Leita í fréttum mbl.is

Steinn Kristjánsson opnar sýninguna "Hugrenningar" á Café Karólínu laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14

steinn


Steinn Kristjánsson

Hugrenningar

02.02.08 - 29.02.08


Velkomin á opnun laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---

Laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14 opnar Steinn Kristjánsson sýninguna "Hugrenningar", á Café Karólínu á Akureyri.

Steinn Kristjánsson útskrifađist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2007. Hann stundar nú nám viđ kennaradeild Háskólans á Akureyri.  Hann segir um sýninguna á Café Karólínu:

"Umrćđan í ţjóđfélaginu fer fram á ólíkum stöđum. Mörgum sýnist sem hefđbundiđ kaffihúsaspjall sé á hröđu undanhaldi fyrir spjallrásum og bloggsíđum. Fólk er ađ eiga í orđaskiptum  á netinu sem ţađ myndi ekki eiga undir fjögur augu.

Sýningin Hugrenningar er tilraun listamannsins til ađ fćra umrćđuna aftur inn á kaffihúsiđ undir formerkjum bloggsins. Hann setur ekki upp sýningu sem á ađ hanga vikum saman á stađnum. Heldur er ţađ listamađurinn sjálfur sem hangir á kaffihúsinu og gerir eitthvađ nýtt og spennandi á hverjum degi. Í stađ ţess ađ blogga um eitthvađ hengir hann upp renning, s.k. hugrenning. Á hann skrifar hann sínar hugrenningar um ţađ sem honum liggur á hjarta hverju sinni, límir á hann teikningar, ljósmyndir og úrklippur. Öllum er heimilt ađ kommenta á renninginn. Í stuttu máli er ţetta tilraun um mannleg samskipti. "

Nánari upplýsingar veitir Steinn í steinn52(hjá)visir.is og í síma 8490566

Sýningin á Café Karólínu stendur til 29. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 2. febrúar, klukkan 14.

Sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant hefur veriđ framlengd til 29. febrúar 2008. Ţann 1. mars opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ţiđ eruđ ótrúlega dugleg ţarna noranfjalls í sýningarhaldi. fór ađ vísu sjálfur ađ sjá hjá honum steingrími eyfjörđ, náfrćnda.... sem ég frétti reyndar bara í vikunni.... og líkađi vel. nóg um ađ vera svosem í borginni en mađur nennir alltof lítiđ.

myndi gjarna vilja sjá sýningu jóns laxdals sem mig minnir ađ hafi veriđ forsöngvari í stórhljómsveitinni bjössarnir hér fyrir ekki svo löngu. kannski rúmum tuttugu árum..

hann gerđi eitt af mínum uppáhaldsljóđum, nú eđa textum: "ţrítugur hamar ađ baki".

arnar valgeirsson, 1.2.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ćć ég verđ hálf öfundsjúk af öllu ţessu listalífi ykkar Akureyringa. Ţvílik sprengja - bara ađ ţađ vćri ekki svona dýrt ađ fljúga.

Edda Agnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 12:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband