Leita í fréttum mbl.is

Fátækir indverjar... eða ríkir

450309AÉg gef nú ekki mikið fyrir þennan lista yfir einhverja milljarðamæringa. Vona bara að þeir séu ekki mjög óhamingjusamir eða hræddir um aurana sína. En margur verður jú af aurunum api hvað þá af milljörðum. Þeir ríkustu verða ríkari og þeir fátæku fátækari.

Það er annars merkilegt að í löndum þar sem þjóðartekjur eru ekki tiltakanlega háar og almenningur hefur það skítt séu hellingur af gaurum sem vita ekki aura sinna tal. Hvernig væri nú að vera aðeins gjafmildari og hjálpa meðbræðrum og systrum sínum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar? Og það sem verra er: eiga ekki möguleika á að afla sér matar. Bill gamli Gates hefur að vísu stofnað sjóð ásamt eiginkonu sinni sem gefur til góðra málefna og er því í dýrlingatölu hjá sumum. Heimurinn væri samt skárri ef þessu auðæfum skiptust með réttlátari hætti á milli fólks.

Sjálfur þarf ég ekki að kvarta, tilheyri sennilega þeim hópi sem hefur það hvað best í heiminum, svona miðað við allt. Í raun hefur maður það allt of gott. Best að fara og gefa í gott málefni.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Góður punktur! Við höfum það virkilega gott þótt maður tilheyrir svonefndum láglaunahópi. Að eltast ekki við allt þetta glingur sem er í boði í kringum okkur þá stigum við ábyggilega mikilvægt skref í áttina að hamingjunni.

Úrsúla Jünemann, 6.3.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Reyndar hefur auðugt fólk gefið gríðarlega mikla fjármuni aftur til samfélagsins. T.d hefur Warren Buffet gefið stjarnfræðilegar upphæðir til góðgerðamála. Ekki má heldur gleyma því að flest fólk verður ríkt með því að skapa öðru fólki störf og með því að t.d framleiða vöru sem gerir okkur lífið auðveldara eða bætir hag okkar á einhvern hátt. Þetta er auðvitað ekki algilt en mjög algengt. Það er gott og gilt að gefa peninga til þeirra sem eru þurfi en hjálpin er sterkust í að skapa fólkinu atvinnu og landinu sínu samkeppnishæfni í viðskiptum við önnur lönd.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 6.3.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Stráksinn

Sæll Hlynur

Hvað hefur þú fyrir þér í því að þeir fátæku verði fátækari?

Kv.

Stráksinn, 6.3.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hinir fátækari fátækari?  Hvernig er það einusinni hægt?  Förum yfir þetta: þeir allra fátækustu eiga sig ekki einusinni sjálfir.  Er hægt að vera fátækari?  Hvernig?

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 00:46

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður er glórulaus auðsöfnun ein af verstu löstum sem nokkur getur hrjást af. Nú vilja einhverjir telja Vestfirðingum trú um að þeir geti orðið ríkir af því að samþykkja olíuhreinsistöð í fögru fjörðunum sínum þó svo fjárhagslega sé það hin versta firra. Forsenda þessar stassjónar er útflutningur áfram vestur um haf. Dollarinn er að fara niður úr öllu valdi meðan evran siglir hraðbyri upp á við.

Hvenær skyldu Rússar átta sig á þessu? Vitleysan þekkir engin takmörk, því miður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: SeeingRed

Margir hylla glingrið og Mammon en kaupa sér smá sálarró með vandlega auglýstum góðgerðum....svo fæst svo asskoti góður skattaafsláttur út það.

SeeingRed, 7.3.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er dauði og dj*fuls nauð,

er dyggðarsnauðir fantar,

safna auð, með augun rauð,

er aðra brauðið vantar.

Höf. óþekktur.

Theódór Norðkvist, 7.3.2008 kl. 15:42

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ljómandi ábendingar og vísur. "Stráksinn" og Arngrímur virðast vera í einhverjum skilgreiningastuði en það er staðreynd að fátækum fjölgar í heiminum. Tölur frá Sameinuðu þjóðunum staðfesta það. Það er vissulega rétt að sá sem á ekkert getur sennilega varla orðið mikið fátækari. Eða hvað? Þetta er í raun heimspekileg pæling hjá Arngrími sem vert er að velta fyrir sér. Það breytir hinsvegar ekki því að fátækum fjölgar á sama tíma og þeir ríku verða enn ríkari.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.3.2008 kl. 19:17

9 identicon

Hlynur: Fólki fjölgar í heiminum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband