Leita í fréttum mbl.is

Stefnir í stórsigur SF, systurflokks Vinstri grænna í Danmörku

176x208Fréttaflutningur hér á Íslandi af aðdraganda þingkosninga í Danmörku er dálítið furðulegur. Rétt áðan var ég að hlusta á hið ágæta morgunútvarp á rás 1 og þar var ljómandi pistill frá kosningunum í Danmörku þar til kom að því að fréttmaðurinn (sem ég náði ekki hvað heitir) kallaði Einingarlistann "Vinstri græna" en Socialistik folkeparti sem er opinber systurflokkur Vinstri grænna kallaði hann bara Sósíalista. Einingarlistinn er vissulega lengst til vinstri í dönsku flokkaflórunni og ágætis flokkur með ungu, hressu og róttæku fólki í forystu en rétt skal vera rétt og ef fréttamaðurinn vill allt í einu ekki lengur nefna flokka með sínum réttu nöfnum þá ætti hann allavega að kalla SF "Vinstri græn". SF hefur reyndar nálgast mjög stefnu VG til dæmis í umhverfismálum og er í raun sá flokkur sem getur talist græni flokkurinn í Danmörku. Það er reyndar ekkert nýtt að nöfnum skuli ruglað af íslenskum fréttamönnum því í einhverjum pistli var nýi flokkurinn hans Nasers Khaders Ny Alliance kallaður Einingarlistinn!

Í þessari frétt á mbl.is er fullyrt: "Í könnunum Jyllands-Posten undanfarið hafa stjórnarflokkarnir mælst með 86 þingmenn en andstaðan 79 þingmenn. Það nýi flokkurinn Ny Alliance og formaður hans Naser Khader sem er í oddastöðu og er það fyrst og fremst fylgi hans sem veldur því að danska stjórnin riðar til falls." Þetta er merkileg fréttaskýring sem ef til vill má teygja og toga þannig að hún passar einhvernvegin en ég myndi nú segja að flokkurinn sem er að tvöfalda fylgið sitt úr 6% í 12,5% sé sá flokkur sem leiðir til þess að stjórnin sé að falla en ekki flokkurinn hans Kahders sem mælist með aðeins 4,1% og er langt undir væntingum. Hér er hægt að sjá þessar kannanir og bera þær saman, flott grafík hjá Politiken. Socialistisk folkeparti færi úr því að vera sjötti stærsti flokkurinn á danska þinginu í það að verða þriðji stærsti flokkurinn (hljómar kunnuglega) og ef það er ekki afgerandi stórsigur þá veit ég ekki hvað er sigur.

graentflurlogoOg burtséð frá þessum misskilningi íslenskra fréttmanna þá stefnir í stórsigur Socialistisk folkeparti (F) sem er jú systurflokkur Vinstri grænna og með góðum lokaspretti sjáum við vinstristjórn í Danmörku eftir kosningarnar á þriðjudag. Vinstri græn í Reykjavík eru að skipuleggja kosningavöku til að fagna félögum okkar í Danmörku og mér finnst að einhver sem er með danskar stöðvar í sjónvarpinu hjá sér hér á Akureyri eigi að skrifa hér í athugasemdalistann hjá mér og bjóðast til að halda fögnuð á þriðjudaginn milli 18 og 22 því þá verður þetta komið á hreint. Reyndar væri ég alveg til að skreppa til Köben á þriðjudag til að fagna og myndi örugglega gera það ef IcelandExpress væri byrjað að fljúga beint frá Akureyri til Köben. Koma svo!


mbl.is Litlu munar á kosningafylkingum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ríkisstjórnin virðist allavega vera kolfalli og nú er bara að vona að flokkaflakkarinn Naser Khaders. Ef framhaldskólanemendur fengu að ráða þá væri Villy Søvndal, formaður SF á leið í forsætisráðherrastólinn! SF fær 34% fylgi hjá þeim ungu og er lang stæðsti flokkurinn. Íhaldsflokkurinn er á svipuðu róli og Enhedslisten hjá þeim ungu með 8%. Venstre bara 14% og rasistarnir í DFP með einungis 5% og eru á hraðri niðurleið. Lofar góðu fyrir framtíðina!

Mér finnst þó líklegt að fylgi SF eigi eftir að síga dálítið þegar kemur að kjördegi þar sem margir vinstrimenn munu kjósa Enhedslisten á endasprettinum til að halda honum á þingi. Um það er ekki nema allt gott að segja, enda væri sjónarsviptir af þeim ef flokkurinn ditti út. Þegar ég tók flokkaprófið í Danmörku voru F og Ø nær jafnir hjá mér og langefstir flokkanna. Ég vona að Enhedslisten nái inn. Það má ekki gleyma því að það var þingmaður þeirra, Frank Aaen sem fletti ofan af fangaflutingum CIA.

Vinstri grænir ættu allavega að geta fagnað á þriðjudag þar sem systurflokkurinn SF er í stórsókn.

Guðmundur Auðunsson, 9.11.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

(leiðrétting) Fyrsta setningin átti að vera "...nú er bara að vona að flokkaflakkarinn Naser Khader styðji vinstristjórn".

Guðmundur Auðunsson, 9.11.2007 kl. 11:14

3 identicon

Já, þetta lítur vel út fyrir SF. En þeir eins og Vg eiga það til að dala á kjördag. Ég tók pólitíska prófið og er sem sagt kommi Hlynur minn. Kalla Tomm í Köben á þriðjudag?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:03

4 identicon

Slóðin átti að vera http://valg07.jp.dk/fv_valget/valguide.pl 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:08

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já það eru góð tíðindi Guðmundur að ungt fólk í Danmörku kjósi Villy Søvndal formann SF upp til hópa og hæfni hægri öfgaliðinu Framtíðin er björt. Ég var búinn að taka þetta flokkapróf sem Guðmundur er með á síðunni sinni og útkoman var svipuð hjá mér. Þegar ég tók flokkaprófið sem Gísli er með tengil á kom Einingarlistinn hærri út hjá mér en SF! Mér finnst það mjög gott að kosningastjóri Samfylkingarinnar hér í Norðaustur skuli í raun vera kommi:) Ég held að þú ættir að koma yfir í VG Gísli þar sem hjarta þitt slær greinilega lengra til vinstri! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.11.2007 kl. 13:07

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Átti að vera "...hafni hægri öfgaliðinu." en ekki "hæfni", segir sig eiginlega sjálft :)

Hlynur Hallsson, 9.11.2007 kl. 13:08

7 identicon

Ja, ég vona að Anders Fogh taki þetta, því dönum er betur borgið með honum en nokkrum öðrum, hinsvegar finnst mér dönsku kosningarnar vera eins og að velja meðal pest eða kolera... 

Tók prófið, hef ekkert mikið sameiginlegt með neinum, en fékk eftirfarandi svar...

Du har en del til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som i høj grad stemmer overens med dine holdninger.

Det Konservative Folkeparti (60)

Du har lidt til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som delvis stemmer overens med dine holdninger.

Dansk Folkeparti (80)

Venstre (89)

Du har intet til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som ikke stemmer overens med dine holdninger.

Ny Alliance (116)

Socialdemokratiet (126)

Det Radikale Venstre (173)

Kristendemokraterne (174)

Enhedslisten (205)

Socialistisk Folkeparti (209)

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:16

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Mér skilst að Nazer Khader og Pia Kærsgaard formaður DF séu svarnir andstæðingar og plottið hjá Nazer hafi verið að losna við DF úr stjórn og koma sjálfur inn í staðinn. En það er ekki alveg að virka samkvæmt könnunum. Það Ny Alliance fari inn í stjórnina með DF, Venstre og íhaldsflokknum væri fáránlegt. Nazer hlýtur að styðja frekar vinstristjórn til að losna við útlendingahatarana í DF úr stjórn. Ég veit ekki til þess að ég sé á leið til Köben á næstunni frændi en er þú á leið uppá Klaka? Ef svo er þá ertu velkominn hingað til Akureyrar. Eða þá til Berlínar. Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 10.11.2007 kl. 11:00

9 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Reyndar snerist þetta við hjá mér í könnun JP, þó vissulega eigi ég enn lang mest sameiginlegt með vinstriflokkunum SF og Enhedslisten:

Du har meget til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som i høj grad er sammenfaldende med dine.

Socialistisk Folkeparti (26)

Enhedslisten (34)

Du har en del til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som i høj grad stemmer overens med dine holdninger.

Kristendemokraterne (55)

Det Radikale Venstre (75)

Du har lidt til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som delvis stemmer overens med dine holdninger.

 

Du har intet til fælles med:

Disse partier har angivet standpunkter, som ikke stemmer overens med dine holdninger.

Socialdemokratiet (112)

Ny Alliance (119)

Venstre (177)

Dansk Folkeparti (184)

Det Konservative Folkeparti (186)

Guðmundur Auðunsson, 12.11.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.