Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn rjúkandi rúst

getfile

Það er einkennilegt hvað Flokkurinn ætlar að draga á langinn skrípaleikinn í Borginni. Það stendur ekki steinn yfir steini lengur. Villi ætlar greinilega ekki að segja af sér, hann hefur að eigin mati ekkert á samviskunni, ekkert. Og sexmenningarnir styðja hann "á meðan hann er oddviti". Það er bullandi valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins og hann logar nú stafnanna á milli. Sökkvandi skip.

Það var vandræðalegt að horfa uppá Pétur Blöndal í Silfri Egils í dag. Dagur og Svandís voru hinsvegar afdráttarlaus og ætla að vinna saman og ekki hoppa uppí með óstjórntækum Flokki. Maður vorkennir næstum Geir H. Haarde að standa í þessu, eða "lenda í þessu" eins og hann gæti auðvitað orðað það.

Auðun Gíslason fer ýtarlega yfir þessi mál á blogginu sínu og hörðum sjálfstæðismönnum eins og Stefáni Fr. er ekki heldur sama.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hætt að hlakka í mér. Persónuleg vorkunn kominn inn, en jafnframt full harka að sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þurfi að fara via dolarosa (veg þjáningar) á enda.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Rétt er það, Gísli.  Það er bara verst að Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að fara lengri leiðina!

Auðun Gíslason, 11.2.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver eru rökin fyrir því að Vilhjálmur Þórmundur eigi að segja af sér?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning með þennan Sjálfstæðisflokk: Halda mætti að hann sé rekinn eins og hvert annað prívatfyrirtæki - kannski frá Seðlabankanum?

Um starfsemi stjórnmálaflokka eru nánast ekkert lagaumhverfi. Því horfum við upp á þessa endalausu vitleysu sem er farið að minna á einhverja fáranlega farsa. Kannski pólitíkin á Íslandi eigi eftir að verða leikritahöfundum sem skrifa í anda Dario Fo endalaus uppspretta hugmynda fáranleikans.

Einn starfsfélagi minn líkti Vilhjálmi fyrrum borgarstjóra Reykjavíkur við orustuskipið Bismarck eftir að Bretum tókst að eyðileggja stýrið í seinni heimsstyrjöldinni. Skipið sigldi endalaust í hringi og nánast sama hvað gert var, það var nær óskökkvandi.

Kannski að loksins þegar Vilhjálmur dregur sig í hlé og hættir að hann dragi Sjálfstæðisflokkinn niður með sér, kannski ekki niður í hina votu gröf Bismarcks. En á meðan er hann enn þar er mjög veiklulegur borgarmeirihluti í Reykjavík sem getur sprungið á hvaða augnabliki sem er.

Einu sinni auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn fyrir allar borgarstjórnarkosningar að hann væri vörn gegn glundroða. Nú virðist glundroðinn vera innbyggður í Sjálfstæðisflokkinn!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Flokkurinn á ekki aðild að þessum skrípaleik Hlynur, vinur. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar upp fyrir haus í þessari ótrúlegustu uppákomu síðari ára í sveitarstjórnarpólitík. Þann flokk (með litlum staf) má leggja niður og eyða þar með uppsöfnuðum spillingarmálum til margra áratuga. Ítök ólíklegustu hagsmunahópa og fyrirtækja í þeim flokki koma í eiginlega alveg í veg fyrir heiðarleg vinnubrögð þeirra sem reyna að stunda vitræn stjórnmál þar.

Haukur Nikulásson, 11.2.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Heimir L. Fjelsted bl.ed! Vilhjálmur er rúinn trausti og grípur í það hálmstrá að skrökva út og suður. Það hefur enginn áhuga á slíkum stjórnmálamanni. Hvað þá að sæá sami eigi að verða borgarstjóri, aftur. Núna lætur hann bíða eftir sér, búinn að segja öllum fréttamönnum að fundurinn sé í Ráðhúsinu en er svo að smjatta uppí Valhöll. Það er ekki allt í lagi.

Fyrirgefðu mér Haukur, en stundum er talað um Sjálfstæðisflokkinn sem Flokkinn með stóra effinu því hann lítur þannig á sig.

Takk fyrir innleggin líka Auðun, Guðjón og Gísli og bestu kveðjur. 

Hlynur Hallsson, 11.2.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Afhverju er ekki sett bráðabirgðalög í landinu og efnt til kosninga?

Edda Agnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 14:49

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Og Hlynur hvar er auglýsingin hjá þér?

Sko frá NOVA?

Edda Agnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 14:50

9 Smámynd: Ransu

Sæll Hlynur.  Alltaf gaman að heimsækja síðuna þína þótt ég sé dálítið latur við að koma með "komment". Stenst þó ekki freistinguna í þetta skiptið því ég man ekki betur en að maðurinn sem um ræðir hafi einróma verið kjörinn klúðrari ársins 2007. Og síðan á hann að setjast aftur í borgarstjórastólinn.

Þá þykir mér gott að búa ekki lengur í Reykjavík.

Ransu, 11.2.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Hvað þarf til að boðað sé til kosninga? Væri ekki verðugt verkefni fyrir félagsmálaráðherra að leggja fram bráðbirgðalög um að boðað yrði til kosninga í Reykjavík eigi síðar en 15 mars í ár ég er viss um að það er meirihluti fyrir þessu á þinginu. við borgarbúar gætum lagt fram undirskriftalista þar sem krafist væri kosninga borgin er stjórnlaus fólk sem starfar hjá borginni segir upp treystir sér ekki að vinna í þessu óörugga umhverfi

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 11.2.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

"Sjálfstæðisflokkurinn rjúkandi rúst".  Hann væri betur kominn sem aska, sem fyki svo út á haf.

Þorkell Sigurjónsson, 11.2.2008 kl. 18:04

12 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Alveg sammála þér Hlynur. Það sem er óneitanlega skondið í þessu máli að Sjálfstæðisflokkurinn bjó til sína eigin snöru mað aðstoð Framsóknar. Þessi snara heitir Geyser Green Energy og efniviðurinn er stefna flokksins í orkumálum. Þetta afkvæmi fékk góðan hluta í Hitaveitu Suðurnesja í tannfé frá ríkisstjórninni (D+B) og sömu flokkar greiddu henni leið inn í REI og OR.

Ég veit ekki um sekt eða sakleysi Vilhjálms, en hann er þægur flokksmaður og áreiðanlega hafa þær ákvarðanir sem hann tók í málefnum REI verið samkvæmt réttri línu. Það er jú stefna Sjálfstæðisflokksins að einkavæða m.a. orkufyrirtækin og orkulindirnar. Sú stefna er flokknum dýrkeypt nú í Borginni og á eftir að kosta hann meira á landsvísu.

Með kveðju,

Valgeir Bjarnason, 11.2.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.