Leita í fréttum mbl.is

Varnir Ingibjargar, eldveggir og heimspekin

Gamli herstöðvarandstæðingurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði fram "frumvarp um varnarmál" á þinginu í dag. Hún er núna í liði með Birni nokkrum Bjarnasyni sem aldrei hefur verið hernaðarandstæðingur. Gott að eldveggirnir verði reistir en hvað halda þeir lengi? Verður ekki bara hægt að pissa á þá? "Hernaðarlegir öryggishagsmunir" eru frekar óhugnanlegir sérstaklega úr munni Björns.

Ég get hinsvegar mælt með heimspekispjalli á Bláu könnunni á sunnudaginn:

Heimspekikaffihús

um lýðræði og mannréttindi

með Ólafi Páli Jónssyni

Bláa Kannan, Akureyri

sunnudaginn 20. janúar kl. 11:00 fyrir hádegi


Ólafur Páll Jónsson heimspekingur mun standa fyrir heimspeki kaffihúsi þar sem fjallað verður um lýðræði og mannréttindi á Bláu könnunni í Hafnarstræti, klukkan 11:00 fyrir hádegi. Síðastliðið vor gaf Ólafur Páll út bókina Náttúra, vald og verðmæti (Hið íslenska bókmenntafélag 2007) þar sem hann glímir m.a. við ýmsar grundvallarspurningar um lýðræði, eignarrétt og meðferð valds.

Heimspekikaffihúsið er öllum opið og byggist á samræðu viðstaddra um tiltekið efni sem fólk hefur áhuga á að ræða. Fyrir áramót stóð Félag Áhugafólks um Heimspeki á Akureyri og Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri fyrir 6 slíkum viðburðum sem allir voru mjög fjölsóttir og urðu kveikja að áhugaverðum umræðum. Félögin ætla því á nýju ári að halda áfram með heimspekikaffihús eftir því sem tækifæri gefast.

* * *

Hugmyndin um heimspekikaffihús á rætur að rekja til morgun fundar heimspekings og nokkurra kunningja hans á kaffihúsi í París árið 1992. Róbert Jack, heimspekingur og höfundur bókar­innar Hversdagsheimspeki (Háskólaútgáfan 2006), stóð fyrir fyrsta íslenska heimspekikaffihúsinu haustið 2005. Heimspeki kaffihús er ekki háfleyg rökræða nokkurra útlærðra heimspekinga heldur heimspekileg samræða á venjulegu mannamáli. Hver sem er getur tekið þátt í henni svo framarlega sem hann er tilbúinn að hlusta á aðra og færa rök fyrir máli sínu.

Á Heimspekivef Háskóla Íslands er grein um heimspekikaffihús:
http://www.heimspeki.hi.is/?greinasafn/annad/cafe_philo

Ólafur Páll er lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands


mbl.is Ísland axli ábyrgð á eigin öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Indælt væri að kíkja í heitt heimspekikaffi nk. sunnudag.  Kemst ekki, er á sléttum og felldum sumardekkjum...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.1.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hæ Hlynur og takk fyrir innlit á síðuna mína. Ég er að hressast og við sjáumst að öllu óbreyttu í fyrramálið.....og svo væntanlega alla helgina það eru svo margar spennandi sýningar að maður má hafa sig allan við að sjá þetta allt. Frábært!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri hlynur, ég og guðsteinn erum að plana vorbloggsýningu á blogginu með fullt af bloggurum sem eru að skapa, ef þú villt vera með sendu mér mail....

BlessYou

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er Ingibjörg Sólrún orðin umskiptingur? Hún virðist hafa orðið bergnumin af þessu hernaðarbrölti sem hún var þó mikill andstæðingur á sínum tíma. En valdið - er það ekki þessi varsjárverði eiginleiki sem spillir góðum einstaklingum?

Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þessi „umskiptingur“ umturnist síðar aftur til betri vegar. Vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hefur hvatt Kremlverja til að grípa til hliðstæðra viðbragða, því miður. Og við eigum ekki að hvetja stórveldin að byggja upp ógnarjafnvægi. Í það fer ógrynni fjár sem betur væri farið til borgaralegra og skynsamlegri verkefna.

Þessar fjárveitingar sem voru eyrnamerktar hernaðarbrölti á fjárlögum fyrir árið 2008 er aðeins byrjunin. Ef fram horfir þá hverfur stöðugt meira fé í þessa skelfilegu og varhugaverðu hít. Kannski tekur því ekki að reka sjúkrahús og skóla með stöðugt lækkandi fjárveitingum meðan stöðugt er ausið í þessa endalausu hernaðarhyggju.

Mosi hvetur þig Hlynur að mála góða mynd af þessu tilefni sem mætti vera okkur til alvarlegrar hugleiðingar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Vigdí Finnbogadóttir sagði einu sinni í sjóvarpinu að það væri eðlilegt að verða meira íhaldssöm þegar árin færast yfir. Ég vissi ekki að Ingibjörg væri svona gömul......

Gunnar Páll Gunnarsson, 18.1.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband