Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan 10,3% og Geir H. Haarde segir okkur að slappa af

med_MF148-GeirHHaarde-IMG_4194 Hagstjórn Sjálftökuflokksins hefur beðið skipsbrot. Þeir eru með sína menn á öllum stöðum og eru búnir að klúðra efnahagsmálunum endanlega. Svo mætir Geir Haarde í enn eitt drottningarviðtalið að þessu sinni á Morgunvaktina á ruv 1 og segir okkur að hægja á neyslunni. Fólk svarar fyrir sig og stendur í biðröðum við allar leikfangasjoppur sem opna á höfuðborgarsvæðinu og kaupir plastdrasl fyrir 70 milljónir á einu bretti og svo annað eins um næstu helgi og þarnæstu. Hverjir hafa talað upp hið "frábæra" efnahagsástand í landinu? Heimilin og fyrirtækin hafa aldrei verið skuldugri og jafnvel Davíð Oddson er farinn að hafa áhyggjur (af sinni eigin arfleyfð) Þetta er einn stór brandari og heimilin blæða. Og svo kýs fólkið bara Sjálftökuflokkinn aftur "til að koma í veg fyrir glundroða". Það er eitthvað rotið "in the state of Iceland".
mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar um 0,65%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hugsa oft um það hvað ég var heppinn að selja húsið mitt, myndi annars skulda mun meira en ég gerði. Skil ekki hvernig fólk fer að þegar öll lán hækka, já og hvað er í gangi að kjósa þennan flokk yfir sig aftur og aftur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.11.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, Kristinn eða á ég að kalla þig Pétur :) (ég heiti nefnilega Hlynur og ekki Hallur eins og þú kallar mig þrisvar... en er vissulega Hallsson)

Takk fyrir langa, ítarlega og áhugaverða athugasemd við skrifin mín. Ég skil gremju þína vel og er þér sammála um að kvótakerfið er afleitt en skil þess vegna alls ekki að hverju þú kýst alltaf Sjálfstæðisflokkinn og höfunda þessa arfavitlausa kerfis. En einhverjir kyssa jú vöndinn og svo framvegis... Það er rétt að skuldir ríkissjóðs hafa sem betur fer verið greiddar niður en verra er að skuldir sveitarfélaganna og einstaklinga hafa margfaldast á sama tíma. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.11.2007 kl. 13:54

3 identicon

Sæll Hlynur/Hallur :)

Eg get nu ekki annad en brosad ad thessari grein thinni, eins og thu segir sjålfur er thad folkid i landinu sem kaupir og kaupir og vidheldur neyslubrjålædinu.  Thetta sama folk keypti ibudir å uppsprengdu verdi bara af thvi ad thad gat fengid 90 - 100 % lån. Eg spyr bara, hvad er ad folki ?  AD SJÅLFSØGDU AUKAST SKULDIRNAR HJÅ FOLKI THEGAR THAD HAGAR SER EINS OG AULAR !  Thad er eins og thu haldir ad folk se neytt til ad haga ser eins og thad gerir - en folk hefur val um ad haga ser skynsamlega i fjårmålum eda eins og aular. Hvad vaxtastigid vardar å Islandi, thå er thad margra åratuga ostjorn og samråd å milli fjårmålastofnana sem kemur inn i myndina. Thar eiga allir flokkar hluta ad måli.  Thad er verdtryggingin sem er glæpurinn å Islandi.  Hana å ad afnema med einu pennastriki thegar  kemur ad ibudalånum.  Svo einfalt er thad.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Ransu

Ég sé þetta þannig. Sjálfstæðisflokkurinn er alkinn og kjósendur hans meðvirkillinn. þeir lifa í afneitun á sjúkdóminn og reyna að hafa allt í góðu á yfirborðinu, enda vilja þeir ekki horfast í augu við raunveruleikann.  Og jafnvel þótt að alkinn (flokkurinn) misnoti þá og sukki svo út allar eigur þegar hann dettur í það, taka þeir alltaf við honum á ný og fyrirgefa í meðvirkninni.  Hann er  jú, þeirra eigin sjálfsmynd.

Ransu, 12.11.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ransu.... góður

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.11.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband