Leita í fréttum mbl.is

Hvað liggur á?

sólveig.p

Frumvarp um Ríkisútvarpið OHF!!! var rætt fram undir miðnætti í gær og þá voru margir af þingmenn á mælendaskrá. Þetta er fyrsta umræða um málið og þingmenn stjórnarandstöðunnar (sem nenna að vinna ólíkt sumum þingmönnum meirihlutans) fóru oft upp til að gagnrýna fundarstjórn Sólveigar Pétursdóttur þingforseta. Sólveig hafði áður mörg fögur orð um að gera Alþingifjölskylduvænni vinnustað en svo er bara strax í upphafi þings skellt á eftir- og næturvinnu með engum fyrirvara. Ekki sérlega fjölskylduvænt það. Sólveig P er sennilega ekki með ung börn sem bíða eftir henni heima en það eru aðrir þingmenn. 

En hvað er það sem liggur svona rosalega á að troða í gegn enn einu misheppnuðu frumvarpi um Ríkisútvarpið. Þetta er þriðja útgáfan sem Þorgerður Katrín mætir með. Hin tvö voru svo slöpp að þeim var hent og nú er allt í einu bakkað með hlutafélagaformið sem var svo æðislegt um daginn og komið upp nýyrðið "Opinbert hlutafélag, ohf"! Það vandræðalegasta er að hlusta á Sigurð Kára og félaga endilega vilja að útvarpið verði áfram í 100% opinberri eigu, en það er langt frá "hugsjónum" hans og félaga í "Frelsisbandalagi" Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Þingmenn harðorðir í garð lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er merkilegt að þú skulir í sömu málsgreininni halda því fram að stjórnarandstaðan nenni að vinna (ef það, að tala út í eitt um hlutina telst þá að vinna) og um leið kvarta yfir því að þingfundir skuli endrum og eins standa fram á kvöld.

Sigurjón, 17.10.2006 kl. 09:33

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sigurjón, það er reyndar ekkert sérlega merkilegt. Þetta er í raun tilvitnun í hann Sigurð Kára sem hélt því fram í umræðu um hin illræmdu vatnalög á síðasta þingi að stjórnarandstaðan "nennti ekki að vinna" þegar gerð var athugasemd við þingfund á laugardegi með afar stuttum fyrirvara. Guðjón Arnar formaður Frjálslyndra var ekki ánægður með að vera sakaður ómaklega um "að nenna ekki að vinna". Reyndar fer vinna þingmanna að mestu leyti fram utan þingsalar en það er auðvitað afar mismunandi hversu duglegir menn eru. Það "að tala út í eitt" er auðvitað ekki mælikvarði um dugnað, um það getum við verið sammála en sennilega ekki um allt! Ef þú hefur kynnt þér umræðurnar í gærdag og gærkvöld þá sérð þú að þær voru ekki "kvart".

Hlynur Hallsson, 17.10.2006 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband