Leita í fréttum mbl.is

Flott hjá Sorpu

metanbíll

Þetta er framtíðin. Sorpbílar sem ganga fyrir metangasi sem myndast úr úrganginum sem þeir safna saman. Tær snilld hjá Sorpu. "Eldsneytið sem bílarnir ganga fyrir er unnið úr sorpinu sem safnað er í borginni og má því segja að bílarnir séu sjálfbærir um eldsneyti." Segir Guðmundur B. Friðriksson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Á heimasíðu Sorpu segir einnig: "Þrír nýir fólksbílar af gerðinni Volkswagen Caddy hafa bæst í hóp metanbílaflota SORPU. Metanbílar í eigu SORPU eru nú sextán talsins en von er á fjórum til viðbótar á næstu vikum en þeir eru af gerðinni Volkswagen Touran."

caddy

Til hamingju með þessa bíla og það ættu fleiri að taka sér Sorpu til fyrirmyndar. T.d. bæjaryfirvöld hér á Akureyri en hér eru sorpmálin enn í rusli. Við viljum líka fá "Góða hirðinn" hér fyrir norðan. Það þarf að gera átak í flokkunarmálum og ég hélt að allir væru sammála um það en eitthvað skortir á framkvæmdagleðina í þessum málum hjá okkar ástsæla meirihluta. Hvernig væri líka að innleiða grænar tunnur hér á Akureyri. Við erum 5 árum á eftir höfuðborginni og 20 árum á eftir norðurlöndunum og meginlandi Evrópu.

EcoFuel_533_200

Hjá heimasíðu Heklu er annars sagt meira frá þessum bílum fyrir þá sem vilja.


mbl.is Sjálfbærir sorpbílar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband