Leita í fréttum mbl.is

Ætla bæjaryfirvöld á Akureyri að svíkja siglingafólk?

DSCF3909

Þessi litla frétt á mbl.is kemur mér verulega á óvart. Þar segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfó á Akureyri ætli að skera niður framlag til Siglingaklúbbsins Nökkva, framlag til framkvæmda sem búið var að ákveða. Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva hefur ásamt öflugu liði lagt á sig ómælda vinnu, allt í sjálfboðavinnu auðvitað og ef það er svona sem meirihlutinn ætlar að verðlauna menn þá er auðvitað best að pakka saman og hætta þessu. Rúnar segir líka orðrétt: „Ef þetta fer á þann veg sem lítur út núna sér stjórn Nökkva ekkert annað í stöðunni en skila inn lyklunum að aðstöðunni, hætta endalausri sjálfboðavinnu fyrir annarra manna börn og horfa á margra áratuga vinnu fjölda fyrrverandi stjórnarmanna verða að engu vegna loforða sem virðast endalaust geta frestast.“

Það stefnir í að þetta mál verði enn ein skömmin í hatt þessa meirihluta sem er með allt niður um sig í skipulagsmálum eins og landsþekkt er. En svona gera menn ekki!

(Myndin er tekin af heimasíðu Nökkva)


mbl.is Segjast skila lyklum og hætta sjálfboðavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Varstu búinn að hlusta á þetta, Hlynur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæl Lára Hanna, þetta er ótrúlegt. Ég heyrði þennan þátt og er reyndar búinn að fylgjast með þessu máli um fyrirhugað akstursíþróttasvæði á milli hesthúsahverfanna hér á Akureyri. Það er ekki allt í lagi með skipulagsmálin hér, að einhverjum skuli detta svona vitleysa í hug. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.2.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bendi líka á Moggann í dag - forsíða og bls. 12 og 13. Um álver í Helguvík og á Húsavík.

Skipulagsmálin eru víðar í ólestri en í Reykjavík, virðist vera. Kannski ætti að taka þau úr höndum stjórnmálamanna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er með ólíkindum að fólk sem á að teljast heilvita skuli láta sér detta í hug að staðsetja akstursíþróttasvæði á sama svæði og hestamennska er stunduð. Er þetta fólk alveg heilalaust?

Hræðilega sorglegt líka með siglingaklúbbinn, það er ekkert of mikið um það að fólk vilji leggja fram krafta sína í sjálfboðastarfi, og svo eru þetta þakkirnar? 

Hvenær verður kosið næst um bæjarstjórn hjá ykkur? Ykkur veitti ekki af hallarbyltingu eins og þeirri sem gerð var í Reykjavík, þó þar hafi nú reyndar verið einum of mikið hringsól. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki bara akstursíþróttasvæði, líka skotæfingasvæði. Getið þið ímyndað ykkur viðbrögð hestanna og örlög knapanna þegar þeir lenda í miðri skotæfingu með fjöllin í kring sem hljóðmagna skothvellina?

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 15:19

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bara tómt vesen að vera með allar þessar mismunandi íþróttir. Sameinumst um eina pólitískt rétthugsandi þjóðaríþrótt...

Kvennaknattspyrnu

En svona grínlaust, þá er þetta með algerum ólíkindum...

Haraldur Rafn Ingvason, 21.2.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Hlynur minn!

Hef nú aðeins fylgst með starfsemi Nökkva, á bróðurson sem var um tíma í siglingunum. Ljótt er ef satt er nú ef menn ætla beinlínis að brjóta samninga eða vðíkja loforð, en eins og hér kemur nú framer það nú ekki nýtt að klúbburinn hafi þurft að sæta ágjöf vegna slíks og þvælst þarna um Pollinn með aðstöðuna!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 22:58

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff, það væri skelfing að siglingafólk þyrfti sjálft að fjármagna áhugamál sitt rétt eins og venjulegt fólk fjármagnar sjálft matar- og gleraugnakaup sín! Skandall!

Geir Ágústsson, 22.2.2008 kl. 00:10

9 identicon

Hlynur: Við erum hér hópur á Akureyri í startholunum með samtök sem ætla að beita sér í skipulagsmálum í bænum. Samtökin heita Öll lífsins gæði? - samtök um betri byggð á Akureyri. Fyrsta verkefnið verður að koma í veg fyrir skipulagsslys í Undirhlíðarreitnum. En við hugsum samtökin ekki sem hverfissamtök heldur breiðsfylkingu þar sem við styðjum hvert annað þvert á hverfi. Svona samtök hefðu helst þurft að vera orðin virk áður en Baldurshagablokkirnar og sundlaugarmálið komu upp. kannski hefði tekist með skipulögðum samtökum að vinda ofan af þeirri vitleysu. Nú eru það málefni Nökkva, málefni hestamanna, málefni íbúa í næsta nágrenni við Undirhlíðarreitinn. Þetta eru bara nokkur dæmi .... þau eiga örugglega eftir að verða fleiri ef fram heldur sem horfir. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 01:05

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Til fróðleiks varðandi akstursvæði og skotsvæði á Glerárdal.

Þarna hefur verði aksturssvæði í 30 ár. Skotsvæði í 12 ár og síðasta áratug hafa þarna verið stundaðar ýmiskonar aksturíþróttir m.a. mótorhjólaakstur...Það sem verið er að gera er að deiliskipuleggja svæðið og koma fyrir hljóðvörnum og græða upp gamlar efnisnámur sem eru tómar og landið rjúkandi rúst.

Þarna hefur þetta verið í nábýli mjög lengi og enginn minnst á það svo heitið geti.

Nú láta menn eins og þetta sé eitthvað nýtt... gott væri að kynna sér málin áður en tekið er undir villandi umræðu um þetta svæði.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.2.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband