Leita í fréttum mbl.is

Rugl

hvalveiðar

Hvað er í gangi í þessu landi? Herra Hvalur númer níu, Kristján Loftsson er sendur á sjóinn til að skjóta nokkrar langreyðar í hvelli. Hann bilaði að vísu en hvað með það. Og síðan er utanríkismálanefnd og sjávarútvegsnefnd kölluð á teppið og sagt að hvalveiðar séu að hefjast að nýju (eða bara hafnar að nýju)! Eftir höfðinu (DO) dansa limirnir og litlu ráðherrarnir eru farnir að hegða sér eins og þeim sýnist. "Af því að við erum svo stolt veiðimannaþjóð og enginn segir okkur sko fyrir verkum-stefnan" er sett í gang en afleiðingarnar hundsaðar!

guðjón

Guðjón nokkur Hjörleifsson sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt því þrisvar fram á Rás 2 í dag að það væri voðalegt hvað allir þessi hvalir borði mikið af fiski og nú ætti því að fara að skjóta nokkra þeirra. Þá getum við væntanlega veitt meira sjálf, eða hvað? Kolbrún Halldórsdóttir benti honum á að þessu rök héldu ekki vatni því það skipti engu máli um 9 hvali til eða frá af 70.000 hvala stofni með tilliti til þess hvað þeir borða. Og það væri sama sagan með 200 hvali. Semsagt dropi í hafið því 69.800 hvalir borða jú álíka mikið og 70.000 er það ekki? En Guðjón endurtók þá bara frasann. Annaðhvort skilur hann ekki málið eða það sem verra er: vill ekki skilja neitt! Svo fullyrti Guðjón Hjörleifsson einnig að öll hagsmunasamtök væru hlynnt hvalveiðum! Bíðum nú við er hann ekki að gleyma einhverjum? Ég veit ekki betur en talsmenn ferðaþjónustunnar hafi mótmælt þessum hvalveiðum. Eða telst ferðaþjónustan kannski ekki með? Og svo kom besta klisjan í frumskógi raka Guðjóns. Það var að landsbyggðinni blæddi vegna þess að við værum næstum hætt að veiða hvali! Í hvaða landi býr Guðjón? Landsbyggðinn blæðir vegna annarra hluta. Nefninlega afskiptaleysis ríkisstjórnarinnar og fáránlegs kvótakerfis. Vill Guðjón segja fólki á Húsavík þennan brandara sinn? Þar hefur verið byggð upp hvalaskoðun á heimsmælikvarða og það er auðvitað miklu meiri hagnaður af því að skoða hvali heldur en að drepa þá. Jóhannes Kjarval var forspár um þetta.

hvalaskoðun1

Aðferðin sem ríkisstjórnin beitir við hefja hvalveiðar er furðuleg og ruddaleg, auk þess sem hvalveiðar í atvinnuskyni til að fylla frystigeymslur er rugl. Á heimsíðu Greenpeace er nú þegar komin frétt á forsíðu um málið og farið að safna undirskriftum gegn þessari ákvörðun. Breska sendiráðið sendi bréf til ríkisstjórnarinnar til að vara við afleiðingunum og þær geta orðið verulegar, einnig fyrir fiskútflytjendur og þá hefði nú ef til vill verið betur heima setið en af stað farið með byssurnar.  

Nánar um þetta á ruv.is  og einnig hér á ruv.


mbl.is Heimilað að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Ég er alveg sammála þér þarna Hlynur, það er eins og þetta hafi ekki komist til umtals neinstaðar á hinu háa Alþingi.

Sveinn Arnarsson, 18.10.2006 kl. 00:08

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nei, og ekki í fyrsta skipti sem svona gerist. Það er eins og ráðherrum sé slétt sama um eitthvert þingræði, hvað þá lýðræði. Haga sér eins og þeim hentar og sýnist. Við breytum þessu þegar við förum í ríkisstjórn!

Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.