Leita í fréttum mbl.is

Ég missi aftur af tilraunastofu Kristjáns Ingimarssonar

frelseren11_smallAnsi fúlt en maður verður stundum að bíta í súr epli og það er ekki hægt að vera á tveim stöðum samtímis, ekki ennþá allavega. Þess vegna missi ég af annarri tilraunastofu Kidda vinar míns í Deiglunni á föstudagskvöld. Ég fékk smá innsýn í stofuna í dag þegar ég kíkti í heimsókn á vinnustofuna hans fyrir ofan Listasafnið og get lofað góðu kvöldi.

Ég ætla hinsvegar að skella mér á fund hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í höfuðborginni og af því þetta er tveggja daga fundur þá er útilokað að sjá tilraunstofuna. En ég hlýt að komast næst, þá er líka síðasti séns. En fyrir alla sem þyrstir í fyrsta flokks tilraunaleikverk þá er tilkynningin hér: og muna að taka með myndavélar með flassi!

Tilraunastofa Kristjáns Ingimarssonar og Gilfélagið kynna:

Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnanlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi.

Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20:30
Vinsamlegast takið með ykkur myndavél með flassi!
Þetta er annar viðburðurinn af þremur sem Gilfélagið og Kristján Ingimarsson standa fyrir í tengslum við SKÖPUN - ALLIR VELKOMNIR

Kristján Ingimarsson leikari nýtur aðstoðar Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Brynhildar Kristinsdóttur.
Kristján Ingimarsson s.8643131
http://www.neander.dk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Mikið vildi ég nú vera í Gilinu í kvöld - Kristján er bara snillingur án efa einn af okkar bestu leikurum í dag.

Elfar Logi Hannesson, 22.2.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gaman að heyra Hlynur að ekki hafi slitnað þráðurinn hjá ykkur félögunum frá unglingsárunum. Þið hafið nú báðir flækst svo víða, að það hefði kannski getað gerst. (Þriðja hjólið undir Ólundarvagninum" hann Jón Hjalti vissi ég að fór að vinna hjá Bifreiðaskoðun.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Spennandi - góða ferð á fund!

Takk fyrir kveðjurnar á blogginu mínu.

Edda Agnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðar kveðjur Elfar, Magnús og Edda. Jón Hjalti, "þriðja hjólið", er verkfræðingur hjá Frumherja. Hann var tæknisnillingurinn hjá útvarpi Ólund svo þetta lá beint við. Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 23.2.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband