Leita í fréttum mbl.is

Hillary Clinton forseti BNA 2008 og "Axarmorðingi í móðurfaðmi"

hillary

Ég spái því hér með formlega að Hillary verði forsetaframbjóðandi Demókrata í BNA í nóvember og að hún vinni nauman sigur á frambjóðanda Repúblikana, sem ég hef ekki hugmynd um hver verður, eftir spennandi og rándýra kosningabaráttu. Vonandi verður Barack Hussein Obama varaforseti þó að John Edwards sé ágætur þá er Obama stjarna. Það að Hillary hafi fellt nokkur tár sýnir bara að hún er mannleg eins og við flest (ef ekki öll:)

Það er svo afar athyglisverður fyrirlestur um allt annað mál í AkureyrarAkademíunni á fimmtudag. Hér er tilkynning um það sem verður á boðstólnum í gamla Húsmæðraskólanum:

Við minnum á fyrsta Fimmtudagshlaðborð ársins

Fimmtudaginn 10. janúar kl. 17 flytur Brynhildur Þórarinsdóttir fyrirlesturinn
„Axarmorðingi í móðurfaðmi. Uppeldisfræði Egils sögu Skalla-Grímssonar“.

Fyrirlesturinn fer fram í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, Akureyri.

Miðaldamenn litu ekki á börn sem sérstakan þjóðfélagshóp heldur „litla fullorðna“, fullyrti franski fræðimaðurinn Philippe Ariés fyrir nokkrum áratugum. Bernskufræðinga greinir nú mjög á um réttmæti fullyrðingar Ariés. Vissulega var íslenska miðaldasamfélagið gjörólíkt því sem við nú þekkjum en engin ástæða er þó til að halda því fram að fólk hafi litið börn öðrum augum en nú er gert. Í erindinu mun Brynhildur ræða um þá „uppeldisfræði“ sem fram kemur í íslenskum miðaldabókmenntum, sérstaklega Egils sögu.

Brynhildur Þórarinsdóttir er íslenskufræðingur og aðjúnkt við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún hefur sent frá sér sex barnabækur og eru þrjár þeirra endursagnir á Njálu, Eglu og Laxdælu, en fyrir þær hlaut hún norrænu barnabókaverðlaunin 2007. Í fyrirlestrinum nýtir hún sér reynslu sína af matreiðslu miðaldaarfsins, barnauppeldi, bernskuvísindum, kennslufræði og karlmennskurannsóknum.

Að erindinu loknu verður boðið upp á léttar veitingar að hætti hússins.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Æ, veistu að ég vona að þú hafir rangt fyrir þér um Clinton, þó vissulega sé hún miklu skárri en Bush þá megum við ekki gleyma því að hún studdi Írakstríðið eindregið. Vil sjálfur miklu frekar sjá Obama sem forseta, hann barðist allavega harðlega á móti stríðinu löngu áður en það komst í tísku. Vil endilega sjá baráttu Obama og Huckabee, þá sjáum við virkilega hvort Bandaríkin eru tilbúin að koma í hóp siðaðra þjóða eða vilja skipa sér á bekk með trúarofstækisríkjum eins og Sádi Arabíu.

Annars er athyglisvert að setja bandarísku forsetaframbjóðendurnar í pólitískt samhengi. Á hinni stórgóðu síðu Political Compass eru þeir flestir settir hægra megin við miðju! Sýnir hversu skekkt bandarísk stjórnmál eru.

Guðmundur Auðunsson, 9.1.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

las frá USA að Repúblikan vilji gera allt til að Hillary vinni, því að Obama geti verið þeim erfiður.

knús kæri hlynur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband