Leita í fréttum mbl.is

Segjum Birni Bjarnasyni upp

Er ekki kominn tími til að segja nokkrum ráðherrum upp störfum úr því þeir geta ekki séð sóma sinn í því að gera það sjálfir. Það er fyrir löngu kominn tími til að Björn Bjarnason segi sjálfum sér upp, segi af sér og Árni nokkur Matt ætti að fara aftur að stunda dýralækningar í stað þess að hrella þjóðina sem slappasti fjármálaráðherra í manna minnum. Geir H. Haarde er næstur á listanum því hann veldur augljóslega ekki því hlutverki að vera forsætisráðherra. Gallinn er bara sá að hann fattar það ekki sjálfur og því þarf að benda honum á það. Ég geri það hér með og vona að fleiri bendi honum á þessa staðreynd. Ég var næstum búinn að gleyma Guðlaugi Þór því þrátt fyrir stuttan ráðherraferil hefur hann verið afleitur. Einkavæðingarbrölt hans mun kalla yfir þjóðina eintóm vandræði með meiri misskiptingu og rugli. Ingibjörg Sólrún hefur verið afleitur utanríkisráðherra, sleikjandi upp ráðamenn annarra þjóða eins og Kína allt til að komast í eitthvert öryggisráð til að fá að greiða atkvæði eins og ráðamenn í BNA segja henni að gera. Auk þess kemur frá henni "varnarmálafrumvarp" sem festir okkur enn frekar í NATO og hernaðarmaskínu BNA með tilheyrandi útgjöldum. Aðrir ráðherrar hafa staðið sig aðeins skár en í samanburði við hvað? Jú, fullkomlega vanhæfa ráðherra og það geta nú varla talist frábær meðmæli.

Í framhaldinu ætti ríkisstjórnin öll að segja af sér. Best væri að efna til kosninga og kjósa upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið við síðustu kosningar!


mbl.is Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er alltaf gaman, en spurning um fróðleikinn, að lesa öfgalausar skoðanir þínar Hlynur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.3.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Grisemor

Jói er ágætisnáungi en hann kann ekkert að reka embættið á fjárhagslegum grunni. Auðvitað nýtur hann stuðnings undirmanna sinna af því hann mokaði í þá peningum. Ég er ekki að segja að tollgæsla eigi að vera í lágmarki en menn gleyma því oft að fjárveting til embættisins er ekki undir niðurskurði heldur er verið að draga úr vextinum. Í raun er líka verið að fækka verkefnum hjá honum því sýslumaðurinn í Keflavík hefur tekið við fullt af verkefnum.

Í raun hefur verið gengdarlaus ayðsla hjá þessu embætti. T.d. má nefna að í tengslum við NATO fund voru keyptar um 20 fartölvur. Þær voru síðan eyðilagðar eftir fundinn því á þeim voru NATO gögn. Þetta er bara lítið dæmi.

Ein áhyggjufull..

Grisemor, 28.3.2008 kl. 11:06

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessir ráðherrar sem þú nefnir hérna efst eru líka á "óskalistanum" hjá mér, það er að skjóta til tunglsins sem fyrst. Þeir hafa svo sannarlega sýnt það að þeir eru starfinu sínu ekki hæfir.

Úrsúla Jünemann, 28.3.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: SeeingRed

BB er risaeðla í íslenskum stjórnmálum, verst að hann þekkir enganveginn sinn vitjunartíma.

SeeingRed, 28.3.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Hlynur minn!

Upplifi nú Ingibjörgu ekki alveg svona eins og þú gerir, en Sjallakarlarnir eru ekki nei alveg á réttri hillu. Hins vegar veit ég ekki hversu mikla samúð ég hef með Jóhanni þessum, þú mannst það kannski að hann var á sínum tíma mjög svo umdeilt skipaður æðsti kokkur á Keflavíkurflugvelli af Halldóri Ásgrímssyni, þar sem hann var tekin fram yfir margan minnir mannin er þótt höfðu hæfari.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 17:26

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Legg til, að landsmenn segi upp, í eitt skifti fyri öll, áratugalangri áskrift sinni að stjórnmálaflokkum. Á komandi tímum þurfum við fyrst og fremst að reiða okkur á Lífið sjálft og taka afstöðu til þess, hvort við viljum það feigt eða tryggja framgang þess. Misvitrir stjórnmálamenn verða að víkja í þeirri kosningu.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.3.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband