20.2.2008 | 00:48
Hraðlest til Keflavíkur, já takk
Tillaga Árna Þórs Sigurðssonar og þingmanna úr öllum flokkum er löngu tímabær. Það er kominn tími á almennilegar almenningssamgöngur frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur. Á Stöð 2 var ótrúlega hlutdræg og neikvæð "frétt" um málið. En það má ekki láta úrtöluliðið ráða för. Við erum komin inn í 21. öldina og það er sjálfgefið að nota innlenda orkugjafa, rafmagnið, til að knýja samgöngutæki framtíðarinnar.
Léttlestarkerfi í Reykjavík ekki ósvipað hinu frábæra METRO í Kaupmannahöfn er einnig eitthvað sem skoða ber vandlega og með opnum huga. Nemendur í Háskóla Íslands gerðu athugun á hagkvæmni lestar milli Reykjavikur og Keflavíkur og niðurstaðan var að það margborgaði sig. Árni Þór á heiður skilinn fyrir að fá þingmenn úr öllum flokkum með sér á þetta þarfa mál.
(Myndin er af Metrolest í Portúgal)
Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Komdu nú margblessaður gamli "ÓLUNDARleppur"!
Hef nnu endrum og sinnum kíkt á þig Hlynur min og þú slærð ekki slöku við sé ég í pólitíkinni þótt þú hafir ekki látið þig hafa það að demba þér alfarið í hana!
Og jájá, má bara drífa sem mest af flugvallarklabbinu suðureftir, niðurdrepandi og leiðinleg þessi endurtekna umræða um Vatnsmýrina og allt fari til andskotans ef malbikið þar fær ekki að vera!
Þú ert annars væntanlega bara hress og kátur, að ala upp börnin og mála!?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 01:01
Ég þoli mig ekki fyrir það sem ég ætla nú að segja en nú er ég SAMÁLA ÞÉR!!!
Hlynur Jón Michelsen, 20.2.2008 kl. 01:09
Gaman að sjá þig aftur Magnús Geir og ég tek heilshugar undir með þér. Ég er samt ekki að mála mikið, spreyja smá og setja saman texta og ljósmyndir og þessháttar:)
Og kæri nafni, gott að við getum verið sammála um eitthvað, það hlaut að koma að því.)
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 20.2.2008 kl. 01:23
Sæll Hlynur, ertu búinn að velja þér óskalit á lestina?
Ólafur Þórðarson, 20.2.2008 kl. 01:41
Ég hef ekki undan að vera sammála öðrum bloggurum um þetta mál.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 02:01
Löngu tímabært - og við hæfi að bjóða þeim sem sækja Ísland heim upp á almennilegan fararskjóta inn í höfuðborgina. Miklu flottara - og væntanlega mun minna kolefnis-fótspor heldur en hjá vini mínum Fly-Bussinum.
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 20.2.2008 kl. 02:20
Sæll Hlynur,
Tek undir með þér með framsýni Dana í lestarmálum. En Metrókerfið í Kaupmannahöfn er flott kerfi.
Mikið er nú annars ánægjulegt að stjórnmálamenn skuli núna loksins taka við sér að alvöru í þessu mái.
Hér má sjá nokkrar greinar og tillögur um lestarkerfi á Íslandi í ýmsum útfærslum fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar.
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Jarðlestarkerfi í Reykjavík - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Lestarkerfi fyrir Austurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lestarkerfi fyrir Norðurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379281/
LÉTTLESTAKERFI + REIÐHJÓL
http://photo.blog.is/admin/blog/?entry_id=385432
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/392155/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.2.2008 kl. 07:00
Takk fyrir alla þessa tengla Kjartan. Ég tak daginn i að skoða þetta:)
Bestu kveðjur öll,
Hlynur Hallsson, 20.2.2008 kl. 08:50
Ef hraðlest væri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur með viðkomu í Njarðvík, Vogum, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi og skiptistöð við Kringluna, væri hægt að leggja af rútur og flutningabíla á þessari leið. Hægt væri að splitta leiðinni við Kringluna, niður að Sundahöfn annars vegar og vestur í bæ og upp á höfða hins vegar.
Slysum myndi fækka verulega og þar er líka verulegur sparnaður, því dagurinn á gjörgæslu kostar um hálfa milljón á dag svo ekki sé minnst á endurhæfingakostnað.
Lestin myndi borga sig upp á svo margan tengdan máta sem sjaldnast og nánast aldrei er tekinn inn í reikninginn.
Ég er því sammála í einu og öllu og er að spá í að fara að bakka umræðuna upp með því að gerast hávær. Það er að mínu mati réttur okkar að þetta mál verði krufið til mergjar, og það á ekki að blása tillögur af vegna pólitísks ágreinings.
Svona mál eiga að reiknast af Business mönnum en ekki pólitíkusum, rétt eins og mislægu gatnamótin sem þarf að græja við Kringluna. Það væri óvitlaust að gera ráð fyrir plássi fyrir lest þegar þau verða endanlega ákveðin.
Baldur Sigurðarson, 20.2.2008 kl. 09:42
Og þar með Reykjavíkurflugvöllur lagður niður? Eigum við ekki að styðja félaga okkar í Wal-mart málinu?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:38
Ætlar þú virkilega að styðja það að völlurinn verði aflagður á Reykjavíkursvæðinu þ.e. ef hraðlest kemur til með að fara á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur, með viðkomu í Njarðvík, Vogum, Hafnarfirði,(stoppar þar örugglega lengi) Garðabæ og Kópavogi og skiptistöðin við Kringluna eða Mjódd og þú búandi norður á Akureyri? Hlaupandi með fullt af töskum inn í lestina áður en hurðin lokast.
Marinó Már Marinósson, 20.2.2008 kl. 12:15
SVonasvona, óþarfi að vera strax með úrtölustæla og neikvæðni, fyrsta skrefið væri útfærsla á leiðinni sjálfri og hvað hentaði best við uppbyggingu hennar til sem flestra þátta. EF þetta ætti að heita hraðlest, þá liggur það í augum uppi að hún færi ekki á milli eins og einhver strætó!
Hitt er svo annað mál, að hver veit nema þróunin yrði sú, ef byrjunin gæfist vel, að breiðari útfærsla yrði á þessum lestarferðum sem gæfu þá kost á biðstöðvum á nefndum stöðum.
En semsagt eins og alltaf þegar skynsemin ræður för, þá taka menn eitt skref í einu!
Og takk fyrir það Hlynur minn, vona að ég sé ekki miklu ljótari en í gamla daga haha!?
Og auðvitað, þú varst fyrir löngu farin að þróa þína listsköpun langt út fyrir málverkið, það vissi ég nú!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 13:56
Ég mun örugglega verða fyrstur til að notfæra mér lestina enda hef ég ekkert á móti henni. Þyki bara vænt um flugvöllinn í Reykjavík.
Marinó Már Marinósson, 20.2.2008 kl. 14:11
Það er löngu tímabært að að skoða þessi mál af fullri alvöru, það virðist flest benda til að þetta sé betra, slysum myndi fækka, það myndi draga úr mengun og allt bendir til að þetta sé fjárhagslega hagkvæmara.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.2.2008 kl. 15:10
Þetta hef ég lengi sagt.
Eitt vil ég nefna annað: úrtölumenn segja að við ættum ekki að hugsa út í þetta, því við höfum ekki þá innviði, þeas teinakerfi, sem aðrar þjóðir byggðu á 19. öld. Það virðist bara hins vegar ekki skipta neinu máli, því nágrannaþjóðir okkar eru enn að leggja glænýjar brautir þar sem engar voru áður.
Við eigum raforku, en ekki olíu. Hvers vegna ekki nýta hana?
Elías Halldór Ágústsson, 20.2.2008 kl. 15:14
Hvað er fólk að hugsa við getum ekki einusinni rekið strætisvagna,
það er 150% dýrara á hverja lengdareiningu að legja járnbrau en akveg.
Og öll Íslenska þjóðin er 300 þúsund mans. Hvaðan eiga að koma
tekju fyrir lagningu og rekstri slíkra mmannvirkja.
Leifur Þorsteinsson, 20.2.2008 kl. 16:44
Leifur : Það er til eittvað af borgum af þessari stærðargráðu með lestakerfi. Þar fyrir utan er að koma í ljós betur með hverju árinu að lestarsamgöngur eru vinsælar og margborga sig fyrir samfélaginu.
Baldur : Það er ekki nóg að fá "Business menn" til að reikna hagkvæmnina, þó að þeir séu eflaust til nokkrir sem mundu geta búið til gott verkefni úr þessu. Aðalmálið er að horfa á miklu stærri hluti af myndinni varðandi hagkvæmni og ávinningur, meðal annars borið saman við bíla-lausnir.
Sjá færslu minni hjá Árna Þór þar sem ég vitna í skjalið
Transportation Cost and Benefit Analysis
frá Victoria Transport Policy Institute í Kanada.
( http://arnith.blog.is/blog/arnith/entry/449354/#comments )
Morten Lange, 20.2.2008 kl. 17:00
Hlýnur, ég er SAMMÁLA, SAMMÁLA, SAMMÁLA!
Það er kominn tími til að við þokumst inn í nútimann í samgöngumálum í þéttbýli. Reykjavík er orðin borg, með öllum þeim samgöngumálum sem verður að leysa úr, og það þýðir ekkert að einblína á hvernig þetta hafi nú einu sinni alltaf verið.
Æ, hvað ég roðnaði ofan í tær síðast þegar ég fór með rútu frá Keflavík til Reykjavíkur: Lestir á Íslandi, aths. #10.
Síðan tel ég raunhæft að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur eftir að komin væri hraðlest þessa leið. Það tæki enga stund að ferðast þarna á milli með henni og það myndi létta rekstur lestarinnar að fá líka innanlandstraffíkina, í viðbót við ferðamenn og það fólk í Keflavík sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, sem er fjölmargt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 17:22
það yrði allt auðveldara fyrir mig þegar ég skrepp heim... ég krossa fingur.. kær kveðja til þín og þinna kæri hlynur vinur !!
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:13
Það er ekkert varið í svona umræðu þegar allir eru sammála. Ég er algjörlega ósammála. Eru allir búnir að missa sjónar á efnahagnum. Það liggur í augum uppi að slíkt mannvirki yrði rekið með stórfelldu tapi í það minnsta þar til að íslendingar hafa náð einni milljón íbúa. Og þó að það sé lest þá er ekki sjálfgefið að maður mundi fara með henni. Segjum að ég ætli til útlanda, Þá þarf ég að koma mér á næstu lestarstöð, gæti ég skilið bílinn minn eftir þar? Varla. þannig að fyrst þyrfti ég að taka leigubíl á lestarstöðina og svo lestina og svo flugið og svo borga hærri skatta af því að þetta mundi kosta ríkissjóð háar uppæðir. Á meðan við getum ekki einu sinni borgað leikskólakennurum fyrir að passa börnin okkar eigum við ekki að hugsa með svona flottræfilshætti.
J. Trausti Magnússon, 20.2.2008 kl. 21:49
Ég held að það komi að því að við fáum lestir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.2.2008 kl. 22:54
Sammála. En ég held að lestin þurfi ekki að vera hol að innan.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.2.2008 kl. 23:06
Mig langar til að vekja athygli J. Trausta á því að eins og er þarf maður að komast á B.S.Í., ætli maður að taka rútuna "suðureftir". Það myndi líka kosta hann leigubíl, þó oft hafi ég sjálf nú reyndar tekið strætó þangað, ef flugið hefur verið að deginum, þar sem ég er yfirleitt með lítinn farangur. Síðan kostar, eða gerðið það síðast þegar ég tók rútuna, 1.100 krónur með henni. Ég hef ekki trú á að það yrði dýrara með lest, hugsa að það verði hægt að lækka fargjaldið ef eitthvað er. Í rútunni er yfirleitt frekar þröngt um mann og farangur verður að segja í farangursgeymslu, baksa honum svo út og inn þegar á áfangastað er komið, í öllum veðrum. Í lest yrði mun rýmra um mann, auk þess sem ég sé fyrir mér að það yrði innangengt í flugstöðina af lestarstöðinni, sem væri til mikilla bóta frá núverandi fyrirkomulagi, þegar maður nýkominn frá útlöndum þarf oft að norpa og bíða eftir að koma farangri á rútu og svo að komast upp í hana. Í lest væri maður þess utan laus við þess konar príl!
Ef maður keyrir á sínum einkabíl til Keflavíkur þarf að koma honum í geymslu þar á meðan maður er úti, það kostar líka sitt.
Lest á milli Reykjvaíkur og Reykjanesbæjar er alls ekki flottræfilsháttur, heldur mjög praktísk lausn á leið sem margir ferðast daglega. Sparnaður fyrir samfélagið, bæði hvað varðar viðhald á veginum (Reykjanesbraut), eldsneytiskostnað, slit á einkabílum, mengun vegna útblásturs þeirra og afleiðingar alvarlegra umferðarslysa (sem hafa því miður oft verið ljót á þessir leið á undanförnum árum).
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:50
Varðandi það að þetta myndi vera of dýrt fyrirtæki langar mig til að leggja fyrir J. Trausta á eftirfarandi tölur:
Um Leifsstöð fóru árið 2005 365.152 erlendir ferðamenn, eða gott betur en allir Íslendingar. Þessi tala hefur vafalaust heldur hækkað en hitt síðan 2005, þegar þessi samantekt var gerð.
Heildarfjöldi ferðamanna með rútu til og frá Leifsstöð árið 2004: 226.605 (bls. 8, mynd 3 í skýrslunni sem tengillinn hér fyrir ofan vísar í). Mestur var fjöldinn í júní það ár, eða 36.493. Þetta var sem sagt fyrir 3 1/2 ári síðan, talan hefur örugglega hækkað talsvert á þeim tíma sem liðinn er.
Þegar við þessar tölur bætast það fólk sem ferðast daglega með einkabíl eða áætlunarferð milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur, en sem myndi trúlega vilja nýta sér lestina, sér í lagi ef almenningssamgöngur innan Reykjavíkur væru komnar í skaplegra horf myndi heildartalan hækka töluvert. Að maður tali nú ekki um ef innanlandsflug væri flutt til Keflavíkur, því mér er tjáð af þeim sem til þekkja að rúmlega 500.000 manns nýti sér innanlandsflugið á ári.
Sumir segja það tilætlunarsemi af okkur í þessum landshluta að ætlast til að þeir fari að sitja í lest frá Reykjavík til Keflavíkur. Ferðin með lestinni myndi alveg örugglega taka styttri tíma en að koma sér til dæmis frá Reykjavíkurflugvelli upp í Grafarvog. Og ég veit ekki betur en að sama fólk þurfi hvort sem er að koma sér til síns áfangastaðar eins og er þegar það kemur á Reykjavíkurflugvöll, og ég held ekki að ca. 1.100 krónur, eða minna, ofan á flugfarseðil skipti sköpum í kostnað við ferð í höfuðborgina Kostnaðurinn við fargjald með lest myndi vinnast upp við að komast auðveldlega frá lestarstöð í léttlest innanbæjar, á meðan í dag þarf annað hvort að taka leigubíl þaðan eða að bíða eftir strætó (held að það sé annþá leið 5) fyrir utan flugstöðina spölkorn frá henni, sé maður er ekki svo heppinn að vera sóttur í flugið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 00:19
Inn í töluna um komu erlendra ferðamanna um Leifsstöð má auðvitað bæta töla þeirra Íslendinga sem árlega ferðast um hana. Örugglega myndi einhver hluti þess hóps kjósa að taka lestina til Reykjavíkur, frekar en að láta aka sér eða að taka leigubíl, eða að þurfa að koma bíl í geymslu og sækja hann þangað aftur, og þar sem það er einnig ólíkt þægilegri ferðamáti en með rútu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 00:24
Heldur þú í alvöru Greta að lest sem væri ca 70 km og þyrfti brautarstöð amk í Reykjavík, Hafnarfirði, Vogum, Njarðvík, Keflavík og Leifsstöð. (Sleppum Garðabæ, Kópavogi og höfum bara eina stöð í Rvk) geti rekið sig með 300.000 farþega á ári. Það þarf enga nefnd, stærðfræðinga eða hagfræðinga til að sjá að það er algjörlega vonlaust. Þar fyrir utan þarf slíkt mannvirki líka viðhald. Viðhaldskostnaður er ekki bara bundinn við bíla og vegi eins og þú heldur fram.
J. Trausti Magnússon, 21.2.2008 kl. 11:14
J. Trausti, svo er að sjá að fleiri en ég haldi það í alvöru:
Tillaga til þingsályktunar
um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.Flm.: Árni Þór Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Guðjónsdóttir,
Siv Friðleifsdóttir, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Atli Gíslason,
Álfheiður Ingadóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarni Harðarson,
Gunnar Svavarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir.
Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Kannaðir verði kostir þessa samgöngumáta og gallar, sem og hugsanlegar leiðir. Sjónum verði einkum beint að kostnaði og ávinningi samfélagsins og efnahagslegum, umhverfislegum og skipulagslegum áhrifum. Í þessu skyni verði leitað til sérfræðinga innan lands og utan. Niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir í árslok 2008.
Skv. Hlyni hér að ofan hefur þegar farið fram einhvers konar grunnkönnun, sem gaf fleirum en mér, að því er virðast má, ástæðu til að halda það sama í alvöru:
"Nemendur í Háskóla Íslands gerðu athugun á hagkvæmni lestar milli Reykjavikur og Keflavíkur og niðurstaðan var að það margborgaði sig."
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 13:04
Orkuveita Reykjavíkur gerði líka hagkvæmnikönnun á þessu fyrir nokkrum árum og þar kom fram að stofnkostnaðurinn væri í það minnsta 30 milljarðar og í niðurlagi þeirrar skírslu kom fram að jafnvel þó að sá kostnaður yrði strokaður úr þá yrði mikið tap á slíkum rekstri.
Reikningsdæmið er einfalt. Það kostar 1.100.- með rútunni. Ef farþegarnir verða 300.000 þá er ársveltan 330,000,000,- Jafnverl þó að fargjaldið yrði hækkað um helming þá dygði sú upphæð ekki til að reka þessa lest.
J. Trausti Magnússon, 21.2.2008 kl. 13:29
J. Haukur, ertu viss um að reikningsdæmið sé svona einfalt eins og þú setur það upp? Eru ekki einhverjar breytur sem þú gleymir að taka inn í dæmið, eins og til dæmis umhverfisárhrif og sparnaður í öðrum þáttum? Þetta er aðeins hluti af heildarmynd sem þú dregur upp í þessu mjög einfaldaða dæmi þínu. Er rétt að miða eingöngu við stofnkostnað? Er stofnkostnaður eingöngu yfirleitt hafður sem viðmið í framkvæmdaáætlunum? Er ekki alltaf litið á hagkvæmni til lengri tíma líka?
Heldur þú að nemendur við Háskóla Íslands séu upp til hópa hálfvitar sem ekkert vita í sinn haus? Mér sýnist þú gefa það í skyn með þessu einfaldaða dæmi þínu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 13:45
Þú nefnir að Orkuveitan hafi látið gera könnun á þessu fyrir "nokkrum árum". Hvað eru þau ár mörg, nákvæmlega?
Því það er vert að hafa í huga að miðað við hina öru tækniþróun í heiminum getur það sem var óhagkvæmt fyrir nokkrum árum verið orðið hagkvæmt í dag.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 14:05
Í guðanna bænum Gréta ekki leggja mér orð í munn. Ég sagði ekki að nemendur H.Í væru hálfvitar né heldur gaf ég það í skin. Ég er alveg til í málefnalegar rökræður en ekki leðjuslag. Fólk verður að geta rætt saman af kurteisi þó að það sé ekki sammála.
J. Trausti Magnússon, 21.2.2008 kl. 15:14
J. Trausti, ég skal segja þér að þessi orð mín voru viðbrögð mín við því að þú spurðir mig hvort ég héldi í alvöru að þessi plön gætu verið raunhæf.
Mér fannst það nefnilega ekki sérlega kurteislegt af þér að gefa í skyn að ég hlyti að vera grínast í málefnalegri rökræðu.
Við skulum því sleppa öllu tali um leðjuslag og og halda okkur á hærra plani.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:05
Það væri gott ef þú vildir gjöra svo vel að veita mér svar við spurningunni sem ég lagði fyrir þig, sem var þessi:
Hvað eru mörg ár (í tölustöfum) síðan Orkuveita Reykjavíkur lét gera könnun á hagkvæmni þess að leggja hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:38
Ég geri mér fulla grein fyrir að fjöldi manns vilja fá lest, þar á meðal nokkrir þingmenn en þegar ég notaði orðin: alvöru " var ég að vísa til þess að sumir trúa því að slíkt fyrirtæki sé arðvænlegt. Það skal viðurkennt að það örlar á hroka hjá mér í þeirri athugasemd og biðst ég velvirðingar á því.
Það kom fram í fréttum áðan að umrædd könnun var gerð fyrir 6 árum.
J. Trausti Magnússon, 21.2.2008 kl. 20:26
Halló, hvernig á lestin að vera á litin?
Ólafur Þórðarson, 22.2.2008 kl. 19:06
Rauð! Eða hvít með rauðri rönd. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 23.2.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.