Leita í fréttum mbl.is

Steinunn Helga á Karólínu

_MG_0006

Steinunn Helga Sigurđardóttir opnar sýninguna "ađ snertast í augnablikinu" á Café Karólínu laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14. Ţađ verđur gaman ađ sjá verkin hennar Steinu á ţessu ljómandi kaffihúsi. Nú stendur yfir frábćr sýning Birgis Sigurđssonar en henni lýkur á föstudag. Hér er tilkynning um sýningu Steinu:

Steinunn Helga Sigurđardóttir

ađ snertast í augnablikinu

01.12.07 - 04.01.08

Velkomin á opnun laugardaginn 1. desember 2007, klukkan 14


Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---

Laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14 opnar Steinunn Helga Sigurđardóttir sýninguna "ađ snertast í augnablikinu", á Café Karólínu á Akureyri.

Steinunn Helga Sigurđardóttir útsrifađist úr MHÍ 1993 og stundađi framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur veriđ búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldiđ fjölda sýninga og  einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.

Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til ađ setja í form ţćr pćlingar sem ég hef veriđ upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvađ er raunverulegt? Er lífiđ í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífiđ í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, ţar sem ég sit međvituđ og skrifa ţennan texta og hlusta á ţvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta viđ tćrnar á mér, eđa ţađ sem gerist inni í höfđinu á mér. Ţar sem ég bćđi hugsa um ţennan texta sem ég er ađ skrifa, og ýmislegt annađ, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma viđ og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja ađ ég gefi ţeim tíma, en ég ýti ţeim burtu ţví ég ţarf ađ vera í hinum ytra heima ţessa stundina, eđa er ég ţađ?
Ég hef engin svör, enda er ţađ í raun ekki ţađ sem ég hef áhuga á, en ég geri ţessar pćlingar ađ leik, ţar sem ég leik mér međ ţessum báđum tilverum og leyfi ţeim ađ koma fram og stjórna ţví sem kemur, án ţess ađ dćma til eđa frá.

Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurđardóttir"


Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er ađ finna á síđunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. janúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. desember, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

05.01.08-02.02.08               Guđrún Vaka
03.02.08-02.03.08               Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08               Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08               Guđmundur R Lúđvíksson
03.05.08-06.06.08               Kjartan Sigtryggsson

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ţá er mađur fyrstur til ađ óska Steinu til hamingju međ sýninguna!

Hlynur, skilađu kveđju til Kittý og barnana. Ásamt til allra Akureyringa sem ennţá vilja muna eftir mér.

PS: Er byrjađur aftur á blogginu.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.11.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigurjón

Ţú mćttir skrifa meira um skemmtilegar og fallegar myndlistarsýningar eins og ţessa.

Sigurjón, 1.12.2007 kl. 02:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband