Leita í fréttum mbl.is

Ken "rauði" Livingstone vinnur málið

ken.livingstone

Ken "rauði" Livingstone hefur mátt sæta þolandi árásum íhaldsmanna í Bretlandi. Ken er einhver best borgarstjóri sem setið hefur í London. Hann innleiddi til dæmis afar sanngjarnt gjald fyrir þá sem eru að rúnta um miðborgina svo nú hefur bílaumferð minnkað þar mikið öllum íbúum til ánægju. Auk þess hefur peningur komið í kassann sem veitir ekki af til að byggja upp almennilegt net almenningssamgangna. Hann er líka maður sem allir taka eftir þegar hann segir skoðanir sínar afdráttarlaust. Húrra fyrir Ken Livingstone!

Meira um Ken á vef BBC

Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið


Borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, hafði í dag sigur í áfrýjunarmáli gegn aganefnd er hafði úrskurðað hann sekan um að hafa komið óorði á embættið með því að líkja blaðamanni, sem er gyðingur, við nasistafangabúðavörð. Í niðurstöðu áfrýjunarréttarins, segir dómari að borgarstjórinn ætti rétt á að „tjá skoðanir sínar eins kröftuglega og honum þykir viðeigandi“.
„Svo undarlega sem það kann að koma ýmsum fyrir sjónir á tjáningarfrelsið líka við um svívirðingar,“ sagði Andrew Collins dómari í úrskurði sínum. Hann hafði fyrir skömmu hnekkt þeirri ákvörðun aganefndarinnar að Livingstone skyldi víkja úr embætti í mánuð.


mbl.is Borgarstjórinn í London ekki sekur um að hafa komið óorði á embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.