takk fyrir ljómandi athugasemdir Gunnhildur, Gréta og Anna. Skrítin þessi neikvæðni í hægra liðinu, það hefur enginn verið að tala um neyslustýringu, kaupið bara ykkar verksmiðjuframleidda drasl áfram og hættið að nöldra í okkur hinum :)
Fullyrðing Hans um að ekki væri hægt að fæða mannkynið á lífrænum matvörum er algerlega röng. Ný bandarísk samantekt byggð á hátt á annað hundrað rannsókna á þessu sviði víða um heim bendir til þess að hægt sé að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa með því að skipta alfarið yfir í lífræna ræktun. Sjá þessa frétt: Lífræn ræktun getur fullnægt fæðuþörf heimsins
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 31.10.2007 kl. 19:33
Þessi tengill er ekki á niðurstöður hópsins sem stóð að samantektinni heldur á fréttatilkynningu Bio-Bú (hagsmunasamtaka ræktenda lífrænna matvæla).
Ég veit ekki með þig en það þarf örlítið meira en fréttatilkynningu hagsmunaðila um samantekt ónefndra aðila (það kemur bara fram að þeir eru bandarískir) til þess að sannfæra mig um svo nýstárlega niðurstöðu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 19:45
Hlynur veistu afhverju það var byrjað að nota skordýra eitur í framleiðslu á matvælum?
Svar: til þess að gera grænmetið óhollara og eyðileggja jörðina og menga.
nei ekki alveg. það var gert til þess að framleiða meir af matvælum til þess að fæða meir af fólki. Lífrænt ræktaðurmatur er hugmynd sem við vesturlanda búar getum búið til og nýtt því við höfum efni á að lifa í slíkri hræsni. lífrænt ræktað er mun dýrara og erfiðara í ræktun og við höfum efni á því.
Fannar frá Rifi, 31.10.2007 kl. 19:56
og krabbameinstíðni hraðlækkaði eftir að við byrjuðum að nota DDT, þar sem grænmetis- og ávaxtaverð lækkaði svo mikið að almenningur byrjaði að hafa efni á því. Núna er bara verið að búa til nýja munaðarvöru - lífrænt ræktaða - og hún verður að vera Íslensk í þokkabót. Erlent ódýrt grænmeti handa mér takk.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 21:00
Veistu Jónas, að þetta er í eitt af fáum skiptum sem ég er alveg sammála þér. Við þurfum að fæða alla og það ódýrt áður við förum að tala um einhverja umhverfis hræsni sem bara þeir allra, allra ríkustu eins og við íslendingar getum haft efni á.
Fannar frá Rifi, 31.10.2007 kl. 21:36
Neisko, vá en furðuleg kommennt... hér er stutt lesning -ein af mörgum sem til eru- um niðurstöður frá því í júní sem benda til þess að vel væri hægt að fæða heimsbyggðina með lífrænu...
hér er er líka aðeins lengri en áhugaverð lesning og svo er hér líka skemtileg en miður gáfuleg lesning fyrir íhaldið.
en sko hérna já... ha? hvernig er hægt að vera á móti lífrænni framþróun og sjálfbærum landbúnaði... ésohissa.
Jónas Tryggvi, er þetta rétt sem þú seigir um krabbameinstíðni og tengsl hennar við notkun á DDT, hvenær var þetta ca..? og hvað hefur þú fyrir þér í þessu?
Gunnhildur Hauksdóttir, 31.10.2007 kl. 21:51
Ótrúlegt bull í þessum félögum hérna fyrir ofan. Takk Gunnhildur fyrir þessa tengla, nú getur Hans lesið þetta frá fyrstu hendi. Þessi frétt á biobu.is er annars tekin beint af vef staðardagskrár 21. Hér er ein grein í viðbót sem gott er fyrir hægraliðið að lesa: New Research Finds Organic Farming Can Feed the World
Bíð svo einnig spenntur eftir svari frá Jónasi um hvaðan hann hefur þessar krabbameinsupplýsingar sínar.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 31.10.2007 kl. 22:07
Löngu búinn að finna fréttir af greininni og mikið af umfjöllun með og á móti. Mun skrifa um þetta á eigið blogg einhvern tímann í kvöld.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:41
en síðan kemur spurning. er lífrænn matur en lífrænn ef hann er unnin með vélum eða fluttur til milli staða með vélum?
Fannar frá Rifi, 31.10.2007 kl. 22:58
Einhverntíma þóttust sósíallistar eiga verkalýðinn á kröppum kjörum sem skjólstæðinga sína. Nú á að ota að honum dýrari matvælum.
Það gætir dálítils misskilnings hjá ykkur vinstra pakkinu í sambandi við þetta. Það að nota skordýraeitur gerir ekki grænmetið óhollt. Það að nota tilbúinn áburð gerir grænmetið ekki óholt heldur. Það sem gerist hins vegar þegar ræktað er við bestu fáanlegar aðstæður m.t.t vaxtarhraða og framlegðar, er að ýmis vítamín og snefilefni sem eru eftirsóknarverð eru ekki eins mikil og þegar vaxtarhraðinn er minni.
Þess vegna eigið þið bara að borða tvo tómata af ólífrænt ræktuðu á móti einum og hálfum af lífrænt ræktuðum. Með því sláið þið tvær flugur í einu höggi: Fáið meira af bætiefnum og vítamínum og það er meira af peningum eftir í veskinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 02:31
Svo getið þið á tillidögum, ef þið endilega viljið, snobbað fyrir hverju öðru í grillveislunum með lífræna dótinu. Eitthvað verðið þið að stæra ykkur af.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 02:34
Furðulegt viðhorf að það sé þá einsog "snobb" að borða lífrænan mat. Afhverju ætti það ekki að vera bara sjálfsagður valkostur á íslandi einsog víða annarstaðar í evrópu.
og var einhver að tala um neyslustýringu? "Þess vegna eigið þið bara að borða ..." Hver á borða hvað? Borðaðu bara það sem úti frýs. Ég mundi vilja sjá lífræna fæðu sem raunvörulegan valkost og svo getur hver valið það sem hann vill.
Eg mæli með að fólk prufi td að elda sér lífrænan kjúkling á þriðjudegi með lífrænum kartöflum og tómatasalati.
og tveim dögum seinna "fjöldaframleiddan" kjúlking með DDT hormónabættu græmneti
og finni munin. Hann er gífurlegur ég ábyrgist það.
og svo þetta með að fæða heimsbyggðina... þróun. Ef allir bændur mundu á morgun skipta yfir í lífrænt mundi það augljóslega ekki ganga. Þetta er hægfara þróun og hún er af hinu góða fyrir alla.
Gunnhildur Hauksdóttir, 1.11.2007 kl. 10:45
Nákvæmlega, Gunnhildur. Ég veit ekki af hverju þessir íhaldsgaurar eru svona ferlega fúlir. Sennilega hafa þeir fengið eitthvað vont að borða :) En vonandi batnar þeim bara fljótlega. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 1.11.2007 kl. 11:28
Já Gunnhildur, V-grænir aðhyllast neyslustýringu og vilja að lífrænt ræktað fái styrki umfram hefðbundna ræktun. En þeir eru etv. eins og presturinn og vegvísirinn. Báðir vísa veginn en fara hann hvorugir
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 12:43
Þessi umfjöllun öll er ótrúleg lesning. Samt kemur hún mér ekki á óvart í rauninni. Það sem lífræn ræktun er í raun og veru er bara markaðssetning. Markaðssetning sem verkar vel og hljómar vel fyrir allan almennig. Ég er garðyrkjubóndi og garðyrkjufræðingur og hef alist upp við þetta alltsaman og lært og séð allan pakkann. Það sem mér finnst verst við umræðuna um lífræna rætun er það að hún á svo stutt í að verða nokkurskonar trúarbrögð. Laus við alla skynsemi bara átrúnað.
Eins og við sjáum hér í pistlunum að ofan þá er talað um eiturefni eins og DDT og tilbúinn áburð. Já eiturefni eru ekki góð enda eru þau ekki mikið notuð í okkar heimshluta. DDT hefur verið bannað í áratugi enda stórhættulegt.
Hér á Íslandi búum við þær aðstæður að meindýr eru miklu minna vandamál en í mörgum öðrum löndum. Veðurfarið er einfaldlega ekki hentugt meindýrum. Þess vegna er oftast ekki þörf á notkun eyturefna.
Lífrænar varnir gegn meindýrum eru okkar aðal varnir.
Varðandi tilbúinn áburð þá verð ég að koma með smá lærdóm handa ykkur.
Allar plöntur taka upp næringu eins. Hvort sem hún kemur frá lífrænum áburð svo sem kjúklingaskít, hrossataði, sveppamassa eða bara hverju sem er.
Tilbúinn áburður er bara einfaldari, betri og ódýrari aðferð til að skila sama árangri. Þú færð ekki betra bragð eða betri vöru með lífrænum áburði. Með tilbúnum áburði færðu einfaldlega betri leið til að skaffa plöntunni rétt hlutfall af næringarerfnum en ekki bara einhverja ágiskun. Lífræn ræktun er nær alltaf með skortseinkenni af einhverju tagi og því varla bragðbetri eða hollari en annað.
Munið það kæru neytendur að þegar verið er að auglýsa lífræna ræktun þá er markaðssetning í gangi. Já bisness. Ekki tóm hamingja!
Kveðja.
Maggi Skúla
Magnús Skúlason, 2.11.2007 kl. 00:19
Sæll Magnús, auðvitað er þetta allt markaðssetning og ég hef ekki mikinn áhuga á trúarbrögðum enda efasemdarmaður mikill :) DDT komst hér til umræðu eftir að Jónas kom með einhverjar furðulegar fullyrðingar um að krabbameinstíðni hefði lækkað eftir að byrjað var að nota DDT! Það er rétt að við erum heppin að vera með fá meindýr sem hrjá grænmetisræktun hér á landi og þess vegna þarf litlu að breyta til að auka lífræna ræktun hér og fá betra verð fyrir vöruna. Tilbúinn áburður er búinn að eyðileggja fiskimið í Eystrasalti og það væri óskandi að dregið yrði úr notkun á þessum áburði. Lífrænt er hinsvegar hollt og gott. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 2.11.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.