Leita í fréttum mbl.is

Vá og heilar 6.500 krónur árið 2010

Er ekki allt í lagi? Á að hafa fólk að fíflum? Erum við að tala um 18.000 kall strax og .... Alex Björn bloggfélagi minn bendir á að þessar 18 þús. eru í raun 11.570 kall eftir skattinn. Er það allt sem launafólk á skilið í þessu þjóðfélagi? Hvað fær Villi Egils mikla launahækkun? Líka 18.000 kall? Eða kannski 180.000 ofan á milljónina sem hann er með núna, eða eru þær orðnar tvær? Og svo vill Villi líka banna öðrum láglaunastéttum hjá ríkinu, ómenntuðu starfsfólki leikskóla, sem og leikskólakennurum, hjúkrunarfólki og öllum að hækka launin meira en hann semur um. Ég endurtek: Hann vill banna öðrum um að semja um meira en hann ætlar að skammta sínum viðsemjendum. Það er rétt hjá Ögmundi að þetta heitir forræðishyggja og frekja á íslensku, sem formaður Samtaka iðnaðarins sýnir af sér. Alltaf sama sagan með þetta íhaldslið, arðrænir fólk og ætlar svo að skammta úr hnefa.

Það eina jákvæða er að menn eru loksins að tala um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun. Hvernig væri að sættast á 50.000 kall strax og 20.000 kall 2009 og svo sjáum við bara til hvernig gengur með 2010. Ef auðvaldið heldur áfram að skammta sér ofurlaun áfram þá er líka hægt að borga venjulegu fólki 50.000 í viðbót við sín allt-of-lágu laun.

(myndin er fengin að láni frá síðunni hans Ögmundar


mbl.is Taxtar hækka um 18 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Þið kommar eru samir við ykkur - þolið ekki þegar frjálst fólk semur.  Ykkar markmið er að setja allt í uppnám, orkuiðnað, utanríkismál, fjármál, samningamál........  Þið eruð ekki stjórntæk í neinum skilningi þess orðs.  Réttlæti komma er eitthvað sem ég frábið mér og okkar ágæta þjóðfélagi - þeirra réttlæti hefur aldrei virkað, mun aldrei virka og og er einskins virði.  Pragmatískar leiðir fela í sér lausnir.  Verkalýðsfélög eru til fyrri félagsmenn og þeir ráða og hafa ráðið.  Sem betur fer erum við ekki með kommi-sara í slíkum verkeum eins og sumar dreymir um.

kvær kveðja

Sveinn V. Ólafsson

Sveinn Valdimar Ólafsson, 15.2.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Rétt frændi.  Ég verð oft svo pirraður að heyra hvernig hálaunaðir menn ákveða hvað sé best og hollt fyrir okkur hin sem búum í þessu landi. Sorglegt!  Drambið er að fara með þá.

Marinó Már Marinósson, 15.2.2008 kl. 10:27

3 identicon

Samkvæmt Sveini V. Ólafssyni er ég kommi. Það er ekki slaklegt miðað við pistil þinn Hlynur of niðurstöður hans. Hvað er þá Sveinn? Guðslíknandi launajöfnunarengill? Nú er Sveinn með bláskuggamynd af sér. Getur verið að hann sé ekki til? Að öðru leyti tek undir orð þín Hlynur enda var búinn að blogga svipað...jafnvel harðara.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 10:37

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sú einasti og skilvirkasti aðgerð til þess að bæta kjör láglaunafólksins er að hækka skattleysismörkin allverulega. Af hverju er það aldrei inn í myndinni? Allir vita jú að þetta myndi virka. Ég skil ekkert í þessu!

Úrsúla Jünemann, 15.2.2008 kl. 12:01

5 identicon

Launabarátta snýst ekki um hægri vinstri pólitík, ég tel það löngu úreldar asakanir fyrir hagsmunaplott valdhafa.  Málið er að við viljum öll að þjóðfélagið í heild hafi það sem best ekki satt?  Láglaunafólk má ekki dragast of langt aftur því þá gefst það upp og gefur sál sína uppá kerfið, og ekki er það ódýrt fyrir okkur hin sem höldum áfram að strita.  Það þarf að hækka launin umfram verðbólgu ef eðlilegur hagvöxtur á að geta myndast, ekki hagvöxtur á lánum (þó öll lán séu ekki slæm).

 Fyrir 30 til 40 árum gat bensínafgreiðsumaður séð fyrir sinni fjölskyldu, í dag þarf sennilega 2 til 3 bensínafgreiðslufólk til að framfleyta heimili.

Ég endurtek að fara að vísa í pólitík varðandi kjarabaráttu er hallærislega úrelt, þetta er spurning um skilvirka hagfræði...... 

gfs (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Til framfærslu einstaklings þurfa nettólaunin að vera 177 þúsund krónur á mánuði. Að verkalýðsfélög, foringjar þeirra, semji um lægri laun félagsmönnum sínum til handa er út úr öllu korti...Þá er eitthvað að hjá þeim...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 15.2.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.