Leita í fréttum mbl.is

Margrét Blöndal opnar í Listasafni Reykjavíkur

Það verður spennandi að sjá þessa stóru sýningu Margrétar Blöndal sem opnar í dag í Hafnarhúsinu. Ótrúlega falleg og viðkvæm verk sem gerð eru úr fundnum hlutum sem hún hefur safnað um allan heim. Allskonar skemmtilegum hlutum sem við fyrstu sýn eru einhver úrgangur menningarsamfélagsins, plastrusl og afgangar en Möggu tekst að gera þá svo persónulega og einstaka að það er frábært. Natni og virðing fyrir því sem aðrir líta á sem einskis virði er það sem einkennir verkin hennar. Teikningarnar eru einnig mjög spennandi og eitthvað flott við það að nota ólífuolíu til að teikna með. Flestir kannast við að svona fitublettir á pappír séu til trafala en hjá Möggu eru þeir fallegir. Ég hlakka til að sjá þrjár spennandi sýningar í Hafnarhúsinu, Hrein Friðfinnsson, Karlottu Blöndal og Margréti. Hér er tengill á Listasafn Reykjavíkur og hér á heimsíðu Margrétar Blöndal.


mbl.is Þreifað á himnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við fyrstu sýn duttu mér í hug nýju fötin keisarans (eins og svo oft áður þegar um nýlistasýningar ræðir, já, ég er gamaldags!), en...ég er ekki svo djörf að nefna Sorpu í sömu andrá og Listasafn Reykjavíkur eins og annar bloggari gerir... þó vissulega megi finna mikla fegurð jafnt á athafnasvæðum hennar sem á sýningu Margrétar, hafi maður augun hjá sér...ég viðurkenni að það má sjá fallegt litasamspil í brotnu steypunni og efnisbútunum...best að fara á sýninguna og leita þar hughrifanna sem hún nefnir í viðtalinu...þetta eru hvort eð er tveir af mínum uppáhalds stöðum hér í höfuðborginni

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband