Leita í fréttum mbl.is

Svandís stendur sig eins og hetja

svandis2_325170 Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna hefur staðið sig afar vel að fletta ofan af REI ruglinu hjá Orkuveitunni og þrátt fyrir einhverjar niðurrifsraddir um að hún vildi þagga málið niður er nú komið í ljós að hún hefur alla borgarfulltrúana á bak við sig. (Björn Bjarna bloggar um einhverja leyndarhyggju og sú bloggfærsla hlýtur nú að dæmast dauð og ómerk!)

Það er langbest að stoppa þennan samruna og hafna þjónustusamninginum sem átti að vera uppá 20 ár. Hefði Svandís ekki setið í stjórn OR hefði þetta gengið í gegn án þess að nokkur hefði komið auga á spillinguna eða getað stöðvað hana. Frábært Svandís.


mbl.is Svandís: Næg tilefni til að taka allan gjörninginn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Talandi um foringjadýrkun. Verður einhver að foringja nema sá sem er dýrkaður af einhverjum? Þarf ekki þar af leiðandi einhversknar dýrkun til?

Hins vegar sé ég ekki alveg þessa svokölluðu foringjadýrkun hér hjá Hlyn þetta er einfaldlega staðreynd sem talar fyrir sig sjálf.

Þórbergur Torfason, 1.11.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Innilega sammála þér Hlynur,það er auðvelt að vera stoltur af henni Svandísi. En nú væri gott að einhver kraftur væri settur í að skoða þessi mál með Hellisheiðarvirkjun hina nýjustu, þ.e.a.s. Bitruhálsvirkjun. Skil ekki hvernig stendur á því að svona framkvæmdir eru ekki almennilega kynntar fyrir almenning og kærufrestirnir eru alveg út í hött.

Birgitta Jónsdóttir, 1.11.2007 kl. 17:13

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svandís tók af skarið og er er sá borgarfulltrúi sem allra augu beinast nú að. Óskoraður foringi hópsins þessa dagana.

Þetta mál verður nú að skoða upp á nýtt og hrapa ekki að einhverri grunnfærnislegri niðurstöðu í hefndarskyni. Margt finnst mér benda til þess að í þessu svartamyrkri samrunans sem fáir ef nokkrir skilja utan mógúlarnir sjálfir, kunni að leynast ábatavon fyrir borgina.

Samningur sem felur í sér að einstaklingur og fyrirtæki myndi bandalag um áhættustarfsemi og áhættan sé eingöngu fyrirtækisins er hinsvegar ekki góður samningur. Margt er óljóst í öllu þessu máli en hitt ætti þó að liggja í augum uppi að samningsstaða borgarinnar, eða OR ætti að vera mun sterkari en einstaklinganna.

Mér sýnist að í hinum umdeilda samningi sem nú virðist vera í uppnámi hafi þessu verið snúið á hvolf. 

Árni Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.