Leita í fréttum mbl.is

Viðbjóðsleg meðferð á manneskjum

431202A Maður skilur ekki alveg hvað er í gangi hjá bandaríkjastjórn að halda úti þessu fangelsi sem líkist einna mest útrýmingarbúðum nasista. Myndin sem sýnd var í Sjónvarpinu í gær "The road to Guantanamo" var óhugnanleg og hlýtur að hreyfa við öllum þeim sem horfðu. Þegar blásaklausir strákar sem staddir voru á röngum stað á röngum tíma fyrir algera tilviljun eru teknir og meðhöndlaðir eins og skepnur, pyntaðir og hafðir í einangrun mánuðum saman og "yfirheyrðir" á ómannúðlegan hátt, fengu aldrei að tala við lögfræðing eða koma fyrir dómstóla. Og þetta viðgengst enn, sex árum síðar! Eða eins og segir í þessari frétt mbl. "Enn eru um 340 fangar í búðunum grunaðir um að tengjast al-Qaida hryðjuverkasamtökunum eða talibönum. Fæstir þeirra hafa nokkurn tíma verið ákærðir."
mbl.is 15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Minni á að tveir valdamestu stjórnmálamenn okkar ljómuðu í framan af bernskri upphafningu þegar þeir rifjuðu upp frammi fyrir fréttamönnum að stríðsglæpamaðurinn sem á þessu ber alla ábyrgð væri "vinur þeirra!"

Og vegna þessarar vináttu! eru fjölmargir íslenskir pólitíkusar ennþá ónæmir fyrir fréttum af stríðsglæpum í nafni þessara góðvina.

Rétttrúnaður svonefndur er ekki bundinn við Islam einvörðungu.

Annars drep ég þig! ávarpið á sér fjölmarga fylgjendur á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

úff já

Gunnhildur Hauksdóttir, 10.11.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: net

Málshefjandi fer fram með svívirðingum að tilefnislausu. 

Hérlendis hafa sumir hverjir gengið svo langt að lýsa yfir stuðningi við hryðjuverkamenn, og nægir að nefna baráttuyfirlýsingar vinstri-grænna til stuðnings hryðjuverkasamtökunum Hamas í því sambandi  http://www.althingi.is/altext/134/s/0003.html

Hamas hafa sem kunnugt er staðið fyrir fjölda sjálfsmorðsárása.  Vinstri-grænir hika ekki við að styðja slík samtök, en nota svo hvert tækifæri sem gefst til að ausa siðmenntaða bandamenn okkar svívirðingum.  Hvenær mun hinni skammarlegu misnoktun Steingríms J. Sigfússonar á ræðustól Alþingis linna?

Það er því ekki við öðru að búast en að róttæklingar hérlendis láti sig réttindi al-Kaída og Talibana fanganna í Guantanamo varða.  Hinir, sem í raun hafa áhuga á frelsi og mannréttindum, geta þó andað rólega því í reynd er aðbúnaður fanganna í Guantanamo ekki svo slæmur.  Ennfremur tryggja þing og dómstólar Bandaríkjanna þeim viðeigandi réttarvernd.

Það er leitt að sjá vinstri róttæklinga hér fara fram eins og þeir væru síðustu móíkanarnir að berjast fyrir mannréttindum þegar hið rétta er að Bandaríkjamenn hafa lengi staðið fremstir í þeirri baráttu.

net, 10.11.2007 kl. 13:27

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Enn einn hægriöfgamaðurinn sem bloggar undir dulnefni á síðuna mína. Vinstri græn hafa aldrei lýst yfir stuðningi við hryðjuverkamenn, það' er aðeins lélegur útúrsnúningur. Hamas eru mörg samtök og einn armur þeirra var kosinn í lýðræðislegum kosningum á þing. Það að viðurkenna þá stjórn er ekki að lýsa yfir stuðningi við hryðjuverk. Ef sá sem skrifar undir sem "net" á síðuna vill gera það áfram, þá vinsamlega með réttu nafni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 10.11.2007 kl. 13:42

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Guantanomo, stríðið í Írak og ásamt stuðningi Íslands við það eru móðgun við mannréttindi.

Varðandi Hamas þá er það flókið að eiga samskipti við samtök sem hafa það helsta markmið að útrýma annarri þjóð.

Fannst Ögmundur Jónasson hvatvís og ósanngjarn í skrifum sínum um viðleitni Ingibjargar Sólrúnar að kynna sér málefni Miðausturlanda.

Ef til vill er upphaf og endir allra friðarferla í manni sjálfum. Umburðarlyndi, sveigjanleiki og skilningur í stað dómhörku.

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2007 kl. 14:16

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta var hroði!

Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:14

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Fasista hugsunarháttur Bandrísku stjórnarinnar er alltaf að verða grímulausari og friðar og frelsishjal þeirra holara en sýkt og rotin tönn í útigangsmanni. Bara það að árið 2006 seldu Bandaríkjamenn yfirgnæfandi mest allra þjóða af vopnum til vanþróaðra landa, eða 36% af heildarsölu til þessara landa sem ættu að eyða peningum í allt annað en vopn, en vopnasalar og framleiðendur sem fá að vaða uppi og selja morðtól sín hverjum sem kaupa vill. Hversu trúverðugur væri maður sem í einu orði segist ávallt hafa frið og frelsi og hag samfélagsins í fyrirrúmi og gortaði mikið af þessum kostum sínum, væri síðan staðinn að því að standa á bak við viðamikil og griðarlega ábatasöm viðskipti við að selja fíknefnasölum og undirheimafólki á Ísland byssur og vopn? Hann ætti sér ekki viðreysnarvon og hlegið yrði dátt að honum um allt land reyndi hann að halda því enn fram að honum gengi gott eitt til eftir að hafa verið afhjúpaður sem gráðugur drullusokkur og lítilmenni.

Alltaf skrítð þegar fólk hefur ekki manndóm til að skrifa undir nafni, það gerist helst þegar fólk hefur vondan eða heimskan málstað að verja

Georg P Sveinbjörnsson, 10.11.2007 kl. 17:31

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Skil reyndar ekki hvernig Bandaríkjamenn komast upp með að reka þessar pyntingarbúðir, af hverju bregðast aðrar þjóðir ekki harðar við? Tek líka undir orð Georgs ( hér fyrir ofan) frelsistal Bandaríkjastjórnar er ekkert nema orðin tóm,  þeir segja eitt en gera annað.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.11.2007 kl. 19:42

9 Smámynd: Alfreð Símonarson

Góður þessi "net" sem segir vinstri græna styðja hriðjuverk, hann ætti að líta í eginn barm í þeim efnum, því jú bandaríkjastjórn er sú ríkisstjórn sem hefur flestu hriðjuverkin undir sínu eginn belti.  Þetta er eflaust einn af þeim sem segist vilja gefa upp frelsi fyrir öryggi (giving up liberty for freedom) ;) Mjög athugaverð skoðun og mikil þversögn hjá þeim.  Við erum að verða meira meðvituð um hræðsluáróðurinn og er hann ekki að virka eins og í gamladaga.

Kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 12.11.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.