Leita í fréttum mbl.is

Mislæg mistök

Það er einkennilegt að hinn "umhverfisverndarsinnaði" borgarstjóri sé nú að dusta svifrykið af einhverjum tillögum um "mislæg" gatnamót á þessu horni í höfuðborginni. Vandamálið er að það eru of margir bílar á götunum. Í öllum borgum í Evrópu er það hagstæðara að taka strætó eða metró (neðanjarðarlestir) en bílinn á álagstímum og þannig ætti það einnig að vera í Reykjavík. Sem sagt forgang fyrir strætó og fólk mun flykkjast í hann því þá verður fólk fljótara í förum en að sitja í umferðarteppu. Eða viljum við enda í einhverri amerískri bílaborg með mislægum gatnamótum á sjö hæðum?

Ég styð íbúasamtökin heilshugar og óskandi væri að borgarstjórinn gerði það líka.


mbl.is Vilja umferðarmengunina í göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

9 af hverjum 10 íbúum í nágrenninu vilja þetta ekki - sjá vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfi - Hlíðar, Holt og Norðurmýri -  www.hlidar.com

Hilmar Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er alveg ljóst að langflestir vilja sjá mislæg gatnamót á þarna, með því að liðka samgöngur á helstu umferðaræðum þá verður mun fljótlegra, hvort sem það er með einkabíl, strætisvagni, hestvagni eða hverju öðru hjólandi farartæki, að komast á milli sveitarfélaga hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Forræðishyggja í þessum málum er ekki af hinu góða og fólk á að hafa valkosti með það hvaða farartæki það vill ferðast með og á sem skemmstum tíma.

Þegar ég stundaði háskólanám við Háskóla Íslands, þá tók það mig um 12 mínútur að ferðast frá heimili mínu og út á háskólasvæðið. Sama ferð með 1 strætisvagni tók um 1 klukkustund, með þeim krókum og krækjum og stoppum sem hann þurfti að taka á leið sinni. Er það þjóðhagslega hagkvæmt?

Eða borgar sig ekki bara að liðka umferðina?

Magnús V. Skúlason, 27.2.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ábendingarnar Hilmar og Sigrún. Við Magnús Viðar verð ég hinsvegar að segja að forræðishyggjan er bíleigenda í þessi máli.

Af því að Magnús Viðar segir hér gamla dæmisögu þá skal segja eina nýrri:

Ef ég ætla að komast frá íbúðinni þar sem ég bjó í Hannover niður í miðborg klukkan 9 á virkum degi, tekur það mig 15 mínútur á hjóli, 10 mínútur með sporvagni og 18 mínútur með strætó en klukkutíma með einkabíl. Það væri sennilega hægt að flýta fyrir umferð einkabíla á þessum spotta með því að byggja fjögur mislæg gatnamót og hafa 5 akreinar í hvora átt. (þær eru núna 2 til 3.) Það dettur bara engum heilvita manni svoleiðis rugl í hug. Fólk tekur sporvagninn, hjólar eða tekur strætó á álagstímum. (og reyndar á öðrum tímum einnig)

Hefur aldrei hvarflað að þér Viðar að það væri hægt að bæta strætósamgöngurnar í Reykjavík?

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 27.2.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég hef einu sinni lent í að bíða þarna á ljósunum. Svo voru þau eitthvað stillt betur og ég hef aldrei séð þetta "vandamál" sem gatnamótin eiga að vera. Þessi útópíski hryllingur á mörgum hæðum er peningasóun og tómt bruðl eins og svo margt annað!

Svo eru það þessir "hagkvæmisútreikningar" sem ég held að bulli oft meir en nóg þyki, með forsendum hallað upp að verktökum og tólainnflytjendum þeim sem græða á þessu.  

Ólafur Þórðarson, 27.2.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir það sem þú segir Hlynur og hefði ekki getað orðað betur það sem sigrún segir...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er fæddur og uppalinn í þessu hverfi. ég skil íbúana þarna mæta vel. það er ekki bara firra, heldur alger firra að ætla að troða þarna niður einhverju mislægum-gatnamóta-skrímsli. fyrir það fyrsta þá yrðu slaufurnar að ná inn í stofu hjá íbúun í Álftamýri og í annan stað þá er bara ekki víst að þessi mislægu gatnamót myndu leysa neinn vanda, heldur flytja hann á nærliggjandi gatnamót. það þarf enga kjarnorkueðlisfræði til að sjá það hvernig minnkuð mótstaða á einum stað eykur strauminn, sem aftur þarf að fara um næstu mótstöðu(r). spurning um að fá nokkra rafvirkja/rafeindavirkja/pípara til að greina í þetta. ekki virðast bindishnútarnir í tjörninni kunna það. það gilda sömu lögmál þarna eins og annarsstaðar.

Brjánn Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en þessu til viðbótar. til að strætó verði raunhæfur kostur þarf fyrst og fremst að auka tíðni ferða. fólk nennir ekki að norpa úti á stoppistöðn í hálftíma

Brjánn Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og enn annað. ég var sjálfur strætónotandi til margra ára, svo ég er ekki að tala út um rassagatið

Brjánn Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 21:36

9 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Og nú er meirihlutinn farinn að tala um að gefa öllum frítt í strætó nema þeim sem eiga bílana. Hvernig á það að minnka bílaumferð í borginni?! Auk þess þarf að auka tíðni ferða, eins og Brjánn bendir á, og þétta leiðakerfið. Það sjá held ég allir nema þeir sem stjórna hjá Strætó BS.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:42

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sama hvort kosti fimmtíukall eða fimmhudruðkall.

meðan strætó keyrir án 20 - 30 mínútna fresti, mun enginn taka strætó sem á bíl. pronto.

Brjánn Guðjónsson, 27.2.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Auðvitað ganga bíleigendur fyrir. Þeir borga jú hæstu opinberu gjöldin.

Og RKV er ekki, hefur aldrei verið og mun aldrei verða nein amerísk bílaborg.  Til þess er hún einfaldlega ekki nógu vel skipulögð.  Reyndar aðhyllist ég þá kenningu að hún sé bara ekkert skipulögð.  Ekkert í vegakerfi RKV meikar sens.

Skoðið eins og eina ameríska bílaborg til að sjá hvað ég meina. 

Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2008 kl. 00:52

12 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Dustum frekar rykið af fleiri strætisvögnum og sendum þá út á göturnar.

Brynjar Hólm Bjarnason, 28.2.2008 kl. 07:37

13 Smámynd: Jón Sigurður

"Það er alveg ljóst að langflestir vilja sjá mislæg gatnamót á þarna..."

Er nokkuð möguleiki á því að Magnús Viðar komi með einhverjar heimildir fyrir þessari staðhæfingu sinni? Ætti ekki að vera erfitt fyrst þetta er svona alveg ljóst.

T.d. hverjir eru þessi langflestir? Eru það langflestir íbúar hlíðahverfis? Langflestir höfuðborgarbúar? Langflestir íslendingar? Eða jafnvel langflestir jarðarbúar?

Jón Sigurður, 28.2.2008 kl. 14:01

14 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vil allavega að mínar skattpeningar fara í eitthvað annað en fleiri mislæg gatnamót og bílastæði. Fyrir þessar peningar væri hægt að bæta strætókerfið og gera það spennandi. Og gefa öllum ókeypis í strætó í ábót.

Úrsúla Jünemann, 28.2.2008 kl. 22:10

15 Smámynd: Morten Lange

Sammála, Hlynur. Eins og ég lagði til varðandi athugun á lestakerfi innanbæjar og til Keflavíkur ( Sjá blogg mitt) : Hér ætti að horfa heildrænt á málunum og búa til hagkvæmnismat sem tekur tillit til áhrif á heilsu manna.  Þar gæti vegið þyngst að mislæg gatnamót stuðla að aukinni  samkeppnishæfni fólksbíla, og um leið dregur úr því að fólk ferðast með heilbrigðum samgöngumátum.  Hreyfingarleysi er mun stærri heilbrigðisvandamál á vesturlöndum en umferðar"óhöpp", og jafnvel en mengun úr bílum.  En svo snýr þetta líka að því hvers konar borg og borgarbragur við viljum.

Morten Lange, 1.3.2008 kl. 14:21

16 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Að dusta svifrykið af tillögunum um mislæg Kri-Mi (borið fram Krimmi!) gatnamót er gott orðalag, Hlynur. Minni enn og aftur á að svona gatnamót ætti samt helst af öllu að kalla "mislögð".

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.3.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.