Leita í fréttum mbl.is

Ég ćtla ađ kaupa Moggann í dag

Ég var ađ fletta Mogganum á kaffistofunni áđan og hann er bara stútfullur af áhugaverđu efni. Strax á forsíđunni eru tvćr frábćrar fréttir, önnur af konu sem er til í ađ endurbyggja Laugarveg 4 og 6 á eigin kostnađ, dćmi sem borgarstjórn getur ekki hafnađ og hin af frábćrum árangri í almenningssamgöngum hér á Akureyri. Inní í blađinu er ítarleg og vel skrifuđ fréttaskýring Skafta Hallgrímssonar um reynsluna af ókeypis strćtó frá mörgum sjónarhornum og best finnst mér náttúrulega setning Ninju Rutar nema í VMA sem segir ađ ţađ sé líka menning ađ nota strćtó, ţar hitti mađur fólk á leiđ til vinnu og skóla og ađ margir félaga hennar skilji bílinn eftir heima og fari frítt í strćtó í skólann. Ţetta er snilld og nú ţarf bara ađ bćta kerfiđ og auka tíđni ferđa.

Auk ţess er hellingur af áhugaverđum fréttum í Mogganum, til dćmis skemmtileg grein Einars Fals um "lista međ listamönnum" ţar sem hann fjallar um artfacts.net (ađ vísu smá galli ađ hann gleymir ađ benda á hvar ég er á ţessum frábćra lista sćti, 6.040 af 180.000 og ofar en Georg Guđni og Hrafnkell sjónlistaverđlaunahafi!).

Svo er einnig áhugaverđ grein um Obama og Hillary og meira og meira. Ég veit ađ ţessi pistill minn hljómar eins og ömurleg auglýsing eđa allavega kostun frá Mogganum en svo er nú ekki. Leiđararnir eru líka eins og venjulega svo ekki sé nú talađ um Staksteina sem ég nenni ekki ađ lesa ţó ađ hann hafi jafnvel líka litiđ skár út en venjulega.

Ţađ er greinilegt ađ ţađ er hellingur af fćru fólki ađ vinna hjá Mogganum ţó ađ topparnir (međ undantekningum) séu úti ađ aka. Stundum kaupum viđ Moggann á laugardögum međ Lesbókinni en nú ćtla ég ađ koma viđ í Strax og kaupa ţetta ţriđjudagsblađ og ekki bara hanga yfir mbl.is ţó ađ ţađ sé nú einnig ágćtt.


mbl.is Ósátt viđ rökstuđning ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

kćri hlynur ćtla ađ kíkja á moggan !

knús og ljós til ţín

steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 8.1.2008 kl. 13:03

2 identicon

Ţú lánar mér svo Moggann Hlynur. Ekki er ég áskrifandi og verđ ekki úr ţessu. Hreifst einnig af ungu stúlkunni sem fór á fund borgarstjóra og vildi frítt í strćtó í Reykjavík. Löngu komiđ hér á Akureyri og ég bođa verulega lćkkun eđa frían ađgang ađ sundstöđum bćjarins.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 8.1.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Ertu virkilega ekki áskrifandi? Hvernig er hćgt ađ  lifa án Moggans?

Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Enginn tími til ađ liggja yfir mogganum....svo mikiđ ađ gera, skólinn, fjölskyldan, skólinn útréttingar, skólinn og fleira og fleira, spurning um ađ lesa valdar greinar fyrir nemendur klukkan 9 á morgnana

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.1.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ţér er ekki alls varnađ. Búinn ađ uppgötva Morgunblađiđ

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

"Ninju Rutar"

 Ég verđ ađ hafa orđ á ţví ađ ţetta er ţađ svalasta íslenska nafn sem ađ ég hef heyrt! Ninja! Hvađa snillingi datt í hug ađ skíra hana ţessu nafni?

Skemmtilegt ađ segja frá ţví ađ ég tók líka eftir ţessu og hafđi á orđi í skólanum í dag umtalađa strćtógrein. Held ég byrji bara ađ kaupa blađiđ ef ţeir halda áfram međ svona greinar! 

Ísleifur Egill Hjaltason, 8.1.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínar athugasemdir. Mér finnst Ninja Rut flott nafn og hefur ekkert beint međ samuraimyndir ađ gera. Eitt sinn bar ég út Moggann, frá 10 ára aldri til 14 minnir mig. Var eitt sinn áskrifandi en hef ekki í hyggju ađ gerast aftur áskrifandi ţví nóg er nú af pappír í póstkassanum á hverjum morgni! Ekki beint uppgötvun semsagt:)

Gísli ţú mátt fá Moggann minn, komdu bara og náđu í hann. Komdu fagnandi međ fréttir af lćkkun ađgöngumiđa í sund í dýrustu laug á landinu, hér í "öllum lífsins gćđum". Múhhaahaaah...

Bestu kveđjur, 

Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţessi kona hefđi aldrei bođist til ađ gera ţessar kassafjalir upp nema af ţví hún veit ađ ţetta verđur rifiđ úr ţessu. Nema hún sé eitthvađ vanheil á geđi náttúrulega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 01:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband