Leita í fréttum mbl.is

Hægristjórn Howards fær skell í Ástralíu - sigur umhverfisverndarsinna

445466ANiðurstöður þingkosninganna í Ástralíu eru afar ánægjulegar. Hægristjórnin er rassskellt og John Howard einn helsti bandamaður Bush er ekki einu sinni kosinn á þing og það er í annað sinn sem forsætisráðherrann, í 106 ára sögu núverandi stjórnkerfis Ástralíu, tapar þingsæti sínu í kosningum.

Þetta er sigur fyrir umhverfisverndarsinna í öllum heiminum því Kevin Rudd, leiðtogi Verkamannaflokksins og væntanlegur forsætisráðherra, hét því í kosningabaráttunni, að staðfesta Kyoto sáttmálann um losun gróðurhúsalofttegunda ólíkt Howard sem stóð með Bush gegn sáttmálanum.

Það er því víðar en í Suður- Ameríku og Evrópu sem vinstri sveifla er staðfest í kosningum. Það eru bjartari tímar framundan. 


mbl.is Umhverfisverndarsinnar fagna úrslitum í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi úrslit eru fyrst og fremst persónulegur ósigur Howards. Hann hafði setið mjög lengi og ætlaði að fara í fimmta kjörtímabilið. Fólk hafði einfaldlega fengið nóg af honum. Það er oft erfitt að þekkja vitjunartíma sinn í stjórnmálum. Enda heyrði maður víða, bæði hjá vinum í Ástralíu og áhugamönnum um pólitík þar, að kjósendur í Ástralíu sagði æði oft: Well, i used to vote for John Howard, but.....

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.11.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sá viðtal við hann um daginn og fannst hann vera orðin of sjálfmiðaður.

Marinó Már Marinósson, 24.11.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Og þú heldur að hann Rudd og ný stjórn muni kúvenda stefnu Ástralíu? Ertu virkilega svo grænn að einn stærsti útflytjandi á kolum og að mig minnir lang stærsti útflytjandi á Úrani í heiminum loki bara á þessar greinar? Nei það munu verða mun mun minni breytingar heldur en margir halda. Í messta lagi munu Ástralir taka þátt í næstu samninga viðræðum um kolefnisútblástur.

Fannar frá Rifi, 24.11.2007 kl. 20:28

4 identicon

Þrátt fyrir svartsýni Fannars ætla ég að segja til hamingju Hlynur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 23:30

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég er viss um að Hlynur er alveg gegn-grænn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.11.2007 kl. 15:00

6 Smámynd: Sigurjón

Það er gott að VG geti glaðst yfir sigrum í öðrum löndum, því þeir munu aldrei gleðjast yfir sigri hér á landi...

Sigurjón, 25.11.2007 kl. 15:14

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Eitthvað er nú skammtímaminnið að gera Sigurjóni grikk því ég veit ekki betur en að Vg hafi fagnað tveimur sigrum upp á síðkastið. Fyrst í sveitarstjórnarkosningunum og svo tvöfaldaði Vg fylgið í þimgkosningum fyrr á árinu og þá var fagnað og einnig næst. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.11.2007 kl. 15:18

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, Hlynur minn, VG tvöfaldaði fylgi sitt í síðustu alþingiskosningum, að sama skapi versnaði þingflokkur VG um meira en helming. Héðan í frá mun leið VG aðeins liggja niður á við. Hinir hrokafullu yfirstéttarfémínístar eru langt komir með að negla líkkistu VG saman. Til hamingju með árangurinn !!! 

Jóhannes Ragnarsson, 26.11.2007 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.