Leita í fréttum mbl.is

Ímynd Íslands sem umhverfissóða

412991A Ótrúlegur aulaskapur í Geir H. Haarde að ætla að fara fram á sérákvæði um meiri mengun, svo við getum mengað meira en aðrir. Segir þetta ekki allt um metnað forsætisráðherra í umhverfismálum? Framsókn og Frjálslyndir fagna í kór enda þeir síðarnefndu komnir út úr skápnum sem umhverfissóðar eftir að Margrét Sverrisdóttir sagði skilið við karlana þar á bæ. Og Framsókn er auðvitað bara við sama heygarðshornið. En hvað með Samfó? Heyrðist ekkert múkk úr því horni? Hvað með þeirra "Fagra Ísland"? Ég trúi því ekki að Þórunn umhverfisráðherra ætli að láta Geir rúlla yfir sig á skítugum skónum. Á bara að rýmka til fyrir fleiri álbræðslum og olíuhreinsistöð í leiðinni? Eins og fyrri daginn eru það þingmenn Vinstri grænna sem einir standa í lappirnar þegar kemur að náttúrunni og umhverfisvernd. Frábært að Lilja sé komin á þing fyrir Vinstri græn og Kolbrún klikkar ekki, þvílík gæfa að eiga svona glæsilega málsvara náttúrunnar á Alþingi. Forsætisráðherra er nýbúinn að skipa einhverja nefnd til að bæta ímynd Íslands. Fyrsta verkefni þeirrar nefndar hlýtur að vera að tala um fyrir forsætisráðherra en sennilega fyrir daufum eyrum. En ég kalla eftir viðbrögðum Samfylkingarinnar. Hvar eru þingmennirnir þeirra og hvar er Dofri framkvæmdastjóri og bloggari?
mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Jæja Ragnar, "...minnst mengun í veröldinni" eru frekar stór orð og því miður fullkomlega út í hött. Gott væri ef satt væri en ég verð að hryggja þig með því að þú hefur fengið eitthvað einkennilegar upplýsingar um mengun, hér og í veröldinni. Það er gott að framleiða umhverfisvænt rafmagn (að vísu á ekki að fórna hverju sem er fyrir það) en verra er að stærsti hlutinn af því fer í að framleiða hráefnisál og sú framleiðsla mengar gífurlega. Það þarf að flytja súrál yfir hálfan hnöttinn og svo aftur til baka með skipum sem brenna olíu svo þar fer ávinningurinn af okkar góða rafmagni fyrir lítið. Guðfríður Lilja og Kolbrún Halldórsdóttir eru ekki frá sovét tímabilinu, þar misreiknar þú þig einnig herfilega. En hvað er hægt að gera þegar sumir eru blindaðir af heift kæri Ragnar. Vonandi hressist þú samt, bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.11.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ég á ekki orð yfir það hvað fólk getur verið dónalegt og ómálefnalegt í sinni umræðu.

Ég er alveg sammála þér að það á ekkert að auka mengunarkvótann og ég held að þau séu ekki sammála með það Geir og Þórunn.

Bestu kveðjur Ingigerður. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:55

3 identicon

Hér setjum við stoppmerkið Hlynur. Þórunn sér um það. En Geir H má hafa skoðun studda af Framsókn og Frjálslyndum. What a company!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, Gísli og Ingigerður það er flott að Þórunn stendur uppí hárinu á Geir. Tek ofan af fyrir henni fyrir þetta. Tek undir með þér Gísli, glæsilegur félagsskapur, mengunarliðið á þinginu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.11.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég spái:

Já Þórunn sér um að halda uppi merki fagra Íslands en verður fyrirsjáanlega undir í þeirri glímu - hótar afsögn en fær í sárabætur að friða svartbakinn og heldur andlitinu.

Sigurjón Þórðarson, 7.11.2007 kl. 23:58

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju berjist þið ekki bara fyrir minni álnotkun? Eins vitlaust og það væri nú. En hvað hefur maður svo sem ekki séð úr ykkar ranni. Fátt getur komið á óvart úr þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 02:38

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er ágætist hugmynd að berjast gegn notkun áls eins og gegn öðrum athöfnum sem eru umhverfisskaðandi en um sumt er ekki síður mikilvægt að styðja við athafnir sem draga úr umhverfisskaða. Tvö dæmi eru lífræn ræktun og almenningssamgöngur og ég man ekki betur en Hlynur og margir aðrir, þ.á m. undirritaður, bloggi um þetta hvorttveggja.

Gísli: Ég get ekki sagt að ég bjartsýnn um að Þórunn hafi betur gagnvart Geir en ég bæði styð hana í þeirri viðleitni og held að tíminn vinni með okkur því að þrátt fyrir allt gæti tillagan um fá aftur sérkvóta farið illa í flestan almenning. Á umhverfisþinginu í haust kom fram það sjónarmið að líklega ættu öll lönd að þola sömu skerðingu hvort sem þau menga mikið eða lítið, annað væri í raun vitlaust þegar litið er til lengri tíma.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.11.2007 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband