Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðisvottorð í Venesúela

big-ChavezmeKastrlnunniJPGHugo Chavez forseti Venesúela hefur vaxið mikið á áliti hjá mér. Hann viðurkennir nauman ósigur sinn í kosningum fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins og hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu. Ef Hugo Chavez væri einræðisherra eins og sumir hægrimenn fullyrða þá hefði hann bara séð til þess að 62% hefðu greitt þessum stjórnarskrárbreytingum atkvæði. Tapið er sigur fyrir lýðræðið og Hugo Chavez á eftir að vera forseti í fimm ár og getur komið mörgum góðum hlutum til leiðar á þeim tíma. Ég hef ekki skoðað nákvæmlega hvað allar þessar breytingar á stjórnarskrá Venesúela hefðu haft í för með sér og það er ekki alveg allt að marka sem stendur í fjölmiðlum hér um málið.

Það er athyglisvert að bera þessar kosningar saman við kosningarnar í Rússlandi sem einnig fóru fram í gær. Þar virðist víða pottur brotinn og varla hægt að tala um lýðræði. Nóg verk að vinna fyrir lýðræðissinna og sennilega erfiðara hlutskipti en í Venezúela.

Hér heima er einnig víða pottur brotinn og spillingin á Vellinum viðgengst áfram. Á Sjálfstæðisflokkurinn sem er allsstaðar í því máli að komast upp með að deila út verðmætum til sinna manna án þess að þurfa að svara fyrir nokkurn hlut? DV tekur málið upp og ég heyrði lesið út afar góðum leiðara blaðsins í morgun. Ríkisútvarpið og sjónavarp virðast ekki ætla að lyfta litla fingri til að spyrjast út úr um spillinguna sem hefur viðgengist með sölu eigna sem áður tilheyrðu bandaríska hernum en vildarvinir Sjálfstæðisflokksins virðast vera að sölsa undir sig, næstum óáreittir. Er ekki kominn tími til að krefja fjármálaráðherra um einhver svör í staðinn fyrir útúrsnúning?


mbl.is Breytingum Chavez hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

EKKI heilbrigðisvottorð fyrir Hugo Chavez. Maðurinn er bilaður. Kann að spila á þjóðarsálina til að afla sér vinsælda, en opinberar um leið eigingirni sína og valdagræðgi þegar á reynir með þessari tilraun til stjórnarskrárbreytinga.

Ég sé að þú hefur áhuga á þjófnaðarmálinu á vellinum og þar getum við  verið sammála um að þar þurfi að velta upp mörgum steinum.

Haukur Nikulásson, 3.12.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Hver hefur sagt að Senor Chavez sé einræðisherra?  Hann er með tilburði til að gerast einn, en sem betur fer er það ekki að takast hjá honum.

Guðmundur Björn, 3.12.2007 kl. 09:09

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér þykkir þeir mjög líkir, Chaves og Pútín. Þ.e.a.s. í stefnumálum sínum og vinsældar viðleitni. Þeir nota báðir utanríkis pólitík og andstöðu við vesturlönd til þess að afla sér vinsælda heimafyrir.

Fannar frá Rifi, 3.12.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hugo er nú hálf klikk en um leið svolítið fyndinn.    Er ekki alveg að "fatta" hann.

Marinó Már Marinósson, 3.12.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hann getur verið svolítið sérstakur kallinn en ég er engu að síður hrifinn af honum, hann er lýðræðislegur og tekur ósigrinum með rósemd. Vona að uppbygging hans á velferðarkerfinu þar í landi valdi keðjuverkun í öðrum löndum þar í kring, enda ansi mikil þörf á!

Þetta mál með þróunarfélagið er náttúrulega ekkert annað en  sjálfstæðisflokkurinn í sinni tærustu mynd. Vona að þetta doðni ekki niður, bjáninn hann Árni ætti að segja af sér

Ísleifur Egill Hjaltason, 3.12.2007 kl. 14:58

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert nú dáldið bjartsýnn, Hlynur, að gefa þessum nýja Che Guevara heilbrigðisvottorð þótt hann hafi virt þessa niðurstöðu. Verstu óþekktarangar geta verið ósköp sætir meðan þeir sofa, en svo vakna þeir, og hvað þá?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2007 kl. 17:17

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég held reyndar að Hugo Chaves sé óvenju vakandi náungi Þorsteinn, of vakandi að mati einhverra:) Ég er auðvitað bjartsýnismaður og held að maður hugsar jákvætt til Hugos þá verði hann líka jákvæðari (samt sennilega seint í garð Bush:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.12.2007 kl. 17:31

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Chavez hefur látið þetta eftir sér: “minorities such as the descendants of those who crucified Christ” have become “the owners of the riches of the world.”

Veistu hverja hann var að tala um?

Hann var að tala um sameiginlega óvini vinstri manna og öfgafullra íslamista. Hann talaði um það sem sameinar þá vitleysinga í baráttunni og hatrinu.

Þú veist greinilega ekki hvað heilbrigðisvottorð er Hlynur minn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2007 kl. 21:22

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Vilhjálmur, ég veit ekki hverjir eru að þínu mati "sameiginlegir óvinir vinstri manna og öfgafullra íslamista". Ég veit bara að ég hata ekki nokkurn mann. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.12.2007 kl. 22:05

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ekki einu sinni Bush?

Ef þú svara því neitandi þá vil ég nú fá þína skilgreiningu á hatri svo ég taki mark á þessum orðum.  

Fannar frá Rifi, 3.12.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: Ransu

Ég skal bara skilgreina hatrið. 

Hatur er eins og ástríða nema hvað hið síðarnefnda snýr að ljósinu en hið fyrrnefnda að myrkrinu. 

Við getum þá sagt að Hlynur sé ástríðufullur í vissu sinni um að Bush sé ...þið vitið hvað...). En hann láti þær tilfinningar ekki leiða sig í myrkur.

Ransu, 4.12.2007 kl. 00:46

12 identicon

Hann lærir af þessu og beitir því meiri hörku í næstu umferð.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband