Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju SF!

2002929513_f46fa491c8

Sósialíski þjóðarflokkurinn systurflokkur Vinstri grænna er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Danmörku. Meira en tvöfaldar fylgið og þingmannafjöldann. Nú er búið að telja megnið af greiddum atkvæðum svo það er hægt að halda uppá þetta! Ég er líka ánægður með að Einingarlistinn nær inn á þing, það stóð tæpt. Svo er líka hægt að vera kátur yfir því að Anders Fogh tapar atkvæðum og sex mönnum en það hefði gjarnan mátt vera meira. Hefðu kratarnir unnið í staðinn fyrir að tapa 2 fulltrúum þá hefði stjórnin fallið. Ég væri alveg til í að vera í Köben að fagna með SF núna en Steingrímur er í góðum hópi i Pumpehuset.

DR.dk

Politiken.dk 


mbl.is Sósialíski þjóðarflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvar eru hægriflokkarnir eins sundraðir eins og Danmörku Gunnar? Það eru fjórir hægriflokkar þar, mis gáfulegir! En vinstriflokkarnir í Danmörku ættu vel að getað unnið saman eins og í Noregi eða í Reykjavík! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, Bogga, það er óhugnanlegt að flokkur eins og Dansk Folkeparti sem nærist á hatri og hræðslu skuli bæta við sig fylgi. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.11.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er allt að koma! Var einmitt í Danmörku þegar Anders Fogh komst til valda og danskir vinir mínir ekki rosalega kátir, enda kusu þeir flestir til vinstri. Þetta er allt að skána en ég er verulega áhyggjufull út af vaxandi ,,útlendinga"-hatri víða í Evrópu. Sé ekki að það séu mikil batamerki að finna þar, ennþá. Þar er verk að vinna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.11.2007 kl. 01:05

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, Þorvaldur og Anna, við getum fagnað því að SF vann stórsigur í gær. Og það er augljós vinstrisveifla víðar en í S-Ameríku! Það að hægri öfgaflokkar virðast sumstaðar á uppleið verður er mikið áhyggjuefni og það verður að stoppa þá öfugþróun. Allir lýðræðissinnar ættu að geta sameinast um það. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.11.2007 kl. 08:44

5 identicon

Alveg að senda (í gegnum þig) hamingjuóskir til Villy Søvndal. Hann á stóran hlut í þessum sigri enda karlinn mikill karakter. Já, mér sýndist ég sjá í Steingrím þarna í hópnum! Hélt að hann ætti bara tvífara í DK! Stuðningur ríkisstjórnarinnar hangir á færeysku atkvæði en því fylgja ákveðin skilyrði um fullveldisskref. Já, og Nýja Sambandið ætlar ekki að vera öryggisnet ríkisstjórnarinnar. Það er jafn stutt í fordómana hér á landi. Við skulum hafa meir en áhyggjur af þessu. Skemmtileg frétt með ykkar ágæta varaþingmann sem er bandarískur innflytjandi með rússnesku nafni!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:24

6 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sigurinn var auðvitað frábær, en því miður minnir þetta á kosningarnar á Íslandi í vor. Stórsigur vinstriflokks, en hægristjórnin lafir samt. Kratarnir fá líka ákveðið spark í rassinn, þeir hafa verið að gæla við útlendingafordóma m.a. með stuðningi við þessa fáránlegu 24 ára reglu. Vinstrivængurinn í Danmörku er allavega sterkari en áður. Svo var auðvitað gott að Enhedslisten hökti inn, þar er ung og efnileg 23. ára kona í fararbroddi og Frank Aaen á auðvitað skilið að vera áfram á þingi eftir að hafa flett svo rækilega ofan af fangaflutningum CIA.

Guðmundur Auðunsson, 14.11.2007 kl. 12:20

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Hrafnkell, félagar í Enhedslisten væru vissulega í VG heima á Íslandi og e.t.v. væru sumir SFarar í Samfylkingunni, enda er S (góðu heilli) lengra til vinstri en "systurflokkurinn" í Danmörku. Enda virðast menn eins og Gísli Baldvinsson eiga meira sameiginlegt með SF og EL heldur en dönskum krötum. Ákveðnar "illiberal" skoðanir eins frambjóðenda EL virðist hafa skaðað flokkinn á vinstrvængnum, en það sem skiptir mestu máli að Vinstrið (ekki Venstre!) í Danmörku bætti stórlega við sig. Og svo er SF samstarfsflokkur VG í Norðurlandaráði.

Guðmundur Auðunsson, 14.11.2007 kl. 12:54

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

SF lagði sérstak áherslu á umhverfismálin fyrir þessar kosningar og er að verða meiri og meiri grænn flokkur sem er vel. Alþýðubandalagið hvað var það aftur: sagnfræði:) Tek undir orð Guðmundar að það er viss samlíking í kosningunum í Danmörku og þingkosningunum hér í vor. VG vinnur SF vinnur, en það dugði ekki til því kratarnir í báðum löndum töpuðu smá. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.11.2007 kl. 14:16

9 Smámynd: Sigurjón

Ef það, að fara úr 6% í 12% er stórsigur, þarf ekki mikið til að kæta ykkur segi ég.  Sem betur fer eru Danir skynsamari en svo að kjósa yfir sig vinstri stjórn.  Ekki mátti samt miklu muna.

Sigurjón, 14.11.2007 kl. 18:08

10 identicon

Í raun er ekki hægt að bera saman eppli og appelsínur...og svona gagnagrunnur er gerður mönnum til gamans. Miklu skiptir hvernig andlit flokksins er og formaður SF gerði þetta vel. Er farinn að trúa því að gerðar séu meiri kröfur til kvenformanna...svei mér þá!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband