Leita í fréttum mbl.is

Blóðbað í Palestínu - heimildarmynd í Alþjóðahúsinu

goalFramferði Ísraelshers í Palestínu er óhugnanlegt. Búið að drepa yfir hundrað manns, marga saklausa borgara, síðustu daga.

Ég vek athygli á sýningu félagsins Ísland-Palestína á heimildarmyndinni Goal Dreams - A Team Like No Other þriðjudagskvöld 4. mars klukkan 20 í Alþjóðahúsinu:

"Hvernig getur fótboltalið, sem hefur ekki viðurkennt heimaland, engan stað til að þjálfa á og býr við hörmulegar aðstæður, keppt í knattspyrnu á alþjóðavettvangi? Félagið Ísland-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu. Að þessu sinni verður á boðstólum heimildarmyndin 'Goal Dreams - A Team Like No Other'.

Í myndinni er fylgst með landsliði Palestínu í knattspyrnu undirbúa sig og leika í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið (World Cup) í Þýskalandi árið 2006, eftir að Ísraelar gerðu loftárás á æfingarsvæði liðsins á Gaza. The Palestinian Football Association (PFA) var stofnað árið 1928 og er eitt elsta knattspyrnusamband í Arabaheiminum. Eftir að Alþjóðknattspyrnusambandið FIFA viðurkenndi PFA árið 1998 hefur Palestínska liðið hækkað um 70 sæti á styrkleikalista sambandsins.

Hernám Palestínu hefur þó haft sín áhrif á landsliðið og liðsmenn þess. Í lok síðasta árs urðu möguleikar Palestínu um að komast á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku árið 2010 að engu þegar hernámsyfirvöld neituðu landsliðsönnunum um leyfi til að ferðast frá Vesturbakkanum og Gaza til að leika í undankeppni mótsins í Singapore. Síðan heimildarmyndin var gerð hefur einn liðsmaður liðsins fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna á meðan hús annars hefur verið lagt í rúst."

---------------------------------------------------------
Goal Dreams - A Team Like No Other (86 min)
Þriðjudagurinn 4. mars, klukkan 20.00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis!

---------------------------------------------------------
Vefsíða: http://www.goaldreams.com/
Um Palestínska landsliðið: http://en.wikipedia.org/wiki/Palestine_national_football_team
--------------------------------------------------------- 
mbl.is Ísraelar yfirgefa Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég líka benda á aðra mynd sem sýnir framferði Ísraelsmanna eins og það er. Ocipation 101 heitir myndin og er vel þess virði að skoða hana nánar.  Myndin sýnir líf Palestínumanna og hversu þrúgandi og kvíðvænlegt það er fyrir börn að búa við stöðugan ótta. Sjá barn gráta á meðan faðir þess er barinn af ísraelískum hermanni. Ógeðslegt! Það er stór undarlegt að hér uupi á  Íslandi skuli vera til fólk sem  getur ekki fyrir pólitískri  rétttrúnaðar hugsun séð hvernig ísraelsmenn haga sér. Eina sem þetta fólk sér er það þegar palestínumaður í örvæntingu sinni fremur sjálfsmorð á hryllilegan máta, hann er á fremstu bjargbrún og tekur því miður með sér saklaust fólk í leiðinni.  Hann hefur engin önnur vopn. Nema kannski grjót til að henda í brynvarða vagna Ísraelísku hermannanna, eða henda steinum í jarðýturnar sem eru að rústa heimili hans kannski í þriðja skiptið á nokkrum árum.

Valsól (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:38

2 identicon

Einar segir að aðgerðir ísraelsmanna séu vegna eldflauga Hamas manna. Síðasta eldflaugin sem þeir skutu hitti hús og skemmdi það, vá. Það er samkvæmt Genfar sa´ttmálanum bannað að ráðast á saklaust fólk, því eins og þú veist Einar þá er ekki nema örlítill hluti þeirra sem hafa verið myrtir Hamas liðar. Málið er að Ísraels menn skjóta bara á allt sem hreyfist.

Valsól (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að mínu mati til að skilja ástandið þarna, þá verður fólk að gera sér grein fyrir að Ísrael er með afar sterka áróðursmaskínu.  Þeir eru með svo öflugt PR td. gagnvart vestrænum fjölmiðlum að flestar fréttir sem við fáum eru afar villandi.  Þeir eru líka mjög öflugir á netinu.

 Allir sem til þekkja, vita að meðferð þeirra á palestínumönnum er skelfileg.  Og í rauninni er ekki svo fráleitt að kalla það helför.

Það eru alltaf einhverjir einfeldingar sem kaupa niðursoðnu skýringar ísraela í dós.  Það eru alltaf einhverjir sem nenna ekki að kynna sér mál.

Það sorglega samt í þessu er að Ísrael hefur alltaf haft frítt spil.  Þetta er allt með ef ekki beinu, þá óbeinu samþykki V-landa og US.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Þeir sem styðja stríðsrekstur Ísraels eru mest sjálfselskir bjánir.  Halda að Guði finnist þeir meira cool fyrir vikið og komist á VIP listann sem Lykla-Pétur fer eftir.  Þessum bjánum er sjálfsagt margt til lista lagt en almenn mannvonska er nú ekkert sérlega eftirsóknaverð.

Einar er ágætt dæmi um bloggara sem trúir algjörlega öllu sem stendur í fréttatilkynningum frá Ísraelska hernum.  Þegar Einar segir að þessi innrás sé bara til að stoppa flugskeytaárasir kemur hann upp um fáfræði sína.

Samkvæmt mörgum blaðagreinum og viðtölum í Ísraelskum fjölmiðlum er þessi nýjasta innrás ekkert líklegri til að stoppa árásir palenstínuaraba en aðrar samskonar innrásir sem Ísraelsher hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. 

Þegar yfirlýstur tilgangur þessarar innrásar mun aldrei nást hlýtur eitthvað annað að búa að baki.  Kannski Einar geti frætt mig um það. 

Björn Heiðdal, 3.3.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.