Leita í fréttum mbl.is

Benazir Bhutto myrt

Ástandið í Pakistan virðist hanga á bláþræði. Daglega eru gerðar sjálfsmorðsárásir. Ekki beint friðsöm jól þar í landi. Kosningarnar sem eiga að fara fram eftir tvær vikur hljóta að vera í uppnámi eftir að einn helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar er drepin. Benazir Bhutto var hugrökk kona og hún lét lífið í dag fyrir hugrekki sitt. Lýðræðið hefur enn og aftur beðið hnekki.


mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Dóttir mín sagði það sama og síðasti ræðumaður, þetta er búið að vera yfirvofandi, en óneitanlega setur að manni óhug við þessi tíðindi. Benazir Bhutto var kona sem sýndi dirfsku og ég hefði svo sannarlega viljað að henni tækist ætlunarverk sitt, að velta þeirri vafasömu stjórn sem nú er við lýði í lýðræðislegum kosningum. Þetta er sorglegt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: ViceRoy

Hrikalegt mál!...  Sérstaklega miðað við þá stöðu sem landið var komið í. Þetta á eftir að setja allt á annan endann þarna, sannaðu til

En halda Pakistanar jól? Hélt meirihlutinn af þeim væri múslimar

ViceRoy, 27.12.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ömurlegur heimur sem við búum í.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.12.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ömurlegt mál...og mikið sem heimurinn þarf að fara breytast....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.12.2007 kl. 15:04

5 Smámynd: halkatla

rosalega er þessi frétt mér mikið áfall, ég bjóst svo innilega ekki við því að þeim tækist að drepa hana... mamma var að segja mér frá þessu núna og sagðist hafa búist við þessu, ég var greinilega sú eina sem hélt að hún myndi lifa sama hvað þessir djöflar myndu reyna oft að drepa hana... þetta er svo sjúkt

halkatla, 27.12.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við þessu mátti búast. Þetta er hræðilegt og ástandið eldfimt. Þetta er að mörgu leyti skelfilegur heimur sem við lifum í, þó við höfum það gott hérna á Íslandi. En hversu lengi?

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 16:48

7 Smámynd: Morten Lange

Mikið er þetta sorglegt

Morten Lange, 27.12.2007 kl. 17:41

8 Smámynd: Sema Erla Serdar

"Ekki beint friðsöm jól þar í landi" ...einmitt mikið haldið upp á jól þarna

Sema Erla Serdar, 27.12.2007 kl. 18:14

9 Smámynd: Jens Guð

  Múslímar halda upp á jólin.  Þeir eru kristnir að því leyti að þeir trúa á þessar gömlu þjóðsögur gyðinga (Gamla testamentið og Nýja testamentið).  Jesú er einn af spámönnum múslima.

  Þar fyrir utan hafa jólin lítið með kristni að gera.  Jólin eru gömul heiðin hátíð ljóss og friðar.  Kristnir ömuðust við jólunum framan af.  Ég man ekki hvoru megin við árið 400 páfinn gaf út að jólin væru fæðingarhátíð Jesú.  En allt sem snýr að jólum er komið úr ásatrú:  Jólatréð,  jólasveinar,  gjafir,  veislumatur o.s.frv.

  Jólin eru sólrisuhátíð.  Jötnar og ásar gerðu friðarsamkomulag.  Orðið jól er að mati sumra fræðimanna samstofna við orðið hjól (= nýr árshringur).  Aðrir vilja rekja nafnið til þess að Óðinn hefur einnig nafnið Jólnir.  Enn aðrir vilja meina að nafnið Jólnir sé dregið af nafni jólanna.   

Jens Guð, 31.12.2007 kl. 01:05

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er ljótt - en samt var þetta viðbúið því miður.

Gæfuríkt ár Hlynur og takk fyrir bloggið þitt og viðkynninguna.

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband