Leita í fréttum mbl.is

Bush tekinn fastur fyrir stríðsglæpi

450578A Ansi líst mér vel á þessa kjósendur bæjunum Brattleboro og Marlboro í Vermont. Að gefa út handtökuskipun á hendur þeim félögum George W. Bush, forseta og varaforsetanum Dick Cheney á þeim forsendum að þeir hafi brotið gegn stjórnarskrá landsins. Nú er bara að vona að Dick og George mæti á staðinn og verði þá um leið settir í steininn og dregnir fyrir rétt. Það er löngu kominn tími til.
mbl.is Gefa út handtökuskipun á Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ættum kannski að krefjast framsals Hlynur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Í ljósi þess hve Bandaríkjamenn eru byssuglaðir er mesta furða að þeir hafi ekki bara gefið út skotleyfi á þá.

Þar sem það voru Íslendingar sem fyrstir fundu heimsálfuna Norður-Ameríku er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að við gerum kröfu til að endurheimta hana. Það eru þó "bara" rúm þúsund ár síðan og a.m.k. vestrænum þjóðum þótti sjálfsagt þegar gyðingar gerðu kröfu til að endurheimta Palestínu á grunni tvö þúsund ára goðsagnar.

En fyrst þurfum við að ala betur upp stjórnmálamennina okkar. Þeir hafa klúðrað stjórn 300.000 manna þjóðar og eru því engan veginn í stakk búnir til að stjórna 300 milljóna þjóð.

Býður einhver sig fram til starfans í millitíðinni?

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 12:48

3 identicon

Sæll, Hlynur og aðrir skrifarar !

Þú gleymdir; að nefna þá Blair hinn brezka, sem og Haniyeh Filistea (Palestínumann), Hamas foringja og þann líbanska Nasrallah, foringja Hizbollah hreyfingarinnar. Svo mætti tína til nokkra NATÓ leiðtoga eflaust, á þennann lista þinn.

Er ekki rétt, að láta þá njóta sannmælis, með þeim Bush og Cheney ?

Er hræsnin kannski svo mikil, Hlynur minn, að þú viljir ekki svara þessu, svo gjörla ? 

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:23

4 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Jú; Margrét ! Þakka þér ábendinguna. Helvítis yfirsjón hjá mér þarna, að nokkru.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góður punktur í umræðuna

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Kolbrún Kolbeinsdóttir

Lára Hanna, mér líst vel á þína tilögu - og nú er einmitt rétti tíminn!!
Láttu mig vita ef ég get eitthvað hjálpað til frá Flórída 

Kolbrún Kolbeinsdóttir, 6.3.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk öll fyrir athugasemdirnar. Það má sennilega gera langan lista, Óskar, ég tek undir það. En íbúarnir í Vermont sýna gott fordæmi að byrja heima hjá sér. Þess vegna eru Dabbi og Dóri vissulega nærtækir hér á landi. Annars  er það dálítið merkilegt að Vermont skuli vera eina ríkið í BNA sem Bush hefur ekki heimsótt á síðustu átta árum. Og hann fer varla að gera það úr þessu!)

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 6.3.2008 kl. 11:59

8 identicon

Þakka þér; eindregin svör, að nokkru, Hlynur minn !

Með beztu kveðjum, sem oftar / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.