Leita í fréttum mbl.is

Menntasmiðjunni úthýst

46656c9813b91Sjálfstæðisflokkur og Samfylking segja að það sé engin einkavæðingarstefna í gangi en samt er allt á fullu í einkavæðingu í félagslega geiranum og einnig í heilbrigðismálum. Sennilega er þetta "stefnulaus" einkavæðing en hún er komin með allskonar dulnefni eins og "úthýsing", "einkarekstur" og "sjálfstæður rekstur". 

Í fréttum í gær var sagt frá því að það á að "bjóða út" rekstur á heilli sjúkradeild á Landspítalanum. Þetta er einkavæðing. Og nú er það Menntasmiðjan hér á Akureyri sem er á úthýsingarlistanum. Það hefur verið unnið frábært starf með Menntasmiðju kvenna og einnig Menntasmiðju unga fólksins en það er ekki nóg finnst meirihluta íhalds og Samfó hér í bæjarstjórn. Einn fulltrúi meirihlutans sagði í umræðum um málið að það þyrfti að fjölga úrræðum fyrir ungt fólk sem hefði dottið úr námi og vinnu. Þetta er hárrétt, en er þá ekki einkennilegt að ætla að fækka þeim?

Fyrir réttri viku skrifaði ég um niðurskurð bæjarins á fyrirfram ákveðnu uppbyggingarfjármagni til Siglingaklúbbsins Nökkva. Þar sá bærinn að sér og samdi um málið eftir að það var komið í fjölmiðla. Vonandi sér meirihlutinn í bæjarstjórn einnig að sér í þessu máli og eflir starfsemi Menntasmiðjunnar í stað þess að úthýsa henni.


mbl.is Menntasmiðjan slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Vikadrengir kapítalismans eru á fullu að bera árangur áratuga baráttu fyrir borð.  Skólakerfið, heilbrigiskerfið, húsnæðiskerfið, tjáningarfrelsið etc.  Nú á aldeilis að ganga til verks.

Auðun Gíslason, 29.2.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ekkert nýtt hér á bæ, Menntasmiðja kvenna var ekki á vinsældalista fyrrverandi bæjarstjóra, allavega ekki konan sem kom henni á laggirnar og trúlega er verið að gegna einhverri gamalli fýlu með þessu. Engar haldbærar og rökstuddar forsendur eru lagðar fram í þessu máli.   Spurninghvort ekki ætti að úthýsa bæjarstjórnina.  Miðað við afrekalistann þá þyrfti eina skrifstofu, síma, tölvu og fax.

Pálmi Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 12:31

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég pota hérna aðeins minni nýust færslu um efnarákir yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!





Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.