Leita í fréttum mbl.is

Frábær ræða Katrínar Jakobsdóttur

%7B97da9ac9-e2c7-4468-be0c-a1e64bb47bea%7D_kata1Auðvitað á ísland að vera frjálst, óháð og fullvalda ríki og utan hernaðarbandalaga. Við höfðum ekkert með herinn að gera og það kom best í ljós þegar hann yfirgaf landið að við vorum ekki "varnarlaus" fyrir vikið. Þessi fundur í dag var góður, fín stemning og kraftur í Vinstrihreyfingunni grænu framboði. 

Í fyrramálið kemur Turid Leirvoll, framkvæmdastýra Socialistisk Folkeparti í Danmörku og segir frá kosningabaráttu dönsku félaga okkar. Danir gengu að kjörborði 13. nóvember síðastliðinn en þá tvöfaldaði SF fylgi sitt og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Flokkinum tókst einkar vel að ná til ungs fólks og kom áherslum sínum vel til skila í snarpri kosningabaráttu. Allir eru velkomnir á Hótel Loftleiði klukkan 10:30. Greta Björg Úlfsdóttir bloggvinkona mín bendir einnig á jákvætt framlag ungliðahreyfingar SF til málanna sem valdið hafa ólgu í dönsku samfélagi að undanförnu. Ég mæli með því að þið lesið um málið hér.

Svo er hægt að lesa frábæra upphafsræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns á vg.is en hún sagði meðal annars:

"Það hefur sýnt sig þau níu ár sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur starfað að hugmyndalega endurnýjunin hefst hér. Aðeins hér hugsa menn gagnrýnið um það samfélag sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið hér á og héðan koma breytingarnar: græn hugsun, róttækur femínismi, sjálfstæð friðarstefna og gagnrýni á alræðis-kapítalismann og kreddur hans. Oft hefur það verið svo að við ein höfum þorað þegar á reynir og við höfum yfir mörgu að gleðjast. Margar hugmyndir okkar eru komnar á dagskrá, eru orðnar viðurkenndar sannleikur. Það á að blása okkur kapp í brjóst til að halda áfram og vera áfram framsækið og djarft forystuafl í íslenskum stjórnmálum."


mbl.is Síðasta skrefið að fullri inngöngu Íslands í NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hlynur ég hef tvær spurningar til þín:

Hefur kviknað í húsinu þínu?

Hefurðu Brunabótartryggingu?

Þú tryggir einfaldlega ekki eftirá. 

en skulum við færa þetta nær þér. nær náttúrumálstaðnum þú berst fyrir. Við höfum ekki en skaðast af svo kölluðum gróðuruhúsa áhrifum. þetta eru einhver áköll um útgjöld vegna hugsanlegrar hættu. innrás einnig hugsanleg hætta. hvernig getur þú réttæt einn möguleika sem fjarstæðan en annan sem sannan spádóm um framtíðina?

Eru getgátur vísindamanna á einhvern hátt síðri heldur en getgátur leyniþjónustu vesturlanda? eigum við að setja ótal milljarða til að verjast hugsanlegum afleiðingum af hlýnun jarðar en ekki í að verja landið?

ein staðreynd að lokum:

Það liggja sömu grundavallar forsendur að baki átaka milli þjóða og slagsmála milli manna. haga slagsmál hætt í samfélaginu? meðan einhverjir sjá sér hag í því að berja frá sér með ofbeldi til að knýja fram eigin málstað þá mun stríð alltaf verða fylgisfiskur mannkyns.

voru ekki vinir ykkar VGista í svona alskyns ofbeldi undanfarin sumur? frelsis skerðing á saklausu fólki sem var að vinna vinuna sína og svona?

Fannar frá Rifi, 23.2.2008 kl. 01:54

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef þú ætlar að segjast vera einhver friðarsinni þá verður þú að gagnrýna allt ofbeldi. Sama hvað það er, sama hvort þinn besti vinur hafi framið það til þess að knýja áfram góðan málstað.

Friðarsinnin verður að fyrirlíta og fordæma allt ofbeldi og átök. ef hann gerir það ekki þá er hann nú voðalega lítill friðar sinni og orðið hræsni ber upp.

svona útaf því að maður er enn vakandi þá er kannski gott að spyrja að einu enn.

Ef það yrði einhverntíman ráðist á Ísland, hvort myndir þú vilja:

A) að við reyndum að berjast og halda innrásarmönnunum frá því að taka yfir landið þangað til hjálp bærist frá vinveittum þjóðum sem eru í hernaðarbandalagi við okkur.

B) að við gerðum ekki neitt og vonuðum að innrásarliðið skjóti ekki of marga og að SÞ komi okkur fljótt til bjargar (því við eigum í engum hernaðarbandalögum) eins og þeir hafa gert í Darfur.  

Fannar frá Rifi, 23.2.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

það var slæmt?

Fannar frá Rifi, 23.2.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Rosalega er þetta mikið blaður hjá þér Fannar minn, engin rök heldur tilfinningahiti og vitleysa. 

Fannar, ég hélt að þú værir maður sem að vildir minnka umsvif ríkisins, hvernig dettur þér þá hug að mæla með peningasugu eins og vitagagnslausum herafla? Áttarðu þig á því að við eyddum tveim milljörðum í hermál í fyrra þótt við hefðum ENGAN herafla?

Brunabótatrygging er trygging fyrir einhverju sem getur vel gerst, (hefur allaveganna gerst síðan land byggðist annað en innrás...), þetta er þess vegna óraunhæf fullyrðing.

Nei, Tyrkjaránið var ekki innrás heldur handahófskennd rán, þessir aumingjar hlupu m.a.s. undan úrillum bónda vopnuðum engu nema geðvonskunni.

Nei, Bretar réðust ekki á okkur 1941, þeir ógnuðu aldrei sjálfstæði Íslendinga og höfðu aldrei áhuga á að eignast Ísland. Þeir m.a.s. gáfu dönum Ísland aftur eftir að þeir höfðu misst töglin í Napóleonsstríðunum og Jörundur hafði flippað eilítið. 

Það þarf eitthvað annað en hræðsluáróður til að sannfæra fólk um að eyða tugum ef ekki hundruðum milljarða í einhverja tindátaleiki sjálfssóknarmanna sem munu ekki gagnast okkur næstu þúsund árin. Ráðlegg þér Fannar að fara að vinna hjá Blackwater ef þú ert svona spenntur fyrir þessu.

Með kveðju, 

Egill. 

Ísleifur Egill Hjaltason, 27.2.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.