Leita í fréttum mbl.is

BLATT BLAÐ númer 55 komið út

Tímaritið BLATT BLAÐ númer 55 er komið út. BLATT BLAÐ hefur verið gefið út frá árinu 1994 og er í anda "Tímarits fyrir allt" sem Dieter Roth gaf út um árabil.  Allir geta sent inn efni í BLATT BLAÐ og það er ljósritað í 100 tölusettum eintökum. 
Alexander Steig í München gerir forsíðuna að þessu sinni og Yst - Ingunn St. Svavarsdóttir í Newcastle sérstakt aukaefni. Aðrir höfundar í þessari september-desember 2007 útgáfu eru Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Volker Troche, Brandstifter, Hlynur Hallsson, Gunnar Kristinsson, Ómar Smári Kristinsson og Sophie Roube.
Eintakið kostar 300 krónur og er hægt að panta eitt eintak eða áskrift með því að senda tölvupóst á hlynur(hjá)gmx.net
Nánari upplýsingar um BLATT BLAÐ er að finna á:
http://www.hallsson.de/Page10084/page10084.html
Einnig er hægt að skoða eldri forsíður og fá lista yfir höfunda á:
http://www.hallsson.de

Forlag höfundanna gefur BLATT BLAÐ út og ritstjóri er Hlynur Hallsson.
ISSN 1431-3537


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Hlynur, værirðu nokkuð til að taka frá eintak fyrir mig, ég get svo nálgast það þegar ég kem heim

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já ekkert mál, er búinn að taka frá eintak handa þér. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.11.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband