Leita í fréttum mbl.is

Eru karlmenn letingjar?

445707A... ef til vill að mati þeirra sem stjórna hjá Hagkaupum. Hugmyndin er samt ekki alveg ný því um daginn var síðasta fréttin í Sjónvarpinu einmitt um svona pössunarherbergi fyrir karla í einhverri verslunarmiðstöð á Spáni.

Ef karlarnir nenna ekki að fara með til að kaupa inn þá væri nú tilvalið að vera bara heima og ryksuga eða vera búnir að elda þegar konan kemur frá því að kaupa inn fyrir heimilið. Með þessu herbergi eru karlarnir settir á leikskólaaldurinn og það er nú ekki alveg það sem við viljum, eða hvað?

Auðvitað eiga karlar að taka þátt í innkaupum heimilisins eins og konurnar og mér hefur sýnst margir karlar vera að kaupa inn í Bónus svo ástandið er nú ekki eins alvarlegt og forsvarmenn Hagkaupa virðast halda.


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er partur af leiðindagríni þar sem fólk er dissað vegna kyns síns og meintrar vankunnáttu við heimilisstörf, í þessu tilviki karlar. Einhvern tíma henti ég bolla í vask einhvers staðar þar sem hver átti að þvo upp eftir sjálfan sig - og tækifærið var notað til að dissa alla aðra karlmenn fyrir mína yfirsjón. Man eftir grínatriði í sjónvarpi þar sem karlmaður flæktist í sængurveri sem hann var að reyna að koma utan um sæng. Reyndar hlægilegt atriði en raunalegt um leið að viðhalda slíkum staðalímyndum.

Reyndar sýna tölur að karlar í sambúð vinna ekki sinn skerf en ef ég man rétt hefur það þó eitthvað lagast, þótt svo viðhorf ungs fólks til verkaskiptingar kynja hafi lítið breyst. Og enn er það svo karlar sjá um bílana en konur um þvottinn langt umfram hitt kynið.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.11.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Benedikt Sveinsson

Þetta er fyrst og fremst þjónusta við konunar !

 Ég kalla hlutverk mitt hin fjögur B - Bíða - Brosa (mikilvægt)  - Borga og svo Bera.

 B númer tvo er ansi mikilvægt - að ég hafi gaman að þessu - en Hagkaup er tildæmis hryllileg búð, en þar þarf konan að skoða föt á sig, börnin og allskonar annað dót - og til þess að hún njóti ferðarinnar má ég alls ekki láta eins og mér leiðist.

 Svo þegar hún sá þessa frétt, fylltist hún ekki hatrömum hugsunum um kynjaskiptingu og öðrum femínískum öfgahugmyndum, heldur sá hún tækifæri - að plata mig í búðir...þá þarf ég að borga meira, og bera meira ;)

Benedikt Sveinsson, 29.11.2007 kl. 13:18

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það getur vel verið að margir karlmenn verði fegnir að geta hangið í svona kallahorni. En mikið óskaplega er þetta hallærislegt. Þetta er svona álíka og að koma fyrir kvennahorni í Stjórnarráðinu þar sem konur ráðherranna geta snyrt sig og svona meðan þeir sitja á ríkisstjórnarfundum.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góðir punktar hjá þér, Þorsteinn.

Reyndar myndi ég ekki slá hendinni á móti smá-kaffihorni með dagblöðum og tímaritum, eins og eru komin í ýmsum verslunum. En ég kæri mig lítið um það sem kynhreint horn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.11.2007 kl. 17:59

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hagkaup er aðeins að koma til móts við þá karla sem fara "með" að versla en eru óvirkir í innkaupum. það er ekki okkar að fordæma slíkt. Sjálfur vann ég í verslun í mörg ár og komum upp stólum svo fólk, í langflestum tilfellum karlar gætu slappað af meðan konan fékk næði til að versla.

Þetta pabbahorn Hagkaupa er nú bara til að fá ókeypis auglýsingu sem er bara allt í lagi. Það má segja að Hagkaup þekki sitt heimafólk og hafi svo sem vitað hver viðbrögðin yrðu sem eru ansi oft fyrirsjáanleg.

Við eigum ekki að lesa það versta úr öllu sem gert er. Nelson Mandela sagði að hann gerði alltaf ráð fyrir góðum hug annarra. Það er svo auðvelt að sjá "púka" í hverju skúmaskoti.  

Það er húmor í Hagkaupum. Ég þangað!

Benedikt Halldórsson, 29.11.2007 kl. 19:20

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vil ísskáp sem lætur vita þegar eitthvað vantar í hann.  Verður beintengdur við Nettó eða þannig. Ekkert búðaráp vegna matvöru.   Tímasparnaður. 

Marinó Már Marinósson, 30.11.2007 kl. 11:02

7 Smámynd: Sigurjón

Málið er einfalt: Vera einhleypur!

Sigurjón, 1.12.2007 kl. 01:37

8 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Ég skil ekki þetta leiðindavæl út af einhverju karlahorni. Þorsteinn, ég verð að minnast á samlýkingu þína við Stjórnarráðið, hún er afspyrnuslök, það er ekki verið að tala um að konur taki karla sína með í vinnuna og geymi þá í karlahorninu í Hagkaupum á meðan þær sinna vinnunni.

Ég skal viðurkenna það að ég sé ekki alveg tilganginn með þessu hér á Íslandi, og sérstaklega ekki í hagkaup, ég hef engan áhuga á að fara í Hagkaup og fer því ekki með konu minni þangað frekar en mér sýnist. Hitt er annað mál að svona karlahorn er ekkert nýtt af nálinni, það var t.d. opnað eitt slíkt á Spáni fyrr í haust, það er mun skiljanlegra vegna þess að þangar fer fólk (konur) og verslar heil ósköp, það gæti gengið að manni dauðum að dröslast á eftir konunni í búð eftir búð, dag eftir dag í 30° hita.

Rétt er þó að benda á að í flestum borgum og stærri bæjum eru svona horn út um allt, þau kallast yfirleitt "bar" eða "pub" og þykir afskaplega fínt að tylla sér þar yfir t.d. bolta og bjór á meðan konurnar fara eins og stormsveipur um verslanahverfin. Og að síðustu þá held ég að það standi hvergi að konum sé meinaður aðgangur að þessum stöðum, hvort sem þeir heita bar eða karlahorn hagkaupa, held að fólk sé að gera úlfalda úr míflugu hvað þetta mál varðar. :-)

Þórarinn Þórarinsson, 5.12.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.