Leita í fréttum mbl.is

Occupation 101 sýnd í kvöld

101 Það er áhugaverð heimildarmynd sýnd í Alþjóðahúsinu í kvöld klukkan 20. Í texta um þessa margverðlaunuðu mynd segir:

" Occupation 101 kemur fram með greiningu á staðreyndum og leyndarmálum sem eru umvafin hinni langvinnu deilu um Ísrael og Palestínu. Myndin lýsir líka lífi fólks undir hersetu Ísraels, hlutverki Bandaríkjanna í baráttunni og stærstu hindrununum sem standa í vegi fyrir langvarandi friði. Rætur átakana eru útskýrðar út frá sjónarmiði friðarsinna, fréttamanna, trúarleiðtoga og fræðimanna í málefnum miðausturlanda og mannúðarmála."

Occupation 101 (90 min)
Þriðjudagurinn 5. Febrúar, klukkan 20:00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis! - Allir velkomnir!

Félagið Íslands-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á  athyglisverðum heimildar- og bíómyndum  er hafa  með málefni Palestínu og Ísraels að gera. Sýningarnar verða fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu og er það hin margverðlauna heimildarmynd Occupation 101 sem er fyrst í sýningarröðinni.

Hér eru meiri upplýsingar um myndina: http://www.occupation101.org


mbl.is Landamæri Gasasvæðisins opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mynd í anda "meistara" uppátækjanna, Michael Moore, gagnar ekki Palestínumönnum. Kvikmyndin er einhliða réttlæting á öfgum Palestínumanna.

Mynd, þar sem aðeins er talað við gyðinga sem eru yfirlýstir andstæðingar zíonisma og Ísraelsríkis, gagnar ekki Palestínumönnum.

Kvikmyndin heldur því fram að Ísraelsmenn hafi stundað Ethnic Cleansing og Þjóðarmorð. Ætlað þú líka að halda því fram, Hlynur Hallson?

Á fyrstu 4 mínútum kvikmyndarinnar er því haldið fram að þjáðar þjóðir hafi alltaf veitt vopnaða mótspyrnu.

Af hverju heldur þú, Hlynur, að leifarnar af gyðingum Evrópu hafi sest að í Palestínu eftir síðari heimsstyrjöld. Var það vegna vopnaðrar mótspyrnu? Var það vegna þeirrar miklu hjálpar sem Íslendingar veittu gyðingum? Af hverju heldur þú Hlynur að gyðingar í löndum Múslíma hafi flúið til Ísrael eftir 1948? Af hverju heldur þú Hlynur að Sýrlendingar hafi byggt veg ofan á helsta grafreit gyðinga í Damaskus eftir að þeir höfðu verið flæmdir burt úr landi, sem þeir höfðu búið lengur í en sum þjóðarbrotin sem þar eru í dag?

Má vera að kvikmyndin Occupation 101 sé margverðlaunuð. En mikið hefði verið gott ef heimildamyndir um gyðinga í Evrópu og Arabaheiminum hafi verið verðlaunaðar á sínum tíma, þegar Evrópuþjóðir og Múslímar stunduðu ethnic cleansing og Þjóðarmorð á gyðingum.

Vinstri menn, sem studdu Stalín og meðferð hans á gyðingum, og herferð Gomulka og hans böðla gegn gyðingum í Póllandi árið 1968, ættu að vera móttækilegir fyrir áróður eins og Occupation 101. Það er örugglega kvikmynd í anda fólks sem aðeins sér eina hlið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.2.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér sjást Palestínskir Jihad menn skóta annan Palestínumann á torgi fyrir framan hundruð manna. Aftökur án dóms og laga.  Það er ekki allt eins og fréttir sýna þarna niðurfrá.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vilhjálmur. Hvað var það annað ern Ethnic Cleansing þegar hryðjuverkasamtök Zíonista hröktu hátt í milljón Palestínumanna frá heimilum sínum með fjöldamorðum og hryðjuverkum árið 1947 til að ná fram nægjanlegum "gyðinglegum meirihluta" á því landi, sem stofna átti Ísrael á.

 Hvað er það annað en þjóðarmorð þegar þjóð er hrakin frá heimilum sínum og troðið í flóttamannabúðir á afar takmörluðu svæði. Nánast öllu landi þeirra stolið af þeim. Ætli Palesínumenn búi ekki í dag á um það bil 10 til 15% af upprunanlegu landi sínu.

Mynd, sem sýnir þá villimannslegu grimmd, sem Ísraelar hafa sýnt Palestínumönnum í áratugi hjálpar að sjálfsögðu Palestínumönnum. Það má vel vera og er sennilegt að þessi mynd sé ekki alveg hluytlaus. Hún sýnir þó væntanlega ýmislegt, sem er satt og rétt en ekki ljóst öllum Vesturlandabúum.

Hvernig væri að þú færir líka að gagnýna áróðursmyndir Ísraela og færir að hætta að dásama áróðursrit eins og Honest Reporting (þvílíkt öfugnenfi) eins og þar finnist sannleikurinn um málefni Ísraels og Palestínu.

Sigurður M Grétarsson, 5.2.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Sigurður Árnason

'Eg er hræddur um að þessi mynd verði ansi einhliða ef Ísland-Palestínu samtökin standa fyrir henni. Nafnið á samtökunum segir allt sem segja þarf um myndina. Palesínumenn eru góðu kallarnir og Ísraelsmenn öfugt, Barnalegt.

Sigurður Árnason, 5.2.2008 kl. 22:39

5 identicon

Giskleikurinn Kalli Tomm, nefndur eftir skapara sínum í Mosó verður hjá mér kl 21. Skráðir Mbl. bloggarar velkomnir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 17:55

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefur verið áhugavert en ég var of sein.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.2.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: inqo

múslimar eru sori nútímans. man alltaf eftir myndskeiðinu þar sem arabapabbinn skýldi sér með syni sínum þegar skotrhríð hófst. hélt svo á honum í fanginu og syrgði hann grenjandi.

hverskonar lýður hleður sprengiefnum á þroskaheft fólk og sendir það í "sjálfsmorðsárásir".

það er bara til ein lausn á múslimavandamálinu en það eru fáir sem þora að tala um hana, en vita hana engu að síður.

inqo, 12.2.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31