Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins, Landsvirkjun

297508A Halló! Það er greinilega eitthvað að gerast hjá Landsvirkjun. Einhver að átta sig þar á bæ. Eða er maður að fagna of snemma? Er þetta bara eitthvert aumt PR trikk? Netþjónabú er mun skynsamlegra en enn ein álbræðslan hvort sem hún er á aðal þenslusvæðinu á Reykjanesi eða á svæði framtíðarinnar á Húsavík. Netþjónabúið getur til dæmis verið staðsett á Húsavík, mengar sáralítið og skapar störf. Kísilhreinsun fyrir sólarrafala hljómar einnig mjög vel. Það á hinsvegar að mínu mati ekki að virkja meira í Þjórsá fyrir þetta. Ég leyfi mér að vona að það sér virkilega eitthvað að gerast hjá þessu fyrirtæki sem upp á síðkastið til hefur hagað sér skelfilega og átt titilinn Illvirkjun sannarlega skilinn. En vonandi ekki lengur.
mbl.is Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hárrétt Jón Kristófer, það á auðvitað ekki að virkja út um allt. En það eru virkilega góðar fréttir ef það á loksins að setja álverin til hliðar, vonandi fyrir fullt og allt. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.11.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurjón

Þú segir: ,,Það á hinsvegar að mínu mati ekki að virkja meira í Þjórsá fyrir þetta".  Ég spyr: Hvar á þá að fá orku til rekstursins?

Sigurjón, 9.11.2007 kl. 15:02

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stærstu tíðindin eru þau að nú, fyrsta sinn hef ég heyrt forstjóra Landsvirkjunar hafa skoðun á verðlagningu íslenskrar orku.

Nú leyfi ég mér að vona að þessum ágæta manni berist fréttir af því að vistvæn orka sé ekki tapað tækifæri þó hún hafi ekki verið seld í gær.

Að einhver "vitur" maður beri það í mál við hann og ýmsa aðra með sömu pólitiska sýn að það sé ekki með öllu útilokað að verð þessarar orku muni MARGFALDAST á næstu árum. 

Og orkusamningurinn við Alcoa verði þá talinn aulalegasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar.

Árni Gunnarsson, 9.11.2007 kl. 19:31

4 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Fínt ef nú  er fundin leið til að "nýta" orkuauðlindir landsins en ekki "eyðileggja" þó aðferðirnar til að afla orkunnar vegna netþjóna og álvers séu þær sömu....þeas stíflugerð.

Hef annars heyrt að það séu ekki mörg störf sem verða til í Netþjónabúum.

Gísli Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 20:24

5 Smámynd: Sigurjón

Sveinn: LV þarf ekki að ná neinum samningum við landeigendur að Þjórsá.  Hún þarf að fá framkvæmdaleyfi frá hreppsnefnd Flóahrepps.  Þar steytir ekki á því hvernig nota á orkuna, heldur að Flóamenn vilja fá meiri pening fyrir raskið sem verður.

Það, að þú skulir vera að grafa upp kosningaslagorð Sjálfstæðisflokksins frá 1978, segir meira um þig en þann flokk.  Endilega komdu til ársins 2007.  Það er miklu skemmtilegra hér.

Sigurjón, 9.11.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Félagi Össur sér, skv. tilvitnaðri frétt hér að neðan, ekkert nema jákvætt við að virkja skuli Þjórsá til að hún gagnist svokölluðum netþjónabúum en ekki álverum. Eftir stendur að virkja skal Þjórsá og eyðileggja vatnsmesta foss landsins. Sú aðgerð verður í sjálfu sér hvorki önnur né hætishótinu betri vegna þess að stinga á innstunginni í samband við Yahoo en ekki Alcoa eða annað álver. Sjá nánar: pallheha@blog.is

Páll Helgi Hannesson, 9.11.2007 kl. 23:17

7 Smámynd: Páll Helgi Hannesson

Þetta mun hafa átt vera: http://pallheha.blog.is/blog/pallheha/ 

:-)

Páll Helgi Hannesson, 9.11.2007 kl. 23:20

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessar ábendingar. Það er því miður að koma í ljós að þetta er frekar slappt PR útspil hjá Frikka Sóf og Illvirkjun. Of gott til að vera satt að það lið hafi fengið einhverja vitrun.  Frikki er að fatta að hann er að tapa áróðursstríðinu sínu og þá er svona dregið fram úr jakkaerminni. En það dugar ekki. Kannski á Össur bloggara og iðnaðarráðherra en samt trúi ég því nú varla heldur. Nú er að verja Þjórsá fyrir Illvirkjun. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.11.2007 kl. 23:50

9 identicon

Ætla Friðrik hafi nú ekki fengið fyrirmæli að ofan. Stjórn LV. skiptir ekki svona um skoðun á einni nóttu án þrýstings. Sérstaklega með þennan Glitnis stjórnarformann sem á nú ekki marga mánuði eftir í starfi.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:15

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Áfangasigur fyrir náttúruverndarfólk. Andstaða við orkusvelgi eins og mengandi álbræðslur hefur verið mikilvægur partur af náttúruverndarbaráttunni.

Ég geld þó varhug við einhverri "Móðuru Theresu væðingu" Landsvirkjunar. Ég vil hvorki láta Urriðafoss fyrir Rio Tinto eða Microsoft. 

Dofri Hermannsson, 10.11.2007 kl. 10:52

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já auðvitað er það ekki stundarhugdetta að átti sig á að álbræðslurnar séu ekki vinsælustu viðskiptavinirnir. Við verðum að vona að þetta sé aðeins áfangasigur Dofri og næstu litlu sigrar muni vinnast á næstunni. Sammála því að ekki eigi að fórna Urriðafossi, jafnvel ekki fyrir brábær netþjónabú eða þaðan af skárri iðnað:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 10.11.2007 kl. 11:03

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég bendi hér á frétt af vísi.is þar sem Steingrímur bendir réttilega á að þetta er Áróðursbragð hjá Landsvirkjun og að yfirlýsingum frá LV beri að taka með miklum fyrirvara: „Landsvirkjun og stjórnvöld finna að andstaðan við stóriðjustefnuna fer vaxandi. Því leika þeir þennan leik til að láta líta út fyrir að eitthvað hafi breyst. Ég á hins vegar eftir að sjá hvort hér sé um meiriháttar stefnubreytingu að ræða og þá hversu djúpt hún ristir."

Hlynur Hallsson, 10.11.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.