Leita í fréttum mbl.is

Sverrir Hermannsson er snillingur

456015A Og þá er ég auðvitað að tala um Sverri Hermannsson smíðameistara og safnara á Akureyri. Gísli Sigurgeirsson á heiður skilinn fyrir að gera heimildarmynd um þennan áttræða gæðamann sem hefur frá svo mörgu að segja og á óteljandi þakkir skildar fyrir að endurbyggja fjölmörg gömul hús á Akureyri og í Eyjafirði. Safn Sverris sem heitir því skemmtilega en fullkomlega viðeigandi nafni: Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafirði er einnig merkilegt og frábært framtak. Gamalt er gott heitir myndin sem frumsýnd verður á morgun, þegar Sverrir verður áttræður. Í fréttinni á mbl.is og í Mogganum í dag segir:

"Sverrir lauk smíðanámi upp úr 1950, en á áttunda áratugnum hóf hann endurbætur á gömlum húsum, sérhæfði sig í þeirri grein og starfaði eingöngu við gömul hús í ein þrjátíu ár. „Eitt fyrsta húsið sem hann gerði við var Laxdalshús, sem var að hruni komið þegar Sverrir og hans völundar, hófu þar endurbætur. Þegar þeir höfðu klætt húsið í sparifötin var það eins og stofustáss í Innbænum.

Sagan endurtók sig við fleiri hús; Höepfner, Tuliniusarhúsið, Grundarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju og skemmuna á Skipalóni, svo nokkur dæmi séu nefnd,“ segir Gísli."

Til hamingju með þessa mynd Gísli og Sverrir Hermannsson þúsundþjalasmiður og safnari í bestu merkinu þess orðs. 


mbl.is „Henti aldrei neinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg snilldarvel uppgerð hús hjá honum.

Og gaman að skoða Smámunasafnið.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Smámunasafnið er einn af áhugaverðari hlutum sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða og gaman að það er vakin athygli á því aftur hér í þessu samhengi. Takk fyrir þessa ábendingu Hlynur.

Pétur Björgvin, 29.3.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.